Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Blaðsíða 109
ÁRSÞING
85
Lýsti forseti nú gerð hins fyrirhugaða
xninnisvarða, og kvað svo verða gengið
frá þessu verki, að það yrði engum vafa
hundið, að minnismerkið sé reist Islend-
ingi, þvi plata verði greypt á styttuna,
með kafla úr sögu Leifs og föður hans,
Eiríks Rauða, letruðum á íslenzku.
Séra Ragnar E. Kvaran gerði tillögu,
er séra Guðm. Árnason studdi, að for-
seti skipi fimm manna nefnd í málið
— Samþykt.
1 nefndina skipaðir:
Ásm. P. Jóhannsson.
Séra Guðm. Árnason.
Miss Elín Hall.
Jón Ásgeirsson.
Ámi Eggertsson.
Tónlistarfélag Jóns Leifs:
Séra Ragnar E. Kvaran rakti sögu
málsins frá byrjun, að tildrögum þess,
stofnun og starfsemi fram til þessa.
Taldi hann málið þess virði, að þingið
veitti því athygli og góðar undirtektir,
og óskaði að svo yrði. — Gerði séra
Ragnar svo tillögu, er Mrs. Ragnheiður
Davíðsson studdi, að forseti skipi 3ja
manna nefnd í málið. — Samþykt.
1 nefndina voru skipaðir:
Séra Ragnar E. Kvaran.
Bergþór E. Johnson.
Jón Ásgeirsson.
Bjargráðsmál:
Séra Ragnar E. Kvaran skýrði frá
því, að ekki hafi verið unt að koma í
framkvæmd hjálparstarfsemi, sem nægt
hefði til aðstoðar líðandi fólki af þjóð-
flokki vorum og þeim, sem enn þá eru
að berjast gegn því, að leita opinberrar
hjálpar. Gat hann þess, að menn úr
stjórnarnefnd Þjóðræknisfél., ásamt
mönnum frá hinum ýmsu stofnunum
meðal vor, hefðu haft fund með sér á
síðastl. hausti, til þess að ræða þetta
mál, en komið hefði þeim saman um, að
slik starfsemi yrði ekki hafin, án þess
að nokkru handbæru fé væri til að
dreifa. Hefði þá komið til orða, að nota
hinn svo nefnda Ingólfssjóð í þessu
skyni, ásamt því er á annan hátt kynni
að safnast til slíkrar starfsemi. En
þótt viðeigandi hefði talist, eða vel verj-
andi, að nota Ingólfssjóðinn á þenna
hátt, væri þó svo gengið frá þessu sjóðs-
máli af Þjóðræknisfél., að ekki hefði
álitist heppilegt að nota þessa peninga,
án samþykkis þessa þings. Þess vegna
væri málið nú komið á dagskrá þings-
ins, til álits og úrræða, ef nokkur sýnd-
ust fær í þessu efni. Lagði séra Ragn-
ar svo til, að forseti skipi fimm manna
nefnd í málið. Var það stutt af Mrs.
Byron og samþykt af þinginu.
I nefndina voru skipaðir:
Jónas Jónasson.
Ari Magnússon.
Guðjón Friðriksson.
Mrs. Bergþ. E. Johnson.
Stephan Stephensen.
Safnsmál:
Séra Ragnar E. Kvaran gerði til-
lögu, er séra Guðm. Árnason studdi, að
forseti skipi 3ja manna nefnd í málið.
—Samþykt.
Skipuð í nefndina:
Dr. Rögnv. Pétursson.
Séra Guðm. Árnason.
Mrs. Ingibjörg Goodman.
Endurskoðun grundvallarlaga:
Séra Ragnar E. Kvaran gerði til-
lögu, er Mrs. Ragnh. Davíðsson studdi,
að forseti skipi 3ja manna nefnd í mál-
ið. — Samþykt.
Skipuð í nefndina:
Bergþór E. Johnson.
Bjarni Dalmann.
Mrs. Gísli Johnson.
Vakti forseti nú athygli á því, að
næsta sumar séu liðin 60 ár frá því að
fyrstu þjóðernisleg samtök hefðu átt
sér stað meðal Islendinga vestan hafs,
en það var með Islendingadags-haldi, er
fram fór í bænum Milwaukee í Banda-
ríkjum, árið 1874. Hefði og bréf borist
séra Ragnari E. Kvaran þessu viðvíkj-
andi, frá séra N. Steingr. Thorlákssyni,
i því skyni að vekja athygli þingsins á
málinu. Fanst forseta vel viðeigandi,
að minnast þess atburðar, í sambandi
við Islendingádagshald hér, á komandi
sumri. Séra Guðm. Árnason gerði til-
lögu, er séra Ragnar E. Kvaran studdi,
að í málið sé skipuð 3ja manna nefnd.
Samþykt.
Skipuð í nefndina:
ó. S. Thorgeirsson
Mrs. Gísli Johnson.
Sigurbj. Sigurjónsson.