Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Blaðsíða 101

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Blaðsíða 101
ÁRSÞING 80a Nú hefir hópur ungra mentamanna tekið þetta mál á dagskrá sína. Kom nefnd frá þeim á fund stjórnarnefndar Þjóðræknisfélagsins til viðtals, og var málið þar rætt nokkuð. Var aðalerindi þessara manna að fá að vita afstöðu Þjóðræknisfélagsins til málsins, og hvers styrks þeir mættu vænta frá því. Hug- mynd þeirra er að safna $100,000 til þess að standast straum af kennara- embætti i norrænum fræðum við Mani- tobaháskólann. Þjóðræknisfélagið má vera þakklátt fyrir áhuga og viðleitni þessara manna, og gleðilegt tákn tímanna er það víst, þegar hin yngri kynslóð vor vaknar til áhuga á þjóðræknis- og menn- ingarmálum vorum. ÍJtbreiðsIumál: Eins og áður hefir verið drepið á hef- ir lítið verið gert að útbreiðslumálum á árinu, og veldur árferðið þar mestu um. Nefndin hefir ekki séð sér fært að leggja út í neinn kostnað i því sam- bandi, þó það sé óneitanlega eitt aðal vel- ferðarmál félagsins. En þó að félagið hafi ekki séð sér fært, að leggja fram neitt fé á árinu til þeirra þarfa, þá hef- ir samt nokkuð orðið ágengt í þá átt. Félagið Vísir í Chicago verður form- lega tekið inn sem sambandsfélag á þessu þingi. Telur Vísir nú um 100 með- limi og er það góður styrkur Þjóðrækn- félaginu í viðleitni sinni til að sameina sem flesta Islendinga, sem dreifðir eru víðsvegar um meginland Norður-Ame- ríku. Félagið Vísir hefir starfað að við- haldi íslenzkrar tungu og íslenzks þjóð- ernis með góðum árangri í fleiri ár, og hefir með þvi sýnt hvað hægt er að gera ef viljinn er nógu einbeittur. Þrátt fyrir það þótt þeir séu dreifðir á meðal enskumælandi miljónanna í þeirri risa- borg, og eiga að því leyti erfiðari að- stöðu en allir aðrir Islendingar i álf- unni utan New York borgar, hefir þeim farnast vel. Forseta yðar veittist sú ánægja að vera staddur nú i þessum mánuði á aðal ársmóti þessa félags.—Þar fór alt fram á íslenzku, nema ein ræða, sem sögukennari frá Illinois háskólanum flutti, — allir aðrir, ungir og gamlir, lásu, töluðu og sungu á hreinu og hljóm- þýðu íslenzku máli. I sambandi við félagið Visi og þjóð- ræknisstarfsemi Islendinga í Chicago, skal þess getið, að prófessor J. S. Bjöms- son heldur íslenzkuskóla upp á sinn eigin kostnað, sem hinir yngri nota sér prýðis vel. Er það lofsamlegt verk, sem ekki aðeins lýsir sönnum þjóðræknis- metnaði, heldur og sönnum manndóms- þroska á háu stigi. Auk prófessorsins eru þar margir menn og konur, sem hér yrði of langt upp að telja, sem styrkja þjóðræknisstarfið þar syðra með ráði og dáð. Söngflokk ágætan, sem Islendingar ein- ir eru í, hefir félagið, sem skemti á þessari samkomu, og syngur i útvarp- ið á sunnudaginn þann 26. ef eg man rétt. Söngstjóri þessa flokks er ungur Is- lendingur, Guðmundur Kristjánsson, sem í haust er leið söng í útvarpið í Grand Forks, N. D., og víðar. Með þessum forsendum vil eg bjóða félagið Vísi velkomið til samvinnu við Þjóðræknisfélagið, og vona að sambandið verði báðum aðilum til blessunar. Á undanförnum árum hefir mikið verið að því gert af deildinni Frón, að kenna börnum og unglingum að mæla af munni fram íslenzk ljóð, og átti hr. Bergþór E. Johnson mestan og beztan þátt í því starfi. Nú í vetur skilst mér, að ekk- ert hafi verið að því starfað, og er það skaði, því slík æfing í framsögn íslenzkra kvæða er ótvirætt þroskaskilyrði hinum ungu, og hin bezta skemtun hinum eldri, er á hlusta. íþróttamál: Aftur hafa Fálkarnir, eða iþróttafélag- ið með þvi nafni, sótt fram af hinni mestu hreysti, sér, félaginu og þjóð sinni til hins mesta sóma. Um bikar Þjóðræknisfélagsins var kept síðastliðinn vetur, eins og til stóð. í þeirri viðureign tóku þátt sex flokk- ar: frá Winnipeg, er áður hólt bikarn- um, frá Selkiiíc, Gimli, Lundar, Árborg og Glenboro. Glenboro-flokkurinn vann sigur og heldur hann bikarnum nú. Önnur samkepni fer fram á Olympic skautahringnum, laugardaginn þ. 25. og mánudaginn þann 27 þ. m. Og taka þátt í þeirri samkepni um bikarinn: 2 flokk- ar frá Winnipeg, 1 frá Glenboro, 1 frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.