Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Blaðsíða 37
HVAÐ GETA VESTUR-ÍSLENDINGAR GERT
17
ingar leggi henni sinn skerf á
nieðan þeir mega.
Auðvitað mætti fyrst um sinn
safna þessum söfnum í einn stað
hér vestra og vinna úr þeim að
nieira eða minna leyti; skal eg
strax játa, að eg vildi fúslega gera
það, ef menn vildu senda mér söfn
sín.
Gott væri, ef hægt væri að gefa
söfnin út jafnóðum, einkum þau
merkari, og sérstaklega þau, sem
skrifuð væri í ritgerðarformi. Ætli
íslenzku blöðin í Winnipeg yrðu
ekki fús á, að ljá þeim rúm neð-
anmáls í dálkum sínum? Eg fyrir
mitt leyti mundi lesa með ánægju
nákvæma greinargerð um það,
hversu gömlu' mennirnir bygðu
bjálkakofa sína, eða hvernig gömlu
konurnar matselduðu. En þá væri
ekki síður fróðlegt að heyra um
gerðir unga fólksins, og um livað
það talar og hugsar — með slangi
og öllu saman. Eða mál verzlun-
armanna og fasteignasala, ef hægt
væri að fá þá til að útskýra hvern-
ig þeir færu að því að láta náung-
ann skrifa nafnið sitt á punktalín-
una [dálagleg Vesturheimska!]. —
Eða hefir nokkur skrifað nákvæma
lýsingu á Nýja íslandi með öllum
örnefnum (húsa, akra, áa og lækja,
vatna, skóga o.s.frv.) íslenzkum og
útlendum? Eða eiga menn nokkra
slíka lýsingu frá nokkurri íslend-
ingabygð? Nóg mun vera að gera,
ef menn vildu sinna þessu' menn-
ingarmáli.
Því málið er að vísu aðeins part-
ur af menningu hverrar þjóðar
sem er en það hefir þann mikla
kost, að það má nota það sem
skuggsjá til að spegla alla menn-
inguna, eða að minsta kosti alt
það, sem heiti liefir, og nöfnum
tjáir að nefna.
Eftir Próf. Richurd Beck
Hrynja blöð; hófaslög
hljóma þungt í skóg;
Heljar-Bleikur fer um fold
flytur meir en nóg.
Heiðarrós, hýr á svip,
hefir brugðið lit
heyrir yfir höfði sér
haustsins vængjaþyt.
Höfuðlút, héluð strá
harma liðinn dag;
fyr en varði komið kalt
kveld — og sólarlag.
Hrynja dimm hófaslög,
hrímguð stynur grund;
Heljar-Bleikur herðir skeið,
hnípir björk í lund.