Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Blaðsíða 81

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Blaðsíða 81
SKÁLDIÐ ÞORBJÖRN BJARNARSON (ÞÖRSKAEÍTUR) 61 “Alla mína æfi hef eg efa.Tjarn og sérrænn verið. Alstaðar fundið ósamkvæmni, ekki sizt i trúarmálum. Bæn og auðmýkt á við suma, öðrum hreysti og drenglund nægir; báðir þjóna Guði hins góða, gagnólík þó aðferð beggja.’’ Annars eru trúarskoðanir skálds- ins ljósu letri skráðar í kvæðinu “Trúarjátning”. Þar kemur fram andúð hans gegn “útskúfunar”- kenningunni svo kölluðu; en þar lýsa sér einnig hugsjónaást lians o? fegurðarást. Fremur öllu öðru er það þó kærleikurinn, sem hann beygir kné sín fyrir: “En háleitast aflið, sem helgast er mér, og hugfanginn andi minn lýtur, það vermandi kærleikans uppspretta er, sem aldregi tæmist né þrýtur Eg tigna þann ylstraum frá eilífðar sæ, sem elskunni gróðurmagn veitir, er helkulda lífsins í himneskan blæ og hretinu’ í sumardögg breytir. Við inndæla nálægð hans ástblómið grær, sem einingu hjarlnanna styður því alstaðar þar, sem hann áhrifum nær, er ánægja, rósemi’ og friður.” Aftur og aftur er þetta undirald- an í kvæðum skáldsins. “Þá hugsa’ eg gott” er dýrðar-óður um kraft og helgi kærleiksríkra hugsana. “Sigurinn stærsti” (Saga, III, 2. bók, 1927-28) er lofgjörð um her- mann, sem vann “stærsta sigurinn” með því að færa særðum óvini svaladrykk. Kvæðið “Jól” (Hkr. 22. desember, 1926) endar með brenn heitri bæn til “lífsins herra” um, að láta “bylgjukvik algæðis afla” flæða inn í “hörðu lijörtun á jörðu.” Og nú þarf engum að koma á óvart, sú djúpa lotning fyrir Meist- aranum mikla frá Nazaret, sem fram kemur f kvæði Þorskabíts “Fjallræðan” (Lögberg, 21. nóvem- ber, 1929^): “Hans mál var blítt sem blævarhjal, er barst um sérhvern hugardal, með dögg frá lífsins djúpi. Og allar nítján aldir gegn er eins og kærleiks geislaregn af orðunum enn þá drjúpi. En lýðinn hrifu ei orð hans ein, þó ástrík væru, mild og hrein og flutt á tindum fjalla; því útstreymið frá anda hans og eðlistign hins göfga manns var afl, sem gagntók alla. Og hugarfanginn fjöldinn þar og fagnaðshrifning snortinn var, að hrópar hátt sem kunni: “Slík mælska’ er ekki mönnum frá, það mál, sem við nú hlýddum á, er mælt af drottins munni.” Úr jarðvegi þeirra kærleikstrúar og tilbeiðslu eru sprottin þau kvæði skáldsins, sem þrungin eru af mannúðaranda, samúð með lítil- magnanum, mönnum og málleys- ingjum; kvæði eins og “Eintal gömlu konunnar” (Heimskringla, 26. ágúst, 1931), harmsagan gamal- nýja urn einmana, ellihruma móð- urina, sem nautnasjúkur sonur hef- ir snúið baki við. Hér að framan var vikið að því, að Þorskabítur hefði eigi aðeins fundið gnægð skáldlegrar fegurðar í ríki náttúrunnar, heldur einnig frið sálu sinni við brjóst hennar. Hann fann þar enn meira — nálægð sjálfs guðdómsins. í kvæðinu “Þá hugsa eg gott”, sem fyr getur, segir hann: “ö, kærleiks herra! Hvar sem völd þín eru, þar hverfur burtu fals og reiðibál. Þar hlýtt er alt og hreint. 1 raun og- veru er himnaríki manns í eigin sál. Eg heyri þig í vorsins röddum vænum. Eg veit að þú í næturrósemd býrð. Eg finn þitt svif í sumarmorgunblænunu Eg sé þitt bros í kvöldsins roðadýrð.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.