Tónlistin - 01.12.1945, Blaðsíða 14

Tónlistin - 01.12.1945, Blaðsíða 14
44 TÓNLISTIN uð krónur í árslaun. Um áramót 1913 lél ég af forsöngvarastarfinu og hélt þá að hausti til Vesturheims. Þar mættu mér ný verkefni. Ferð- aðist ég um í Kanda og Dakota, á vegum Þjóðræknisfélagsins, kenndi unglingum kórsöng og annaðist safnaðarsöng. Var þetta starf eftir annarra umsögn talið fjöregg ís- lenzkrar samheldni og þjóðrækni vestan hafs. Aukastarf mitt var hljóðfærastilling, sem ég síðan hefi stundað. í íslendingahyggðimum liafði ég með höndum harnakóra, blandaða kóra, kvennakóra og karlakóra. Þar kynntist ég fyrst Björgvin Guiðmundssyni tónskáldi og tók við stórum karlakór í Winni- peg, sem hann hafði stofnað. Stóð sönglif Vestur-íslendinga í miklum hlómay og var hljóðfæraleikur mjög úthreiddur. Var dvöl mín þar vestra hin ánæjulegasta, og þar eignaðist ég marga góða vini. Langaði þig samt ekki til þess að snúa aftur heim til ættlandsins? .Tafnvel þótt kynni mín af Vest- ur-íslendinum væru mér mjög hug- stæð, gerði heimþráin oft vart við sig. Og að því kom, að ég hvarf aftur heim, 1933. Tók ég þá aftur upp söngkennslu í þremur barna- skólum og hafði umsjón með kennslunni að nafninu til. Varð ég þó óneitanlega fyrir miklum von- brigðum í þessu starfi, því að mér fannst söngkennslu allri hafa hrak- að mjög frá því fyrr. Þó vil ég skýrt taka fram, að þessi misbrestur var ekki sök kennaranna, heldur staf- aði hann af því fyrirkomulagi, sem allsstaðar ríkti í skólunum. Kenn- ararnir gátu ekki notið sín vegna óhagstæðra skilyrða, og bórnin feng- ust ekki til þess að leggja rækt við þá námsgrein, ^em einskis var met- in. Þau sáu sem eðlilegt var, að hag- ur þeirra í vitnisburði batnaði ekki hið minnsta, þótt þau legðu allt sitt mesta og bezta kapp í söngfræði- námið. Kennararnir voru yfirleitt góðir starfsmenn, en kraftar þeirra nýttust ekki eins vel vegna þessa misræmis í skólareglugjörðinni. Söngkennslan á auðvitað að vera einkannaskyld. Og leggja ber höf- uðáherzlu á nótnalestur og söngpróf á vorin, til þess að efla metnað barnanna. Hvert er álit þitt á nútiðar-söng- mennt Islendinga? 1 hljóðfæraleik verður vart mjög mikilla framfara. Söngurinn hefir hinsvegar, finnst mér, orðið útund- an, og væri æskilegt, að tónlistar- skólinn réði sér sérstaklega góðan kennara í söng. Opinberlega má of t heyra söngmenn misbeita rödd sinni, og er það leiður vottur um ónóga kunnáttu. Blandaðir kórar þurfa að dafna miklum mun bet- ur, en karlakórarnir mega teljast ágætir, þótt í rauninni séu þeir ekki eins fullkomin hljóðfæri. Þó get ég ekki látið hjá líða að minnast á þessar óendanlega mörgu og löngu raddæfingar, þar sem þrástagazt er í sifellu á sömu röddinni, upp aft- ur og aftur, svo sem verið væri að kenna páfagaukum. Slíkt fyrir- komulag er þó, því miður, eðlilegt. þar sem tækifæri til betra undir- búnings bjóðast ekki í uppvexti. Yfirleitt læra hér allt of fáir að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.