Tónlistin - 01.12.1945, Blaðsíða 43

Tónlistin - 01.12.1945, Blaðsíða 43
TÓNLISTIN 73 er tóluð. Og tónar afríkanskra negra eða búskmanna koma oss svo ókunnuglega fyrir, að vér getum ekki einu sinni með vissu sagt, hvort þeir eigi að tákna gleÖi eða sorg. Oft skjátlast manni þá hrap- allega; og þegar vér heyrum textaþýð- ingu á söngvum, sem í vorum eyrum birtast sem endurómar af djúpu þung- lyndi, kemur í ljós, að hér er um að ræða gáskafull danslög. Á hinn bóginn hafa hin fegurstu lög eftir Mozart eða Schubert engin áhrif á menntaða Kín- verja eða Hindúa, og enda þótt Japanir hafi tileinkað sér gjörvalla hina vestrænu menningu, þá fyrirfinnast samt engin söngleikahús í Tokio, þar sem flutt eru verk eftir Verdi og Wagner. Þetta er sönnun þess, að bersýnilega hefir tónlistin í raun og veru fest enn dýpri rætur í þjóð- lífi og þjóðerni en aðrir þættir menn- ingarinnar! En nú kemur einhver með þá mót- báru, að allt þetta eigi aðeins við um óskykla og framandi kynflokka; innan menningarsviðs vors, Norðurálfubúa, sé öll tónlist orðin alþjóðleg. En það er líka aðeins að nokkru leyti rétt. Að vísu hefir hin evrópíska tónlist þróazt út frá hinni yngri fornlistastefnu, sem kirkjan beitti sér fyrir. Og þessi tónmenning hefir svo rækilega útrýmt annarri þjóð- menningu þeirra tíma, að með öllu var ókleift að mynda sér skoðun um tónlist þá. sem norrænar þjóðir iðkuðu í skógi skýldum löndum sínum. Vér vitum af rómverskum frásögnum, að forfeður Norðurlandabúa hafa sungið mikið og að tónlist þeirra hljómaði herfilega í eyr- um Rómverja; sú lýsing segir oss þá aðeins, að þeir hafi sungið öðruvísi en Rómverjar, sem ekki skildu tónmál for- feðra vorra! Og þegar Adam erkibisk- up frá Brimum löngu síðar ritar um heiðna helgisiði í Svíþjóð, verður hon- um tíðrætt um hina ljótu og afskræmdu söngva íbúanna norður þsr; svo mjög hafði hann þegar losnað úr tengslum við uopruna sinn með hinum kristna söng. Því verður þó aldrei móti mæjt, að Norð- urlarídabúar stóð'u á víkingaöldiríni mjög framarlega í iðkun söngs, og upphaf margraddaðs söngs á rót sína að rekja til norrænna víkinga, er báru hann yfir til Bretlandseyja. Erfðahlutur norrænna þjóða er því mjög dýrmætur, bæði fyrir tónræna sagnritun og eins fyrir alþjóð- lega tónlistarþróun. Þegar þetta er athugað, skýríst það máske, hversvegna Norðmaðurínn Grieg verður tízka um alla Evrópu og Daninn Carl Nielsen endurvekur blómaskeið bar- oktímans á Norðurlöndum og Finninn Sibelius semur stórbrotnustu og sérstæð- ustu symfóníur heimsins þúsund árum síðar, enda þótt Skandinavía hafi langt fram yfir miðaldir verið hinn hörmuleg- asti eftirbátur annarra Evrópuþjóða og orðið að fá að láni sunnan úr álfunni alla helztu tónlistarkrafta sína. Mörgum áratugum síðar berast þessir straumar svo hingað til lands og dafna hér fram eftir þessari öld undir samheitinu „Eyrarbakka- róvutntík"', og er Sigfús Einarsson bæði að uppruna og skyldleika helzti skapandi fulltrúi hennar. Nýju straumarnir sköpuðu hér á Iandi furðu fljótt aukinn áhuga á hinum ýmsu greinum tónlistarinnar, sem hingað til höfðu ekki þekkzt. Var nú farið að syngja margraddað, og þótti það mikil framför frá hinum einraddaða sálmasöng Grall- arans og kvæðalögunum. Laglínur kirkj- unnar urðu nú sléttar og afmældar eftir lengdargikli. Hin trúarheita viðhöfn við sálmasönginn hvarf; „margröddun" lag- línunnar var afnumin, en í þsss stað koinu margraddaðir hljómar, sem báru uppi langa röð' af jafnlöngum lagtónum. En jafnframt því varð framburður textans ekki eins þýðingarmikill og áður hafði verið, þar sem raddirnar nú greindust eftir mismunandi hæð, enda beindist at- hvelin nú fyrst og fremst að hinum ýmsu röddum og leikni í að rata þeirra marg- slungnu leið innan um þykka og þétta hljóma. Að vísu héldu kórarnir fyrst á- framhaldandi tryggð við hina fornnor- rænu söng^venju „kvintanna", en loks varð líka hún að lúta í lægra haldi fyrir hin'um nýja söngsið frá Suður-Evr'ópu. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.