Tónlistin - 01.12.1945, Blaðsíða 6

Tónlistin - 01.12.1945, Blaðsíða 6
36 TÓNLISTIN á þeim stöðum, þar sem laghreyf- ingin og þungi takhlutans leggjast á eitt. Bezt er að byrja með þvi að nota aðeins handmerkin do — mi — sol. Þar með er hægt að útskýra upphaf og endi allra laga, sem not- uð eru við söngkennsluna, og láta svo tónana hljóma saman, svo að fyrsta hugniynd fáist um þríhljóm- inn, undirstöðu allrar nútíma evróp- ískrar tónlistar. Með þvi að skipta um neðsta tóninn i samhljómnum koma fram hljómhvörfin: Do — mi — sol þríhljómur í grunnstöðu (grunnhljómur); mi — sol — do þríhljómur í sexundarstöðu (sext- akkord); sol — do — mi þríhljóm- ur í fersexundarstöðu (kvartsext- akkord). Ef kennt er í bekk, má skipta honuni í þrennt: 1) do-hluti, hinir heimakæru og staðföstu (do er „heimatónninn" óhagganlegi); 2) mi-hluti, hinir tvístígandi en blíð- lyndu (mi hvarflar i mýkt sinni milli do og sol); 3) sol-hluti, hinir her- skáu og djarfmannlegu (sol sækir fast og ákveðið til do). Með þessu móti er mögulegt að skapa heil- brigða og örvandi keppni innan bekkjarins og leyfa hverjum flokki að gegna hlutverki hvers hinna þriggja tóna þríhljómsins. Hvert einasta barn getur lært að syngja lag á sama hátt og það get- ur lært að tala. Þau börn, sem þykj- así vera „laglaus", þjást þvi ekki af neinum líkamsbresti. Þau eru að- eins síðþroska vegna skorts á réttu eða nægilegu samneyti við æskilegt umhverfi söngiðkunar áður en skólaskyldualdri er náð. Mál tón- listarinnar er sjálfkrafa söngur. Það þróast í talfærunum alveg eins og venjulegt talmál. Reifabarnið skynj- ar ýmsa hluti eftir hljóði og tón- hæð, og þar er rödd móðurinnar í fremstu röð. Heyrnarskynjunin er fullvakin eftir fyrstu þrjár vikurn- ar, og uppfrá þeim tíma er tón- hittni eingöngu komin undir því, hve næmt barnið er að líkja eftir þeim tónum, sem berast heyrn þess. Ávönlun „lagleysingjans" á þvi rót sína að rekja til uppeldis en ekki til upplags. Eftirtektarvert er það, að ekki þarf að kenna ungum börn- um hljóðfall. Hin „rhythmiska" til- finning er svo glögg, að líkami þeirra bregzt til andsvara með dansi eða öðrum líkamshreyfingum, er þau heyra taktfasta tóna. Þessi sterka hljóðfallsskynjun minnkar mjög með vaxandi aldri. Af því leiðir þá líka, að ung börn hafa sérstaka á- nægju af þeirri tónlist, sem aðal- lega byggist á greinilegu og ákveðnu hljóðfalli. Fram til níu ára aldurs er ráð- legt að kenna börnunum lög með aðferð eftirlíkingarinnar, þ. e. með því að spila eða syngja lögin þar til þau hafa allskostar náð eftir- tekt barnsins og samlagazt tónminni þess. Lög, sem þannig eru kennd, mætti nefna hermilög. Þegar náð er níu ára aldri, vaknar áhugi á ritun tónsins. Kennarinn ætti ekki að láta undir höfuð leggjast að byrja nú á að útskýra tónletrið. Með nótnaskrift á hann smám saman að venja börnin við að bjarga sér sjálf, er þau læra ný lög. Sé þetta dregið of lengi, Ieikur hætta á, að börnin ætlist til þess að kennarinn hafi á-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.