Tónlistin - 01.12.1945, Blaðsíða 20

Tónlistin - 01.12.1945, Blaðsíða 20
50 TÓNLISTIN 75 ARA: ^Almi Jhorsteináovi, tónóhdid Hinn 15. október síðastliðinn átti elzta núlifandi tónskáld íslendinga 75 ára afmæli. Tímarit þetta hóf göngu sína fyrir rúmum fjórum ár- um með því að minnast þessa virðu- lega forgöngumanns íslenzkrar sönglagagerðar. Hér verður þvi að- eins drepið á nokkur atriði í starfi og lífsskoðun Árna samkvæmt hans eigin frásögn í stuttu samtali, sem ritið átti við þennan merka aldurs- forseta íslenzkra tónhöfunda. Hver voru fyrstu afskipti þín af tónlist? Móðir mín lék nokkuð á hljóð- færi, en mest og bezt áhrif munu að þakka móðurbróður minum, Steingrimi Johnsen. Hann söng dá- vel og annaðist um leið undirleik sinn sjálfur. Var hann á stúdents- árum sínum í Kaupmannahöfn heimagangur hjá gamla Hartmann og foreldrum Lange-Miillers og fleiri tónlistarmönnum. Hvenær byrjaðir þú sjálfur að leika á hljóðfæri og semja lög? Er ég var á sjötta ári, tók móðir mín mig eitt sinn í kirkju skömmu fyrir dauða Péturs Guðjónssonar, og þegar ég kom heim, gekk ég að fortepíanóinu og reyndi að setja hljóma við sálmalagið, sem mér var minnisstæðast. Þá var talið sjálfsagt að koma mér fyrir í spila- tíma. Lærði ég hjá Önnu Vigfús- dóttur Pétursson. Aldrei geðjaðist mér þó að tónstigunum. Þeir ullu mér beizkum tárum og vonhrigðum, svo að ég hætti náminu sökum þess hve þýðingarlaus mér þóttu hlaupin vera upp og niður á nótnaborðinu. Eftir það fór ég að fikra mig áfram af eigin rammleik. Og lengi framan af spilaði ég aðeins eftir eyranu með eigin útsetningu ýmis lög, sem ég lærði, því að það var brota- minnst. Þá var mjög algengt, að menn fleyttu sér áfram á þennan hátt. Nær engar nótur voru á boð- stólum í Reykjavik á uppvaxtarár- um mínum, en ég pantaði mér frá Höfn safn af söngkvartettum, og var það einn mesti gleðidagur í lif i minu, er ég fékk þá nótnasendingu. Fyrstu lögin, sem ég samdi, voru „Einbú- inn" við ljóð Jónasar Hallgrímsson- ar og „Þið sjáist aldrei framar" eft- ir Steingrim föðurbróður minn Tborsteinsson. Varstu ekki ánægður með viðtök urnar, sem lög þín hlutu? Lögin féllu mönnum mörg vel í geð, þótt ég hefði eiginlega aldrei ætlað að gefa þau út. En útgáfurn- ar gerðu það að verkum, að „áhuga- mennska" mín var allt í einu hækk- uð í tign, og ég var skoðaður sem einskonar verndari tónlistarinnar, svo að nálgaðist afstöðu atvinnu- mannsins. En í rauninni finnst mér ég hafa seilzt inn á svið, sem efnum mínum var ofvaxið, og lánið lyft
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.