Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Síða 41

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Síða 41
BOY BURNS 21 bera af öllum ungum mönnum þar í námubænum. Margt er mér enn í minni frá þeim tíma, sem eg var í Tangier. Meðal annars man eg sérlega vel eftir manni nokkrum, undarlegum og dularfullum, sem heimsótti okk- ur einn sunnudagsmorgun seint í maímánuði það ár (1880). Ef til vill man eg svo vel eftir þeirri heimsókn, vegna þess að dálítið atvik, en nokkuð kynlegt, kom fyr- ir hjá okkur kvöldið áður en þessi maður kom. Og þó átti það atvik ekkert skylt við kornu' hans, að svo miklu leyti, sem við gátum vitað. Og skal eg nú segja frá því í fáum orðum: Það var eitt laugardagskvöld seint í maímánuði, þegar við (eg og íslenzku námupiltarnir í Tan- gier) vorum rétt í þann veginn, að leggja okkur til svefns, að við heyrðum að nokkrir smá-steinar dundu á húsþakinu, og var auð- heyrt að steinarnir komu að norð- an, því að enginn steinn kom í húsið annarstaðar en á þakið og þann vegginn, sem að greniviðar- runninum vissi. Þegar þetta grjót- kast hafði gengið nokkra stund, fóru piltar út til að vita, hverju þetta sætti. En strax og þeir voru homnir út, hætti grjóthríðin. Úti var þykt loft, kolniða-myrkur og stafalogn. Enginn sást á ferð. Og ekkert þrusk né skrjáfur heyrð- ist. Eftir að hafa gengið fram með runninum nokkurn spöl og beðið um hríð undir húsveggnum, fóru piltarnir aftur inn í húsið. En eftir mjög stútta stund var byrjað á ný að kasta steinum og möl á húsþakið, og með öllu meiri á- fergju en áður. Gengu nú piltar aftur út. Og hætti grjótkastið þá undir eins. Við fórum nú alt í kringum húsið, gengum fram með runninum, fram og aftur og inn í hann, og líka ofan í miðja hlíðina. Það kom samt fyrir ekki. Við sá- um þar engan á ferð og heyrðúm ekkert þrusk inni í runninum. En ekki vorum við fyr komnir inn í húsið, en að grjóthríðin byrjaði aftur, og dundi nú á þakinu eins og þéttasta hagl-él. Gekk þetta þannig til, fram undir miðnætti, að steinar og grjótmöl dundi á húsþakinu, þegar við vorurn allir inni, en hætti jafnskjótt sem við komum út. — En rétt fyrir mið- nætti, þegar við vorum komnir inn í húsið, og grjóthríðin var byrjúð í sjötta eða sjöunda sinn, þá stakk einn piltanna upp á því, að reyn- andi væri að taka gamla fugla- byssu, sem liékk á vegnum, setja í hana púður (en ekki högl) og skjóta úr henni út í loftið, fyrir framan dyrnar á húsinu. Álitu all- ir, að þetta væri reynandi. Var nú byssan hlaðin í snatri og vænu púður-skoti hleypt úr henni, rétt fyrir utan dyrnar. Létti þá grjót- hríðinni á svipstundu, og hættu þessar glettingar með öllu.— Þetta var í eina skiftið í þau sex ár, sem íslendingar unnú við námuna í Tangier, að slíkt kom fyrir. Og aldrei fengum við að vita með neinni vissu, hver það var, sem var að glettast við okkur þessa nótt. Sumir piltanna gátu þess til, að það hefði veriö drengir tveir (hálf- gerðir bjánar), sem áttu heima í bjálkakofa inni í skóginum, spöl- korn fyrir norðan hús íslenzku
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.