Tónlistin - 01.12.1945, Blaðsíða 30

Tónlistin - 01.12.1945, Blaðsíða 30
60 TÓNLISTIN Framh. af bls. 54. heimalandi sínu. Að vísu getum vér með tilhlýðilegu sjálfstrausti litið til afreka hina heztu manna ann- arra þjóða og vegið fordæmi þeirra þarlendis, en þar fyrir skyldum vér aldrei gleyma því, að oss hjálpar enginn nema vér sjálfir. Vér verð- um að kosta kapps um, að málefni vor séu ekki hrakin af réttri leið. Vakin og sofin skulum vér gæla þess, að stefnan sé skýr. Sporheng- ilsnafnið verður að afmást í ís- lenzkri tónlist, þessu kornabarni is- lenzkrar hugsunar. Svo framt hald- ið er dyggilega til haga jafnvel hinni ófullkomnustu en einlægustu við- leitni, má svo fara, að fyrr en marg- an grunar muni upp rísa hinn blóm- legasti meiður íslenzkrar tónlistar. II. Tónlistin á voru landi á sér til- tölulega mjög skamma forsögu, sé miðað við nútímagervi hennar. Fer þá að vonum, að sporin hafa verið mörg reikul og fálmandi. Og enn þarf að herða róðurinn, ef nást skal land. Vankunnáttan er sífellt rén- andi, þótt enn standi hún stórfelld- um umbótum alvarlega fyrir þrif- um. Mál vort höfum vér reynt að samstilla tónlistinni í söng og ræðu, laðað ný heiti að efnum tónlistar og lagt eyra að nýjum tónum og hljómum. Þanþol íslenzks máls er óendanlegt. Þetta hefir tónlistin meðal annars sýnt. Hún hefir skap- að sæg af orðum, sem áður voru ekki tiltæk. Lengi var orðið „hljóm- kviða" notað um „symfóniu". En þá kom „sónatan" líka til sögunn- ar og gerðist um of djarftæk til þessa nýyrðis. „Symfónian" var aft- ur orðin umkomulaus á vettvangi tungunnar. Þó kom að því, að hug- kvæmni íslenzkumannsins bætti úr skák með nafngiftinni „hljóm- drápa". Þó bjó lengi að fyrstu gerð, og mönnum hætti við að kalla „symfóníuna" eftir sem áður hljóm- kviðu. En hér var ekki látið stað- ar numið. Píslarsaga Jesú í tónum var flutt. Margir hlustuðu á hina stórfelldu lýsingu Bachs á ævi lausn- arans, og sumir kváðu háa lofstafi um dýrðlegan fögnuð tónlistarinn- ar. Og þá varð heldur ekki „hljóm- kviðan" umflúin. Með gildri og sett- legri fyrirsögn trónaði „symfóníu- sónata" passíuleiksins: „Fögur hljómkviða í fríkirkjunni". — Nokkru siðar héldu svo bjargvætt- ir þjóðarbúskaparins hátíð sina á sjómannadaginn. Var þar mörg skemmtun um hönd höfð og söngn- um skammtaður kyrfilegur tími, svo sem vera ber. Lítill kór flutti þá lýsingu á hinni ströngu ævi sjósókn- arans í ágætu kvæðisformi eftir eitt af vorum betri ungskáldum, sem lagsett hafði verið af áhugasömum tónlistarunnanda og raddsett af at- vinnutónlistarmanni. Við þetta tæki- færi var töfraorðið enn dubbað upp og slengt i heilagt hjónaband með „Stjána bláa": „Hljómkviða" eftir Sigfús Halldórsson. — Þulurinn i ríkisútvarpinu vatt sér hinsvegar hvatlega undan öllum kviðum og drápum, þegar verið var í útvarp- inu að leika á hljómplötum „Haff- ner symfóníu" Mozarts undir stjórn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.