Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Blaðsíða 92
72
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
nánari spurnir af landinu; urðu því
fjórir menn til þess að ríða á vaðið
og fara á undan hinum væntanlega
útflytjenda hóp. Lögðu þeir af
stað frá Akureyri 11. júlí 1863 og
kornu til Rio Janeiro 14. október s.
á. Birtist bréf frá foringja farar-
innar, Jónasi Hallgrímssyni úr
Bárðardal, í Norðanfara 1864, um
ferðalagið.* — Var nú fundur hald-
inn 13. jan. 1865 að Ljósavatni til
þess að ráðstafa ferðinni. Hafði
Einar Ásmundsson í Nesi heitið að
út,rega far ókeypis. Voru þá 150
manns ferðbúnir, en ekkert varð af
þessum fargjaldagjöfum, dofnaði þá
ferðahugurinn og settist meiri hlut-
inn aftur. Þó héldu sig nokkrir við
ákvörðun sína og fóru. — Eru þeir
allir taldir með nafni, er þá fóru,
eftir frásögn Magnúsar ísfeld (Guð-
mundssonar frá Halldórsstöðum í
Reykjadal), er var með í förinni, þá
barn að aldri, en flutti síðar (1905)
til Vatnabygða í Sask. (Almanak,
1917, bls. 116). Eftir þeirri skrá að
dæma, hafa það verið sex fjölskyld-
ur og fjórir lausamenn, eða 34
manns alls. Var fólk þetta flest úr
Bárðardal, nema ein fjölskylda af
Vopnafirði og einn maður ur
Blönduhlíð í Skagafirði.
Einhverjir fcru fleiri seinna, en
eigi voru þeir margir og féll svo
þessi hreyfing niður. Varð nú uppi-
hald um tíma unz straumurinn
hófst að nýju til Bandaríkjanna og
Canada. — Þó þeir báðir, Þórhallur
biskup og Jón Borgfirðingur gefi í
skyn, að vesturflutningarnir eigi rót
sína að rekja til þessara afskifta
*) Menn þessir voru: Jón Einarsson frá
Svartárkoti í Kinn, sonur hans Jón, Jónas
Hallgrímsson, faðir Hermanns búnaðar
skólastjóra, og Jónas Friðfinnsson, úr
Bárðardal.
Einars í Nesi af Brazilíufreðunum,
þá er það eigi rétt. Orsakirnar til
þein*a voru þær, sem þegar hafa
verið teknar fram, áð viðbættum
þeim áhrifum, sem rás viðburðanna
í öllum vesturhluta Norðurálfunnar
hlaut að hafa á örlög hinnar ís-
lenzku þjóðar. Eftir að hallaði yfir
miðja 19. öldina, var röðin komin
að íslendingum að flytja til hinnar
nýju, auðugu og víðlendu heims-
álfu, er fólk, af öllum þjóðum vest-
urlanda, hafði verið að flytja til,
um tvö hundruð ára skeið. Það
var óhugsandi, að ísland fengi um
aldur og æfi varist töfrakrafti hinn-
ar ungu álfu, er til sín hafði dregið
miljónir manna af öllum þjóðlönd-
um Norðurálfunnar, svo að eigi
vaknaði þar útflutninga þrá, eink-
um og sérílagi þegar söguminjarnar
voru þær, að þeir höfðu verið fyrstu
mennirnir til að finna og nema
þetta volduga land, þó margar aldir
væri nú liðnar frá því að atburður
sá gerðist. Til vesturferða hlaut
því að draga, enda er eigi um þær
að sakast, því þær hafa oröið þjóð-
inni á óteljandi hátt til margfaldrar
blessunar.
V.
Eigi verður með vissu sagt hvað
margir íslendingar voru komnir
vestur í ágúst byrjun 1874, en eftir
þeim skýrslum sem til eru nú má
ætla að það liafi verið um 350—400
manns. Skiftust þeir í tvo aðal
hópa er numið höfðu staðar sinn
hvoru megin landamæranna. Aðal
aðseturstaðurinn var þó Milwaukee
og þar voru þeir er helzt höfðu haft
forustu fyrir vesturferðunum. Hjá
þeim mun og hafa hreyft sér hug-
myndin um að minnast þúsund ára