Tónlistin - 01.12.1945, Blaðsíða 24

Tónlistin - 01.12.1945, Blaðsíða 24
54 TÓNLISTIN kominn timi til þess að gefa þess- um afkvæmum nýja og gamla tím- ans gaum, svo að vér gætum með nokkru sanni talizt samferðafólk þeirra þjóða, er vér helzt viljum líkjast, í stað þess að troða sí og æ vanans hægu en óþroskavænlegu brautir? Caii Nielsen er sá fulltrúi danskr- ar tónlistar, sem mesta athygli hef- ir vakið á þessari öld. Ber margt til þess. Stefna hans segir skilið við gamlar venjur rómantíska skólans og sækir hratt til nýrra miða. Vel- hljóman vikur fyrir harðri og rök- visri raddfærslu. Stefin eru stutt og meitluð eftir skammþættum hljóð- fallslínum. Notkun hljóðfæra í hljómsveitinni er fyllri og ítarlegri en áður hafði tíðkazt, og jafnvel mannsröddinni er bætt inn í hina breiðu fylkingu hljóðfæranna í „Sinfonia espansiva", að fyrirmynd Beethovens í 9. symfóníunni, og lag- línur hans eru gjörsneyddar allri viðkvæmni og tilefnislausu hugar- róti. Tónlist hans er þvi frjálsborið afkvæmi harðrar baráttu. Þessi bar- átta styrkti Carl Nielsen i þeirri trú, að umbótastarfið yrði ekki umflú- ið, ef dönsk þjóð ætti að geta tal- izt til þeirra tónmenntaðra þjóða, sem stöðugt fella nýja tima að nýrri hugsun. Hin fyrri heimsstyröld færði honum sigurlaunin, sem voru mun meiri og æðri þeim, sem deilt var um í Versölum um svipað leyti. Honum hafði loks tekizt að sann- færa danska þjóð um köllunarverk hennar. Svo lengi hafði hann þeytt horn Heimdallar, að tónar þess um síðir bárust þjóðarvitundinni til þess að boða nýjan dag, sjálf- stæða tónlist á þjóðlegum rótum. Enn einu sinni hafði norræn hugs- un sigrað i blóðlausri baráttu fyrir æðsta verðmæti. Svo sem vér Islendingar endur fyrir löngu sóttum sönglegt vega- nesti vort til Weyse og Berggrens, eins getum vér nú litið til þeirra fulllrúa danskrar tónlistar, sem hæst ber. Munurinn á tvennum tím- um er þó auðsær. Fyrrum fluttum vér inn hina dönsku tónlist óbreytta. Vér létum oss nægja, að orðin væru innlend. Nú vitnum vér í hin spak- legu spásagnarorð Helga Helgason- ar og treystum tónrænan sköpunar- mátt vorn af alefli. Því aðeins er lagið Ijóðinu skylt, að hvorttveggia lúti sama uppruna. „íslenzkt" söngvasafn er alls ekki réttnefni á bókum þeim, sem Sigfús Einars- son tók saman handa þjóð vorri til söngs og leiks á sinum tíma; öllu heldur „islenzkl Ijóðasafn með inn- lendum og erlendum lögum". Mað- ur verður ekki Islendingur af því einu að drekka mysu og borða há- karl. Útlent lag verður aldrei ís- lenzkt með því einu að syngja það undir islenzkum orðum. Hér er kominn tími til að spyrna við fæti. Dauft endurskin af þorrinni stefnu getur ekki til lengdar fullnægt þjóð, sem á sinu sviði hefir sýnt, hvers af henni má vænta, þegar henni á öllum sviðum jafnt er vaxinn fisk- ur um hrygg. Og þvi síður finnur hún ánægju í því að taka til upp- fósturs afkvæmi annarra þjóða, sem þegar eru vaxin úr grasi i Framh. á bls. 60.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.