Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Blaðsíða 40
Boy Btuj.e’sis
Eftir J. Magnús Bjarnason
Eins og eg hefi tekiö fram í
þættinum af Abraham Burt, þá var
eg vikadrengu'r í gullnámunni í
Tangier í Nýja-skotlandi í rúma
átta mánuði árið 1880. Allan þann
tíma var eg til fæðis og húsnæðis
hjá íslenzku námupiltunum, sem
unnu hjá hinum orðlagða dugn-
aöar- og ákafamanni, Daniel Hoss.
Hús (eða shanty) Islendinganna
stóð undir þéttum greniviðar-runni
hátt upp í hlíðinni fyiár norðan
námubæinn, og var þaðan víðsýni
mikið og fagurt. Húsið var frem-
ur lágt, en nokkuð langt, úr óhefl-
uðum borðvið, og var tjöru-pappi
á því að utan. Á þeirri hlið húss-
ins, sem að bænum vissi, voru
víðar dyr og stór gluggi; og gluggi
var líka á báðum stöfnum hússins,
en enginn á þeirri hliðinni, sem
vissi að greniviðar-runninum. Hús-
ið var þiljað í sundu'r í niiðju. í
öðru herberginu var lítil hitunar-
vél, langt og mjótt matborð, tveir
bekkir (sinn hvoru megin við
borðið), fáein ílát og nauðsynleg-
ustu matreiðslu-áhöld, diskar, skál-
ar og hnífapör. En hitt herbergið
var haft fyrir svefnskála. Þar voru
tvö eða þrjú íslenzk koffort og ein-
faldur rúmfátnaður. Og þar sváfu
piltarnir á hálmsæng (og stundum
á sæng úr mjúku greniviðar-limi)
á gólfinu'.
Þeir voru sex, íslenzku námupilt-
arnir, sem áttu heima í þessu húsi,
á meðan eg var þar, og hét sá Jón
Jónsson, sem talinn var fyrir.
Hann var þeirra elztur, atgervis-
maður mikfll og einbeittur. Og
allir voru þeir félagar mjög mann-
vænlegir, gáfaðir og drenglundað-
ir. Þeir voru mér góðir og alúð-
legir, og leið mér sérlega vel þann
tíma, sem eg var með þeim. —
Ekki höfðu þeir margar tómstund-
ir, íslenzku piltarnir í Tangier, því
að þeir unnu í námunni tíu' klukku-
stundir (og stundum lengur) á
hverjum virkum degi. Þeir mat-
reiddu á kvöldin og morgnana,
sópuðu gólfið daglega, og ræstu
það á hverju laugardagskvöldi; og
þeir þvoðu og bættu föt sín sjálfir.
En þeir bjuggu aldrei til brauð.
Það létu þeir búa til fyrir sig í
húsi nokkru niðri í námuþorpinu.
— En þrátt fyrir þessar miklu ann-
ir, gátu þeir þó oft tekið þátt í
ýmsum skemtunum, einkum á
sunnudögum. Þeir höfðu líka
nokkrar íslenzkar bækur, sem þeir
lásu, þegar tómstund gafst. Eg
man vel eftir því, að þeir höfðu
Söguna af Heljarslóðarorustu, Örv-
ar - Oddsdrápu, llíons-kviðu (þýð-
ingu Sveinbjörns Egilssonar í ó-
bundnu máli), og Þjóðsögur Jóns
Árnasonar. Einn hinn yngsti hinna
íslenzku námupilta las oft upphátt
fyrir okkur langa kafla úr þessum
bókum, og las hann svo vel og
snjalt, að unun var á að hlýða.
Hann var þá tæplega tvítugur að
aldri, en mikill vexti, höfðingleg-
ur og fríður sýnum, og þótti hann