Tónlistin - 01.12.1945, Blaðsíða 35

Tónlistin - 01.12.1945, Blaðsíða 35
TÓNLISTIN 65 engan uppeldislegan stuðning eða tón- menntun til þess a'ð leggja í lög sín. Þau eru hreinræktuð náttúrugáfa — ómeng- uð eðlistilvísun; og þessvegna eru þau sönn og heilbrigÖ, ósnortin allri tilgerð og laus við allt, sem aðeins er til að sýn- ast. Bjarni á Brekku er einn helzti for- vígismaður tónlistarinnar í Austfirðinga- fjórðungi. Næmleiki hans á blæ þjóðlegr- ar tónlistar er með afbrigðum góður og ást hans á tónlistinni hrein og sterk. Sem stjórnandi tveggja kóra í Hornafirði — karlakór og blandaður kór —¦ á hann skil- ið djúpar þakkir og hlýjar, að ógleymdu organistastarfi hans og kennslu um margra ára bil. Mun Hornafjörður væntanlega enn mega njóta leiðsagnar Bjarna Bjarna- sonar um langt skeið, og mun þá vel skipast um sönglíf byggðarinnar og stefnt að hinu háa fyrirheitna marki allr- ar góðrar listar, sem gefur lífinu aukið gildi. Og þetta gildi listarinnar fær aukna þi'ðingu fyrir oss Islendinga, ef það dreg- ur lífsanda sinn í samræmi við vorn eigin andardrátt, ef það varpar birtu yfir þau fylgsni sálar vorrar, sem áður voru oss hulin, og vér þannig uppgötvum leynda krafta með oss sjálfum, er áður þekkt- um vér eigi. Þjóðlagið verður hér að ryðja brautina. Það er hinn fyrsti leið- beinandi, er miðlar oss þjóðlegum verð- mætum. Það er móðurskaut allrar tón- listar. Þessvcgna verður þess aldrei of oft krafizt, að þjóðlagið sé dregið fram úr rykföllnum liandritum og leyst úr álögum i tónvitund alþýðunnar. Hreinskilni er dyggð Eftirfarandi sendibréf sýnir áþreifan- lega mynd af skaplyndi hins mikla hljóm- sveitarstjóra B ú 1 o w, beitt háð hans og framhleypni: „Til forstjórans við leikhúsið í Zúrich. Hæfilega heiðraði herra! Þér munduð veita mér mikla ánægju, ef þér sýnduð mér þá góðvild að renna sterku snæri utan um langan háls yðar. Ef þér svo viljið sinna framhaldinu, þá skuluð þér í lausu lofli hengja yður upp Sönglíf Stokkseyrar Æfingar hjá „Karlakór Stokkseyrar" gátu ekki hafizt að ráði fyrr en eftir há- tíðir, og var siðan æft allan janúar og sungið opinberlega 2. febrúar við góða aðsókn og ágætar undirtektir áheyrenda. Sérstaklega þótti gott þjóðlag Ingibjargar Kr.-Sigurðardóttur frá Bjálmholti í Holt- ¦um í Rangárvallasýslu, enda er mikið í því lagi („Hér sit ég ein á stokki"). Karlakórinn bauð Ingibjörgu til Stokks- eyrar til þess að heyra lagið sungið af kór í fyrsta sinni, og vakti flutningur þess sérstaka-eftirtekt og hrifningu áhlýðenda, enda munu sönggreindir menn hafa talið það bezt af öllum lögum kórsins. Söngskrá kórsins undir stjórn Pálmars Þ. Eyjólfssonar var þessi: Stokkseyri — Friðrik Bjarnason. Grafardals fögrum — H. Wetterling. Hér sit ég ein á stokki — Þjóðlag Ingi- bjargar Sigurðardóttur. Vermlands-polska — Sænskt þjóðlag. Næðingur — Friðrik Bjarnason. Dökknar á hauðri — Bellman. Sjómannaljóð — ísólfur Pálsson. Rökkurró — Sami. Erla — Pétur Sigurðsson. Þjóðhvöt — G. Wennerberg. Þú álfu, vorrar — Sigfús Einarsson. Hetjur hafsins — Ólafur Þorgrimsson. Kórinn á þakkir skilið fyrir ræktar- semi sína við þjóðlagið, svo ungur sem hann er, og máska á hann eftir að vinna sína beztu sigra einmitt með tónum þeim, sem runnir eru beint frá hjarta fólksins, því að þeir tónar rata ávallt aftur til hjartans. Megi auðna söngflokksins verða sem ríkust að þjóðlegri reynslu í sálbæt- andi söngstarfi sínu. Þá mun honum vel vegna og langlífi hans tryggt. á þessu hálsbandi. Með því munduð þér gera mikinn greiða yðar þakklátum Hans v. Biilow." Weimar, des. 1852.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.