Tónlistin - 01.12.1945, Blaðsíða 22

Tónlistin - 01.12.1945, Blaðsíða 22
52 TÓNLISTIN J4at J4eu oaóoh Leiðsögustef i. Vér íslendingar sóttum vora fyrstu nútímamennlun í tónlist til Dan- merkur um það leyti sem nýr og ó- þekktur hljóðfæraleikur hófst hér á landi á orgel-harmóníum og pí- anó. Fyrstu tónlistarmenn vorir, sem öfluðu sér menntunar í nútíma- hljóðfæraleik, Pétur Guðjónsson og Jónas Helgason, stunduðu báðir nám í Kaupmannahöfn, og á eftir þeim kom síðan stór hópur yngri íslendinga, sem allir hurfu þangað í leit að tónmenntun. Á þessum slóð- um urðu margir ungir íslenzkir menntamenn fyrir fyrstu tónlistar- áhrifum sínum. Þarna voru fyrstu íslenzku þjóðlögin skrásett af munni Jóns Ólafssonar frá Grunna- vík og Páls Melsteðs sagnfræðings, og hér voru einnig fyrstu íslenzku þjóðlögin prentuð í þjóðlagasafni Berggreens. Frá Danmörku höfum vér fengið að láni fleiri lög en hjá nokkurri þjóð annarri, og skörtum vér með þeim enn í dag. Þannig eru t. d. 24 lög eftir einn og sama liöfund Dana, Berggreen, í kóralbók þeirri, er íslenzka kirkjan notar nú, 13 eftir Weyse, 7 eftir Hartmann og 5 lög eftir Schulz. Væri oss eigi óþarft að litast um bekki og vera minnugir orða þess manns, er fyrst- ur Islendinga sendi frá sér frum- samið sönglagahefti á því herrans ári 1892 og fyrstur stofnaði horna- flokk á landi hér, „Lúðurþeytarafé- lag Beykjavíkur", en hann sagði: „Við eigum ekki að setja útlend lög við islenzka texta, við eigum að búa til lögin sjálfir." Eins og hvarvetna annarsstaðar er uppsprettu tónlistarinnar í Dan- mörku einnig að finna í alþýðleg- um viðfangsefnum fólksins sjálfs. Skáldskapur alþýðunnar rataði hér á fyrstu ómana frá miðöldum og bjargaði þeim frá gleymsku mann fram af manni, þar til bókfellið breiðir út blöð sín til varðveizlu þessara kynjatóna norrænnar söng- leifðar með hina undursamlegu þjóðvísu í broddi fylkingar, „Drómde mik en dróm i nat om silki og ærlik pæl". Bómantíkin í Danmörku lætur sér samt ekki annt um þessar gömlu geymdir, heldur stikar óðfús eftir troðnum brautum innfluttrar tónlistar. Margar kyn- slóðir troða þessar breiðu leiðir auðveldrar eftirlátssemi, en huga alls ekki að hinum dýpstu og sönn- ustu tónum þjóðborinnar söngvisi. Þær frekar raula en syngja og ját- ast fyllilega einkunninni: „Den danske Digter det er en Pige, som gaar og nynner i Danmarks Hus" (danska skáldið er stúlka, sem söngiar við arin Danmerkur). Áferð- arsnotur en tilþrifaspör liðast lag- línan eftir hvikulum geðblæ auð- unninna augnabliksáhrifa án leit-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.