Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Blaðsíða 41
BOY BURNS
21
bera af öllum ungum mönnum þar
í námubænum.
Margt er mér enn í minni frá
þeim tíma, sem eg var í Tangier.
Meðal annars man eg sérlega vel
eftir manni nokkrum, undarlegum
og dularfullum, sem heimsótti okk-
ur einn sunnudagsmorgun seint í
maímánuði það ár (1880). Ef til
vill man eg svo vel eftir þeirri
heimsókn, vegna þess að dálítið
atvik, en nokkuð kynlegt, kom fyr-
ir hjá okkur kvöldið áður en þessi
maður kom. Og þó átti það atvik
ekkert skylt við kornu' hans, að
svo miklu leyti, sem við gátum
vitað. Og skal eg nú segja frá því
í fáum orðum:
Það var eitt laugardagskvöld
seint í maímánuði, þegar við (eg
og íslenzku námupiltarnir í Tan-
gier) vorum rétt í þann veginn, að
leggja okkur til svefns, að við
heyrðum að nokkrir smá-steinar
dundu á húsþakinu, og var auð-
heyrt að steinarnir komu að norð-
an, því að enginn steinn kom í
húsið annarstaðar en á þakið og
þann vegginn, sem að greniviðar-
runninum vissi. Þegar þetta grjót-
kast hafði gengið nokkra stund,
fóru piltar út til að vita, hverju
þetta sætti. En strax og þeir voru
homnir út, hætti grjóthríðin. Úti
var þykt loft, kolniða-myrkur og
stafalogn. Enginn sást á ferð.
Og ekkert þrusk né skrjáfur heyrð-
ist. Eftir að hafa gengið fram með
runninum nokkurn spöl og beðið
um hríð undir húsveggnum, fóru
piltarnir aftur inn í húsið. En
eftir mjög stútta stund var byrjað
á ný að kasta steinum og möl á
húsþakið, og með öllu meiri á-
fergju en áður. Gengu nú piltar
aftur út. Og hætti grjótkastið þá
undir eins. Við fórum nú alt í
kringum húsið, gengum fram með
runninum, fram og aftur og inn í
hann, og líka ofan í miðja hlíðina.
Það kom samt fyrir ekki. Við sá-
um þar engan á ferð og heyrðúm
ekkert þrusk inni í runninum. En
ekki vorum við fyr komnir inn í
húsið, en að grjóthríðin byrjaði
aftur, og dundi nú á þakinu eins
og þéttasta hagl-él. Gekk þetta
þannig til, fram undir miðnætti,
að steinar og grjótmöl dundi á
húsþakinu, þegar við vorurn allir
inni, en hætti jafnskjótt sem við
komum út. — En rétt fyrir mið-
nætti, þegar við vorum komnir inn
í húsið, og grjóthríðin var byrjúð í
sjötta eða sjöunda sinn, þá stakk
einn piltanna upp á því, að reyn-
andi væri að taka gamla fugla-
byssu, sem liékk á vegnum, setja
í hana púður (en ekki högl) og
skjóta úr henni út í loftið, fyrir
framan dyrnar á húsinu. Álitu all-
ir, að þetta væri reynandi. Var
nú byssan hlaðin í snatri og vænu
púður-skoti hleypt úr henni, rétt
fyrir utan dyrnar. Létti þá grjót-
hríðinni á svipstundu, og hættu
þessar glettingar með öllu.— Þetta
var í eina skiftið í þau sex ár, sem
íslendingar unnú við námuna í
Tangier, að slíkt kom fyrir. Og
aldrei fengum við að vita með
neinni vissu, hver það var, sem var
að glettast við okkur þessa nótt.
Sumir piltanna gátu þess til, að
það hefði veriö drengir tveir (hálf-
gerðir bjánar), sem áttu heima í
bjálkakofa inni í skóginum, spöl-
korn fyrir norðan hús íslenzku