Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Blaðsíða 89
UPPHAF VBSTURFERÐA OG ÞJÓÐMINNINGARHÁTÍÐIN
69
ið með. Bréf Wickmanns hafa orðið
til þess, að Jcn afréð að flytja til
Milwaukee, þar sem þessi kunningi
hans var fyrir, og þeir félagar Jóns
hafa svo fyrir áeggjan slegist í
förina með honum. En dýpra verð-
ur að grafa, en til slíkra bréfa ef
komast á að hinum réttu upptökum
að vesturfara hreyfingunni, og verð-
ur liún eigi útskýrð á þenna hátt. Þó
fjóra menn fýsi að fara af landi
burt og fari til einhvers ákveðins
staðar í annari heimsálfu fyrir
áeggjan málkunningja eða vinar,
og, eftir að á áfangastað er komið,
láti vel af sér í bréfum til ættingja
er heima sitja, er naumast nægi-
lega sterk ástæða færð fyrir hinu
mikla róti, er kemst á hið vana-
festa félagslíf þjóðarinnar og hrind-
ir af stað hinni miklu vesturfara-
skriðu, er eigi stöðvaðist fyrr en
nærri fjórði hluti þjóðarinnar var
hlaupinn úr landi.
Því hefir að vísu ekki verlð bein-
línis haldið fram, að þessi bréf
Wickmanns hafi verið aðal orsökin
til vesturflutninganna, en þó lætur
það nærri, ef ferð þessara fjögra
manna á að skoðast sem upphaf
þeirra flutninga og á að hafa hrund-
ið þeim af stað. Auðvitað nær það
ekki nokkurri átt, fremur en hin
skýringin, er eg gat um áður, er
reikna vildi vesturferðirnar til
skuldar agentunum og bréfum og
heimsóknum ættingja og vina.
Þetta hvorutveggja gefur enga full-
nægjandi skýilngu. Orsakirnar eru
allar aðrar og að þeim liggja dýpri
rætur, og verður síðar reynt að
gjöra örstutta grein fyrir þeim.
IV.
Uppúr miðri öldinni sem leið, fer
íslenzka þjóðin fyrir alvöru að
vakna til meðvitundar um eigin
hag. Er sem henni aukist máttur
og hugur til framkvæmda, og hún
finni til þess, að lengur tjái eigi
algjört athafnaleysi. Alþingi hið
nýja er þá komið á fastan fót og
þjóðernisbarátta Jóns Sigurðsson-
ar farin að bera árangur, fyrsti sig-
urinn unninn 15. apríl 1854, með
verzlunarfrelsinu, er stjórn Dana
neyddist til að samþykkja. Vakning
þessi lýsir sér aðallega með ó-
ánægju yfir þáverandi kjörum með-
al liinna fátækari bænda og stofn-
un ýmiskonar félagsskapar “til
frelsis og framfara.” Þá voru og
líka þessi ár, en einkum þó veturinn
1858—59, mestu erviðleika og harð-
indaár. Er vetri þessum viðbrugð-
ið um land alt. Lýsir Þórhallur
biskup honum, eftir árbókum föður
síns, séra Björns Halldórssonar í
Laufási, á þessa leið:
“Veturinn 1858-59 var einn hinn
allra versti norðanlands á allri öld-
inni. Þá voru sumarpáskar, og á
laugardaginn fyrir páska er skorið
í húsunum og kasað, menn vildu
ekki láta féð svelta yfir hátíðina. —
— Alian marz og fram að páska-
degi 24. apríl, er veðurlýsingin stöð-
ug þannig: “Iðulaus norðan stór-
hríð og harka — norðan helja og
hríð — austan brunagola — stál-
harka — jarðlaust.” Þessi sjövikna-
fasta var á Suðurlandi kölluð harða
fastan”. (Nýtt Kirkjublað 1915). —
Samskonar sögur höfum vér heyrt
eldri menn segja, er mundu þenna
vetur er harðast mun hafa komið
niður á uppsveitum, þar sem hey-
skapur var rýr og treyst á vetrar-
beit.
Varð nú talsvert umtal um hvað
gjöra skyldi, því ógjörla treystu