Tónlistin - 01.12.1945, Blaðsíða 4

Tónlistin - 01.12.1945, Blaðsíða 4
34 TÓNLISTIN una svo sem eðlilegt er,, en hitt er öllu verra, að tilgangurinn er hul- inn kennaranum í fjöldamörgum tilfellum. Afleiðingin af þessu er svo sú, að nemendur i framhalds- skólum hafa ekkert veganesti, sem hægt sé að byggja á. Námið þar fer að miklu leyti í að kenna lög með röddum til samsöngs, og lendir sú tilsögn nær eingöngu i liermi- kennslu, þ. e. a. s. raddirnar eru kenndar með stöðugum endurtekn- ingum eins og eyrað getur bezt tek- ið við. Árangurinn er hörmulega lítill í samanburði við allan þann tima og fé, sem til kennslunnar er varið. Páf agaukskennslan verður nær einráð, vegna þess að nemend- ur eru ólæsir á hið skrifaða tónmál. Tónlistaruppeldi er fólgið í því að efla tónræna heyrn og eigin tóniðk- un. Tónmenntuð getur sú þjóð tal- izt, sem réttilega kann að leggja eyra að samböndum tóna, syngja og bjarga sér á hljóðfæri. Þetta lærist því aðeins, að byrjað sé snemma á að beita eyra, rödd og hendi. Nám, sem þjálfar heyrn einstaklingsins, hljóðmyndun hans og handlagni, verður að teljast þroskandi, að minnsta kosti á móts við aðra þætti uppeldis, sem glæða almennan skilning og minni eingöngu. 1 tónlistarkennslu má gera grein- armun á þrennskonar viðhorfi til kennslunnar og framkvæmd henn- ar: 1) Kennsla, sem miðar að þvi að birta tónlist sem sjálfstæða og einangraða grein til tæknilegs þroska. 2) Kennsla, sem felst í því að hafa um hönd tónlist til tilbreyt- ingar og hvildar einnar frá bókleg- um fögum. 3) Kennsla, sem stefnir að því að sameina tónlistina þjóð- félagslegum, námsiðkunum. - Vandi tónlistaruppeldisfræðinga er fólg- inn, í því að velja þá leið, sem bezt hæfir námsfyrirkomulaginu i heild, með þeim árangri, að nemendurnir hverfi ekki frá tónlistinni, þegar skólanum sleppir, heldur sitji um hvert lækifæri til þess að efla skiln- ing sinn og handleikni. Að sjálf- sögðu verður að leggja áherzlu á nótnalestur. Lestrarþekking er nauðsynleg til þátttöku i öllum skipulögðuni söng, einkum kórsöng, óhjákvæmileg til undirbúnings að hljóðfæraleik og mikilvirkt hjálpar- meðal í mati á tónlist. Það er márg- sannað, að börn hafa ávallt löngun til þess að læra lög vegna orðanna eða tónanna, eða hvorutveggja. Þau hafa ánægju af að kynnast leyndar- máli lestursins, setja saman og ski-ifa upp lög. Þetta gera þau með tvöföld- um áhuga, ef lögin eru sett í sam- band við annað námsefni. Og ein- lægt skyldi það haft í huga, að bezt- ur árangur næst við tónlistar- kennslu, ef gætt er hinna sömu meg- inreglna sem við móðurmáls- kennslu. Byrjandinn á að meðtaka hin fyrstu boðorð með eyra frekar en með auga. Oft hefir það komið fyrir, að barnsröddinni hefir verið mis- þyrmt vegna rangs skilnings á eðli hennar. Hversu oft kemur það ekki fyrir, að barnið beitir of sterkum brjósttónum á háu raddsviði. Barns- röddin á að vera tiltölulega grönn og há, i stað þess að vera lág og hörð. Hér hafa hátalarinn og kvik-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.