Tónlistin - 01.12.1945, Blaðsíða 48

Tónlistin - 01.12.1945, Blaðsíða 48
78 TÓNLISTIN aÖ vera óþarfur. BlaudaÖur kór er full- komnasta mannsraddahljóÖfæri, sem til er, eins og gefur aÖ skilja, þar sem hag- nýtt er til hins ítrasta raddsvið og radd- hlær heggja kynjanna. Og með hljóm- sveitar-undirleik er blandaður kór viður- kenndur sá tjáningar-aðili, sem full- komnastur geti orðið, enda eru öll stór- kostlegustu meistaraverk kórformsins samin fyrir þessa risavöxnu hljóðfæra- samstæðu, sem karlakórinn einn er að- eins brot af. Með þetta í huga vænti eg þess, að menn innan karlakóranna jafnt sem aðr- ir, láti sér skiljast, að hér er ekki af hótfyndni né illvilja talað, að hér er ekki deilt á neinn sérstakan mann og varla, auk heldur á karlakórana eða S. Í.K. sem slíkt, nema þá óbeinlínis. Hér er einungis bent á og gagnrýnt það ó- fremdarástand, sem skapazt hefir á sviði kórstarfseminnar i landinu fyrir tilveru og atbeina þessara aðila, eins og það hvorttveggja hefir þróazt til þessa. Björgvin Guðmundsson „Vísir“ (útdráttur). JAZZ-MÚSÍK OG SIÐRÆN UPPELDISÁHRIF Nútímamaðurinn lifir á merkilegum tímamótum, þar sem háð er örlögþrung- in barátta fyrir uppeldi komandi kyn- slóða. Hann hlýtur því að taka til rök- studdrar athugunar öll þau öfl, sem mið- að hafa að því að setja svipmót sitt á þjóðfélagsþegnana síðastliðna áratugi, og skipa þeim sess eftir áhrifagildi þeirra til ills eða góðs. Sum þessara afla hafa tvennskonar eðli, sem leita hvort and- hverfis öðru. Það eru eins og tvær hlið- ar á sama hlut, í fljótu bragði skoð- að, önnur neikvæð, hin jákvæð. — Þessi tvíræðni getur auðveldlega glapið manni sýn, og í því liggur hætta fyrir alla þá, sem með eigin sálarþroska ekki geta greint rétt frá röngu. Tvíeggjað vopn er því aðeins gagnlegt, að réttri egg sé beitt; að öðrum kosti snýst það í hendi þess, er á heldur, gegn honum sjálfum. Nú er svo komið, að á mörgum svið- um er maðurinn hættur að geta greint uppeldislegt gildi margs þess, scm er snar þáttur í daghöfn hans. Undir yfirskyni menningar er ismeygilegt yfirborðslétt- meti látið þekja háhorð móttökufúsra en rýnisnauðra neytenda. Skrumkenndar auglýsingar og dómgreindarruglandi æsi- fregnir vinna markvisst að þvi að draga glýju á augun. Sálarró mannsins tvístr- ast i umróti tæknibyltingarinnar, hugur- inn reikar friðvana og eirðarlaus um eyðifláka lamaðrar hugsunar og verður bragðvísum sálnaveiðurum að hremmi- bráð. Öfl þau, sem þannig er miskunn- arlaust beitt í þjónustu forheimskandi andleysis og ásælinna auðgirndar, eru æðimörg. Hinn frumstæði jazz er upprunninn hjá svertingjum. 1 upphafi var hann pentatóniskur — notaðist aðeins við fimm tóna — og hafði engin einkenni sam- eiginleg með tónlist Evrópuþjóðanna. Eftir að fjöldi svertingja hafði samlag- azt Evrópumönnum í Ameríku, hóf jazz- inn innreið sina í Vesturálfu og fluttist svo þaðan til Evrópu. Sérkennilegasti eðlisþáttur þessarar „nýju tónlistar" var hljóðfallið (rhythmus), sem með eintóna misgengi (synkóperingu) náði einskonar dáleiðandi heljartökum á fjöldanum. (Þar við bættist svo, að samvizkusnauðir gróðabrallsmenn sáu sér hag í því að út- breiða það, sem allur þorri manna var ginkeyptur fyrir). Hljóðfallið er aflgjafi allrar tónlistar. En aðeins sem líkams- fræðilegur, ósjálfráður kraftur getur hljóðfallið haft jákvæða þýðingu fyrir sálarlifið, sem undirkvika þeirrar lifrás- ar, er gagnfyllir oss. Hljóðfallið eitt saman, afhjúpað og ærslfengið, eins og það byltist villt og tryllt í jazzinum, get- ur aldrei leitt til þeirrar sjálfsstjórnar, sem hverjum þegn i vel menntu þjóð- félagi ber skylda til að temja sér. Hið óbeizlaða hljóðfall jazzins er imynd taum- lausra ástríðna, sem enginn miðlungs- sterkur siðgæðisvilji fær hamið né tamið. Það er vel þess vert að gefa þeirri staðreynd gaum, að þróun jazzins brýt- ur algerlega í bág við almenna tónlistar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.