Tónlistin - 01.12.1945, Blaðsíða 47

Tónlistin - 01.12.1945, Blaðsíða 47
TÓNLISTIN 77 kóranna, einkum þeir, sem beztum 'söng- stjórum hafa á aÖ skipa, hafa náÖ all- verulegri leikni í samsöng, en aðrir engri, þrátt fyrir ágætan efnivið. Því til sönn- unar nægir að benda á söngmót, sem „Samb. norðlenzkra karlakóra" háÖi á Akureyri. Annars hefir mér virzt aÖal- hugðarefni karlakóranna það helzt: að efna til söngfara og söngmóta, slá upp veizlum og hæla hver öðrum, kveðast og hælast á gegnum útvarp o. s. frv. Hefi eg oft verið heyrnarvottur að öllu því skrumi og löngum ofboðið, hvað sjálfsánægjan hefir getað komizt langt með annars prýðis-greinda sómamenn. Ef einhver kæmi aðvífandi utan frá Marz eða tunglinu inn í slíkar umræður og skildi þær, gæti honum ekki blandazt hugur um, að karlakórssöngur væri alfa og omega allrar jarðneskrar tónlistar og allt þar á milli. En í krafti þessarar einhæfni hefir S.l.K. gerzt all-hirðulaust um allra aðra tónræna menningu þjóð- arinnar og jafnvel orðið þrándur í götu hennar beint og óbeint. Þá hefir bæði Sambandið sem slíkt og ýmsir kórar þess í flestu falli sýnt íslenzkum tónskáldum og tónbókmenntum yfirleitt óviðeigandi og óviðunandi tómlæti, og það svo bert, að stundum hefir nálgazt fullan fjand- skap. Og þrátt fyrir alla karakóraþvög- una hafa menn það almennt fyrir satt, að af allri tónbóka-útgáfu hér á landi sé útgáfa karlakórslaga einna öruggast gjaldþrotafyrirtæki. Sýnir þetta ljóslega, hverjum vinum íslenzkar tónbókmenntir eiga að fagna í þessum félagsskap. Að vísu má benda á algerðar undantekning- ar hvað þetta snertir, og til þeirra heyr- ir Karlakór Reykjavíkur alveg sérstak- lega, enda er söngstjóri hans einn af allra fremstu tónmenningar-frömuðum þjóðarinnar. Þá er ótalið enn eitt í fari þessarar starfsemi, sem horfir miður en skyldi, sem sé það: að karlakórarnir eru ýmist, og þó raunar hvorttveggja i senn, staðn- aðir og gengnir á glapstigu. Staðnaðir að þvi leyti, að svo virðist sem þeir séu sifellt að herma hver eftir öðrum. Mað- ur getur komið á konsert hjá þessum kór þarna og hinum annarsstaðar, og fengið svo að segja sömu söngskrána í hendur á báðum stöðunum. Glapstig- irnir lýsa sér hinsvegar með þeim hætti, að í stað þess að halda sig eingöngu að raunhæfum viðfangsefnum, beinlínis karlakórslögum, eru kórarnir farnir að seilast á hinn furðulegasta hátt út yfir sín eðlilegu takmörk, í píanólög og ann- að slíkt, sem þeir af eðlilegum ástæðum geta ekki gert nein veruleg skil. En auk þess er, megnið af þessu utangarna-söngli þeirra valsar og annar danslagaþvætting- ur, sem Útvarpið birgir mann sæmilega upp með, þar sem því er þá líka oftast skilað af stofuhljómsveit eða öðru því hljóðfæri, sem þessi tónlist er samin fyr- ir. Það, sem karlakórar geta skilað bet- ur en önnur hljóðfæri og hljóðfærasam- bönd, eru að sjálfsögðu þau tónverk, sem sérstaklega eru samin fyrir þá. Sama lag tekur sig sjaldan jafn vel út í t. d. blönduðum kór og karlakór, hversu óað- finnanleg sem stílfærzla þess annars kann að. vera, hvað þá þegar um fjarskyld- ari hljóðfæri er að ræða. Þetta er einn af leyndardómum listarinnar. En það, sem karlakórum lætur alveg sérstaklega vel, betur en nokkru öðru hljóðfæri, er að túlka smálög við styttri eða lengri ljóð, þar sem þeir geta túlkað vísurn- ar með mismunandi blæbrigðum, svo sem efni standa til, eins og t. d. „Eggert Ólafsson", „Ein yngismeyjan" og önnur hliðstæð ljóð, auk þess sem engin verk- efni eru betur fallin til markvissrar þjálf- unar, bæði radda og samræmis. Af framanskráðu ætti það að vera nokkurnveginn augljóst, að þrátt fyrir tónmenningarlegt gildi karlakóranna, sem eg hefi enga tilhneigingu til að bera brigður á né gera lítið úr, þá valda samt þeirra eðlilegu takmarkanir því, að þeir duga ekki til að setja menningar- brag á kórstarf heillar þjóðar. Að skipa öndvegi á þeim vettvangi á að sjálfsögðu að vera hlutskipti blönduðu kóranna, þar eð þeir hafa slíka yfirburði yfir alla þá fyrrnefndu, að allur samanburður ætti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.