Tónlistin - 01.12.1945, Blaðsíða 16

Tónlistin - 01.12.1945, Blaðsíða 16
46 TÓNLISTTN hafa einstaka menn reynt að semja sig að „húmoristiskum" þáttum í lagagerð, en með mjög misjöfnum árangri, útkoman venju- legast orðið enginn „húmor". Ég lasta ekki „húmoristiska" söngva, síður en svo. Alltaí' er t. d. á- nægjulegt að heyra hinn gamla Bellman. En tónskáld okkar eru að þessu leyti hliðstæð íslenzkum orðs- ins skáldum. Margt af afköstum tón- skáldanna er hugnæmt og snertir viðkvæma strengi. En framtíð ís- lenzkrar tónlistar verður að byggj- ast á eigin tónum þjóðarinnar, líkt og Grieg sýndi fram á i Noregi, og sú náma er svo auðug, að aldrei þarf að þrjóta. Hingað til höfum við aðallega byggt á danskri tón- list og dálítið á norskri og sænskri, en hún hefir aftur byggzt á þýzkri tónlist, án þess þó að ná stórfeng- leik hennar. Hér verða að skap- ast straumhvörf. Ýmis tónskáld hafa þegar horfið frá þessum úrelta Skandinavisma og hneigzt að tímabærri stefnu þjóðlegra ein- kenna á alþjóðamælikvarða. Þó vil ég alls ekki glata rómantík- inni. Og spá mín og von er sú, að hún eigi afturkvæmt til okkar í nýrri og sterkri og sérstæðri mynd. Auðvitað deyr hún aldrei út, skipt- ir aðeins um búning. Timaritið þakkar Brynjólfi Þor- lákssyni þessa fróðlegu og einarð- legu frásögn, sem ber vott um ó- tvíræða ást hans á tónlistinni og vexti hennar með Islendingum. Skoðanir lians á tónlistarþroska okkar og afstaða til hins uppeldis- lega þátlar eru stórum athyglisverð- ar. Væri óskandi, að hann gæti gef- ið endurminningum sínum og við- horfum stærra form við síðara tæki- færi. Slíkur boðskapur er kærkom- inn öllum þeim, sem íslenzkri tón- list unna. Brynjólfur er elztur allra þeirra núlif andi íslendinga hérlend- is, sem stundað liafa tónlist sem ævi- starf aðallega. Hann er tengdur hin- um fyrstu brautryðjendum í nán- um kynnum og man vel eftir „föð- ur söngs á Isafoldu", Pétri Guðjóns- syni (eða Guðjohnsen eins og hann venjulega var kallaður á þeim „for- dönskuðu" tímum). Brynjólfur hef- ir því nú orðið allbreiðan og auð- ugan sjónliring, og mat hans á nú- líðinni er sprottið af lífrænum sam- anburði við fortíðina. Þannig finn- um við merkilega vel framrás þró- unarinnar í upptalningum hans, frá frumstæðri en þó fullnægjandi til- raun til hljóðfærasmíði í föðurgarði, þegar hljóðfæri voru sjaldgæf mun- aðarvara í höndum ríkra höfðingja aðeins, og allt til hins stranga og smekkvisa organista og kórstjórn- anda höfuðstaðarins, þegar tónlist- ariðkun var í þann veginn að setja mót sitt á daglega siði borgaranna. íslenzk tónlistarsaga er ofin úr þátt- um þeirra manna, er helgazt hafa hlutverki hinnar hljómandi listar af innri köllun og óseðjandi þrá til fegrunar mannlegu lífi. Einn þeirra er Brynjólfur Þorláksson. H. H.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.