Tónlistin - 01.12.1945, Blaðsíða 40

Tónlistin - 01.12.1945, Blaðsíða 40
70 TÓNLISTIN um örmum og list þeirra þakksamlega þegin. Björgvin Guðmundsson er afkasta- mikill tónhöfundur, sem lagt hefir sér- staka rækt við hin dramatísku kór- söngsform, kantötuna og óratóríuna. Með honum hefst nýtt landnám í sögu islenzkrar tónsmíði, því að hingaíS til hafa tónskáldin gengi'ð brautir hinna smærri forma. Þó má ekki skjóta fram hjá þéirri staðreyiid, að í smáum brotum þróast hugsunin fyrst þar til hún hefir ratað á þjótSrunninn búning. Eitt stærsta verk Björgvins, óratórían „Friður á jörðu", var flutt sem tákn þeirra um- brotatímaj er slotaði hinum geivænlegasta hildarleik, er heimurinn hefir nokkru sinni augum litið, og stundarkyrrð komst á, hvort sem um er að ræða varanlega friðarlausn eða Fróðafrið einungis. Victor Urbantschitsch stóð fyrir þessari upp- færslu og hafði sér til samvinnu bland- aðan kór, hljómsveit, einsöngvara og ein- leikara. Enda þótt miklum kröftum væri hér steypt saman, verður þó tæplega full- yrt, að árangur flutningsins hafi verið hinn bezti, er á varð kosið. Kórinn sýndi ekki þá innlífun, er æskileg hefði verið, og inngrip raddflokkanna voru alls ekki nógsamlega skýr, enda mun stjórnandinn ekki hafa lagt sig svo fram sem nauðsyn- Iegt var. Flutningurinn var því allur með daufara bragði. Albcrt Klahn hafði fært yerkið til hljómsveitarstíls af hinni stök- ustu alúð og nákvæmni, þótt hans þáttur væri hvergi dreginn fram í ummælum dagblaðanna. Að því leyti var verkið í góðum höndum. Einsöng fluttu Ólafía Jónsdóttir, Ingibjörg Steingrimsdóttir, Björg Guðnadóttir, Pétur Jónsson og Ólafur Magnússon. Olafía er ágæt radd- kona, en fullmikið ber á yfirtónum henn- ar, Ingibjörg Ieysti sinn þátt dável áf hendi, en Björg gætti þess ekki nógu vel að fella saman orð og tónhendingar. Hlutverk Péturs lá ekki allskostar við hans hæfi. svo að framsetningin naut sin ekki sem skyldi,' hinsvegar var liður Ólafs hlutfalísle'ga veigameiri, en söngstíll hans er enn of einhæfur svo að vant verður hreimbrigða í meðferð hans, þótt sköru- leg sé á sinn hátt. Einleikur fórst þeim vel Birni Ólafssyni og Heinz Edelstein, og PáU Isólfsson aðstoðaði grandgæfi- lega á orgelið og flutti þess utan einn til- Ijrigðaverk eftir Björgvin í hefðbundnum skreytingastíl kóralsins. Sigfús Einarsson er einn af frum- herjum íslenzkrar tónlistar. Dómkirkju- kórinn undir stjórn Páls ísólfsson- ar tileinkaði honum minningarhljóm- leika með sýnishornum úr tónsmíða- starfi hans. Skiptust þar á kórverk, prg- éllög, einsöngvar og fiðlulög. Sigfús er bundinn gamalli erfðavenju hins róman- tiska stíls með hljómskorðuðum rithætti sparlegrar framvindu. Kórar hans eru ekki byggðir á „pólýfón" röksemdafærslu tónbálksins, held.ur þræða þeir auðsóttar leiðir lagrænnar eftirtektar. Af þessu sprettur nokkur skortur á innri stígandi og ótviræðum hámörkum. Hinsvegar eru einsöngslög hans f astari í mótum. og birta fyrirætlanir hans.á fullkomnara hátt en tíðkazt hefir í íslenzkri sönglagagerð. Hermann Guðmundsson hef ir mjúka rödd, en hann einblínir um of á. einstaka tóna og skeytir minna um Hfræn tengsl hinn- ar söngskráðu linu, svo a'ð fram kemur stöðnun í framrás heildarinnar. Kristín Einarsdóttir hefir góða altrödd, sem þó vantar eilítiÖ meiri sveigjanleik. . Bæði fluttu þau kirkjulög eftir Sigfús. Þórar- inn Guðmundsson lék fiðlulögin með góð- um tón en ónógri festu, Páll Isólfsson flutti orgeleinleik með settri áferð, og Sigurður Isólfsson annaðist undirleik með kóruum. Anna Þórhallsdóttir er ung söng- kona, sem nokkrum sinnum hefir kvatt sér hljóðs á vegum útvarps. Áður en hún hélt utan til söngnáms efndi hún til sjálfstæðra hljómleika til þess að dýpka lauslega kynningu gegnum vél- ræna milliliði. Hún býr 'yfir góðum söngsmekk og he.fir aflað sér tals- vérðrar sjálfsmennlunar, sém glöggt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.