Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Blaðsíða 116
92
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
kæmi með útvarp frá Islandi, að ekki
yrði um hlutdrægni að ræða í því starfi,
þannig, að einni hlið stjórnmála sé þar
ekki sýnd meiri tilhliðrun en annari,
sem sér hafi fundist nokkru ráða um
fréttaval Vestur-Isl. blaðanna. Séra
Jónas A. Sigurðsson kvað þingið ekki
hafa ráð yfir starfsaðferð blaðanna og
því ekki geta um það fjallað. Dr. Rögnv.
Pétursson kvað aðal áhugaefnið að vér
ættum þess kost að heyra raddir frá
Islandi yfir útvarpið, og taldi eðlilegast
að íslenzka stjórnin legði fram beiðni
til Canadastjórnar um upptöku í út-
varpssambandið. Fengist það samband
mvndi vcrðp um að ræða sérstakt pro-
gram, með tilliti til íslendinga hér vestra.
Þá var gengið til atkvæða um þenna
Iið og hann samþyktur.
Miss Hlaðgerður Kristjánsson gerði
tillögu er Mrs. Matth. Friðriksson
studdi, að 4 .liður sé viðtekin óbreyttur.
Samþykt.
Þá var nefndarálitið í heild borið undir
atkvæði og samþykt.
Var nú liðið að hádegi, og frestaði
forseti fundi til kl. 2 e. h.
Fundur hófst á ný kl. 2.20 e. h.
Lá nú fyrir stjórnarkosning.
Stungið var upp á fyrir forseta:
Séra Jónas A. Sigurðsson
Jón J. Bildfell.
Séra Ragnar E. Kvaran.
Bergþór E. Johnson.
Ásm. P. Jóhannsson.
Séra Guðm. Árnason.
Guðm. Eyford.
Afsökuðu sig allir hinir útnefndu,
sem á fundi voru. Gerði þá Miss Hlað-
gerður Kristjánsson tillögu er Mrs. Hall-
dóra Gíslason studdi, að afsakanir séu
ekki teknar til greina. Samþykt.
Fór nú fram atkvæðagreiðsla um
hina útnefndu og var kosin
Forseti: Séra Jónas A. Sigurðsson.
Fyrir vara-forseta var stungið upp á
Séra Ragnar E. Kvaran, og var hann
kosinn í einu hljóði.
Stungið var upp á fyrir skrifara:
Dr. Rögnv. Pétursson
Asgeir I. Blöndahl.
Guðm. Eyford.
Fred Swanson.
G. P. Magnússon.
Hlaut Dr. Rögnv. Pétursson kosningu.
Fyrir vara-skrifara var stungið upp
á Dr. Agúst Blöndal, og var hann
kosinn i einu hljóði.
Fjármálaritari var endurkosinn í einu
hljóði: Jónas Thordarson.
Fyrir vara-fjármálaritara var stungið
upp á:
Páll S. Pálsson.
G. P. Magnússon.
Ari Magnússon.
Jón J. Bíldfell.
Asm. P. Jóhannsson
Hlaut kosningu: Ásm. P. Jóhannsson.
Féhirðir var kosinn í einu hljóði:
Árni Eggertsson.
Fyrir vara-féhirðir var stungið upp á:
Páli S. Pálssyni og
Ara Magnússyni.
Kosningu hlaut: Páll S. Pálsson.
Stungið upp á fyrir Skjalavörð:
Bergþór E. Johnson.
Guðjón Friðriksson
Ásgeir I. Blöndahl.
Kosningu hlaut: Bergþór E. Johnson.
Yfirskoðunarmaður var kosin í einu
hljóði: Guðmann Levy.
Fráfarandi forseti Jón J. Bíldfell óskaði
þess nú að hinn nýkjörni forseti séra
Jónas A. Sigurðson, tæki við fundar-
stjórn. En svo samdist, að Mr. Bíldfell
stjórnaði fundi til loka. —
Ásmundur P. Jóhannsson benti á að hr.
Jón J. Bíldfell hefði starfað i stjórn
Þjóðræknisfélagsins síðan það var stofn-
að 1919. Hefði hann ávalt reynst hinn
ágætasti starfsmaður um hag og viðgang
félagsins. Gerði Mr. Jóhannsson tillögu
er séra Jóhann P. Sólmundsson studdi, að
fráfarandi forseta sé greitt þakklætis
atkvæði. Þá gat Dr. Rögnv. Pétursson
þess, að í forsetatíð Mr. Bíldfells hefði
sá markverði viðburður gerst, að Can-
adastjórn hefði sæmt ríkisstjórn Islands
með höfðinglegri gjöf, þar sem er sjóð-
stofnun fyrir framhaldsnám ísl. stúdenta
og fræðimanna, við hérlenda háskóla.
Reis þingheimur úr sætum og þakkaði
fráfarandi forseta með almennu lófataki.
Næst lá fyrir Iþróttamál. Var lögð fram
skýrsla foresta Iþróttafél. Fálkinn, er hér
fer á eftir: