Tónlistin - 01.12.1945, Blaðsíða 7

Tónlistin - 01.12.1945, Blaðsíða 7
TONLISTIN 37 vallt frumkvæðið með hermilögum einum saman, og getur það valdið þekkingarskorti, sem siðar háir hörnunum mjög, er þau koma í framhaldsskóla, og orðið að van- máttarkennd, sem þá oftast kem- ur fram sem áhugaleysi og tómlæti og jafnvel óbeit á efnum tónlistar. Slíkt ástand er stórhættuleg tálm- un allri framför í tónmenningu þjóðarinnar, og verður það aldrei nógsamlega hrýnt fyrir öllum hlut- aðeigendum, en þeir eru jafnmarg- ir öllum ihúum íslands, hve nauð- synlegt er, að komizt sé fyrir upp- tök meinsins. Að vísu eru þeir til, sem andvigir eru allri fræðilegri og tæknilegri vinnu i söngtímum harna- skólanna, en réttnefni fyrir tónlist- arþroska þeirra manna, er barna- skapur og fávísi. Tónlestur er sjónaræfing en ekki heyrnar. Hann er fólginn í því að lesa röð af nótum, skapa sér hug- mynd um tónana, sem nóturnar tákna, og mynda hljóm rittáknanna. Hugarstarfið við nótnalestur fer þá fram í þessari röð: Sjón — hug- mynd — hljómur. Heyrnin staðfest- ir síðan hljóminn, sem sprottinn er af réttri hugmynd. Tónlínan, sem lesa á, kemur fram í margskonar hljóðfalli (taktliðum), sem sífellt breytist á leið sinni gegnum lagið. Þessu breytilega hljóðfalli er skip- að í samstæðar siendurteknar deild- ir (takta); og þessar deildir skipt- ast svo í reglulegar og óbreytanleg- ar einingar (taktslög). Við tónlest- ur verður því að greina allt í einu: tón, hl.jóðfaH, takthluta og taktslag. Aðalvandi tónlestrar er þá tvíþætt- ur: Tónhæð og dvalargildi. Við greiningu tónhæðar er aðallega um að ræða tónbil, stökklínu, skreflínu og endurtekna tóna. Tónhreyfing, sem hleypur yfir einn eða fleiri tóna tónstigans, nefnist stökk, annars skref. Tónbil getur bæði verið stökk og skref. Ef tvö eða fleiri stökk fara hvert á eftir öðru í sömu átt, nefn- ist það stökklína (sbr. upphafið að „(), fögur er vor fósturjörð" — að undanskildum upptaktinum — eða byrjunina á „Mér um hug og hjarta nú"). Skreflína er sú hreyfing lags- ins kölluð, þegar tvö eða fleiri skref fara hvert á eftir öðru í sömu átt (bein skreflína). Krómatískir tón- ar eru lesnir sem tónbil (stækkuð einund, lítil tvíund), en ekki sem endurteknir tónar. Dvalargildi tóns- ins ákvarðast af gerð nótunnar, stöðu hennar i taktinum og ýms- um rittáknum (punktur, tengibogi o. s. frv.), ennfremur af takttegund og hraðafyrirskrift. Mikill skortur er á góðu efni til tónlestraræfinga, en bezta bókin, sem enn hefir kom- ið út hér á landi til þeirra nota, mun vera „Söngkennslubók" Jón- asar Helgasonar fyrir byrjendur, 1. hefti B (verklegar æfingar), 3. útg. aukin 1895, 4. prentun 1904. Það er háskalegt fyrir tónlistar- uppeldi þjóðarinnar, hve margir kennarar láta sér nægja að nota að- eins hermilög en engin lestrarlög við söngkennsluna. Það er marg- reynt, að yilji til nótnalestrar er til- tölulega auðvakinn, og tónlistar- reynslan á ekki að nema staðar við hermilögin ein. Almenn fáfræði i efnum tónlistar, mun dafna svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.