Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Blaðsíða 84
64
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
löngum borin uppi af djúpri tilfinn-
ingu, málsnild og hagmælsku; ann-
ars hefðu þau einnig orðið ramm-
asta afneitun á skáldeðli höfundar
og skoðunum hans á skáldskap.
Hann skrifaði mér eitt sinn á þessa
leið: “Mín skoðun er, að tilfinn-
ingaskáldið standi himninum næst.
Hin kalda skynsemi hrífur mig
aldrei.—‘Aldrei þrífist spekin kalda’,
segir Matthíías. Þar sem fylgjast
að speki, fegurð og tilfinning, þar
er listin á hæsta stigi.” í öðru bréfi
talar hann á sömu leið: “Það er
einhver strengur eða vekjari í
brjósti mínu, — eg held nálægt
hjartanu. Þegar eg les eða hlusta
á eitthvað fagurt, er eins og eitt-
hvað snerti þenna streng. Þarf
jafnvel ekki að vera nema ein setn-
ing. Finni eg ekki þessa snertingu,
les eg ekki það kvæði, bók eða
grein, oftar. Náttúrlega á eg við
skáldskap.”
Þó sjá megi þess merki í einstöku
yrkisefnum, samlíkingum og orða-
tiltækjum Þorskabíts, að hann hafi
orkt kvæði sín í erlendu umhverfi,
hefir Benedikt Sveinsson alveg rétt
fyrir sér, þegar hann segir um
hann: “Þótt Þorbjörn hafi dvalist
all-lengi vestra og náð þar mestum
þroska og ort þar flest kvæði sín,
þá verða þau vart talin “vestræn” í
eðli, svo að þau beri vitni um áhrif
þarlendra skálda, heldur eru þau
ramm-íslenzk að efni og orðbragði,
eins og þau væru “fædd og fóstr-
uð” í átthögum höfundarins.” Yrk-
isefni skáldsins og bragarhættir, og
í báðum kennir vissulega all-niikill-
ar fjölbreytni, sverja sig í áttina til
íslenzkra skálda frá öldinni sem
leið, bæði alþýðuskáldanna óskóla-
gengnu og eins til lærðu þjóðskáld-
anna. “Altaf ann eg Steingrími
mest íslenzkra skálda”, skrifar
Þorskabítur. “Þó mér þyki auðvit-
að vænt um þau öll að einhverju
leyti, en hann er skyldastur eðli
mínu, elskar fegurð og tilfinningu.”
Margt er líka líkt með kvæðum
þeirra, þó þar þurfi ekki endilega
að vera um áhrif frá Steingrími að
ræða; andlegur skyldleiki getur
verið nóg skýring á þeim tengslum,
þó þess séu næg dæmi, að skáld
dragi, sér óáfvitandi, dám af þeim
rithöfundum, sem þeir eiga mest
sálufélag með. Ádeilur Þorskabíts
minna aftur á móti, eins og vikið
var að, á Þorstein Erlingsson, án
þess að þau séu neinar stælingar á
þesskonar kvæðum liins síðai'-
nefnda, en mig grunar, að þau
kvæði Þorsteins hafi gefið Þorska-
bítí byr í seglin, þó tíðarandinn,
lundarfar skáldsins og lífskjör hafi
eflaust mestu valdið um þjóðfélags-
legt viðhorf hans.
Þorskabítur er því skilgetinn son-
ur seinni hluta 19. aldar, eins og
hún lýsir sér í íslenzkum bókment-
um. Hann er að öðrum þræði, f
lífs- og skáldskapar-skoðun, í efn-
isvali og meðferð, há-rómantískur;
en jafnframt sjónhvass raunsæis-
maður; náttúru-vísindi þeirrar tíð-
ar — framþróunar-kenningin, skýt-
ur upp höfðinu í kvæðum hans;
neikvæð afstaða hans til ýmsra trú-
arkenninga og kirkju-ádeilur lians
eiga eflaust að einhverju leyti rót
sína að rekja til realismans (raun-
sæisstefnunnar), þó dæmi Þorsteins
Erlingssonar kunni hér einnig að
hafa orðið skáldinu til fyrirmyndar
og hvatningar. En svo var dultrú-