Tónlistin - 01.12.1945, Blaðsíða 38

Tónlistin - 01.12.1945, Blaðsíða 38
68 TÓNLISTIN som elskar hinanden" eftir Emil Reesen meÖ sjálfstæöum undirleik og græsku- laus Bach-stæling eftir Kai Evans. Enda þótt dönsk tunga sé ekki mála bezt fallin til framsetningar á léttri „stemnings"- list sem þessari, þá mun hún samt ólíkt hæfari og þjálli í þeim efnum en okkar mál, enda söng listakonan ekkert á is- lenzku. Aö' vísu raunum við ekki eiga mikið af jæssari grein tónlistar, en óneit- anlega hefði þó verið gaman að heyra kímnilag Árna Thorsteinson „Gúttar á gamlaárskvöld“ í meðförum ungfrúar- innar. Og vonandi gefst henni tæki- færi til að sýna föður sínum ástríka athygli og vegsama minningu hans með fáeinum lögum eftir þennan landskunna brautryðjanda íslenzkrar tónlistar. — Fritz IVcisshappcl annaðist undirleikinn af ágætri varfærni og réttri smekktilfinn- ingu og lék auk þess einn „Elegie“ eftir Melartin. — Aðrir hljómleikar Elsu Sig- fúss voru hinum fyrri fremri að því leyti, að nú var seilst til verkefna, sem nokkru gildari voru að innihaldi. Auðsveipni og trúarfestu Bachs gaf söngkonan skýra og einlæga mynd í tveimur aðdáan- legum bænaráköllum á hreimgóðu en takmörkuðu alt-sviði sínu, svo að efsta lega raddarinnar verður stundum ei- lítið ógreið. Bezt af öllu tókst hinn tregablandni saknaðarsöngur Árna Thor- steinson „Rósin“, þar sem hún fylgdi vel eftir innifjálgri dýpt hins sár- asta saknaðar. Einsöngs-kantata eftir Buxtehude var fagurt vitni þess, hve þessi „Bach Norðurlanda“ var í raun og veru langt á undan sínum tima, svo snjöll eru hljómsambönd hans og allur stíll. Elsa flutti verkið með innri ró og virðuleik, en fullkomið „portato“ samræmist ekki vel þessum sléttu lagbogum. Gamlir kunn- ingjar, svo sem „Fred hviler over Land og By“ (Þú sæla heimsins svalalind) og „Víst ert þú, Jesú, kóngur klár“ eru jafnan vel séðir og gjarna heyrðir (en uppruna þjóðlagsins ætti þó ekki að gleyma á efnisskránni). Söngkonan end- aði á lagi eftir föður sinn, „Hátt ég kalla“, setn að nærfærni við tilgang ljóð- höfundarins og barnslegri einlægni nálg- ast það bezta, sem komið hefir frá hendi Sigfúsar Einarssonar. Páll ísólfsson lék undir með hóglátum og settum orgel-leik og lék auk, þess einn „Passacaglíu" eftir Buxtehude, eu Þorvaldur Steingrímsson, Óskar Cortcz og Hcinz Edclstcin höfðu á hendi aðstoð á fiðlur og celló, og hefði frekari hlédrægni fiðlanna í millispilum bætt heildaráhrif kantötunnar. Karlakór iönaðarnianna hefir nú að baki sér alllangt þroskaskeið, svo að hann get- ur tæplega lengur talizt til nýgræðings. Þó er raddkosturinn ekki enn fyllilega samrunninn og á stöku stað dálítið hrjúf- ur, þótt „Sólarlag" Kaldalóns nyti sinn- ar réttu mýktar. Lýðveldishátíðarlag Þór- arins Guðmundssonar var sungið nokkru hægar en hraðafyrirskriftin gefur til kynna, í samgengum áttundum, og kom fram nokkur tvískinnungur í tóntegunda- vali höfundarins, sambland af eólískum moll og hljómhæfum. Varð þessa glögg- lega vart i hreinum en hljóðfallstregum flutningi kórsins með of stuttum punkt- uðum nótum. Hið ,,ballade“-mótaða verk þeirra Sigfúsar Halldórssonar og Roberts Abrahams reyndist nú all-viðamikið að umfangi, með stálhertum áherzlum og lýrískum sóló-parti, laglega fluttum af Maríusi Sölvasyni, en tematískt efni „Stjána bláa“ er of fáskrúðugt fyrir svo langan vísnaflokk. Kórinn virtist ekki enn hafa tileinkað sér þennan lið til fulls, en náði sér á strik i lífmiklu „Dansljóði" i miðalda stíl eftir Melchior Franck, þar sem ágætlega birtist hin tæra og fölskva- lausa hugargleði þeirra tíma í ferskum vixlsöng ,,konserterandi“ raddhópa. ,,Fangasöngur“ Beethovens og kór úr óp- erunni „Rienzi“ eftir Wagner, með að- stoð þriggja trompeta og básúnu, mynd- uðu loks hámörk hljómleikanna með klassískri nákvæmni og symfónísku tón- magni. Robcrt Abraham stýrði söng- flokknum af ítrustu kostgæfni. Anna Péturss annaðist píanó-undirleikinn af alúð en fullmikilli hlédrægni, og málm- blásturshljóðfærin voru í traustum en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.