Tónlistin - 01.12.1945, Blaðsíða 5

Tónlistin - 01.12.1945, Blaðsíða 5
TÓNLISTIN 35 myndahúsið komið illu til leiöar. Börnin eru látin þenja sina litlu barka i kappi við fullorðið sýning- arsöngfóJk, og þar með fá þau ekki að njóta þess listneista, sem blund- ar i brjósti hvers barns; i smækk- aðri mynd er þar að fiiina fegurðar- tilfinningu hins mikla listamanns. Það sem aðallega greinir barnsrödd frá fulhnótaðri rödd eru yfirtónarn- ir. Söngtónn fullvaxta manns er hlaðinn yfirtónum, sem vísvitandi eru myndaðir til áhrifaauka. Barns- röddin aftur á móti er gjörsneydd þessum yfirtónum, og ekkert er jafn skaðlegt fyrir rödd barnsins eins og líkandeg áreynsla, sem framin er til þess að mynda yfirtóna. Þvi dýpra sem barnið syngur, þvi nær kemst það yfirtónunum. Blær barnsradd- arinnar líkist í sinni eðlilegu mynd einna helzt háum tréblásturshljóð- færum; tónn hennar er bezt mynd- aður án nokkurrar vöðvaspennu í hálsi eða andliti, og hann á að hljóma betur á hásviði en lágsviði. Tónn barnsins er því í rauninni ljós, auðveldlega og léttilega myndaður höfuðtónn; blærinn er þýður, allhár og frekar veikur en sterkur. Slæm tóngæði eiga oft rót sína aS rekja til of lágrar tóntegundar. Al- kunn er sú regla kórstjóra að hækka um hálfan eða heilan tón lag, sem hættir til að falla í flutningi. Hækk- unin veldur því yfirleitt, að lagið heldur hæð sinni til enda og verður hvergi óhreint. Þegar kenna á nem- endum lag, er oft gott að hækka lag- ið smátt og smátt. Við það vinnst tvennt. Kennarinn lætur nemend- urna syngja á öllum bálftónum tón- stigans og liðkar þar með söngferð þeirra, og sjálfur getur hann prófað, í hvaða hæð lagið hljómar bezt. Ef kennt er að lesa nótur um leið og lagið er kennt, er æskilegt, að svið lagsins 'fari ekki út fyrir takmörk nótnastrengsins. En verði þeirri reglu ekki fylgt af tæknilegum á- stæðum, skyldi heldur hækka lag- ið en Iækka, því að tiltölulega minni hætta stafar börniun af því að syngja á frekar háu sviði en mjög lágu. Söngkennarar munu margir nota latnesku samstöfurnar við kennslu: do, re, mi, fa, sol, la,.si, do. Til þess að gera þessi nöfn minnisstæðari, eru notuð merki, sem táknuð eru með hægri hendi, sérstakt hand- merki fyrir hverja nótu: Do — lok- aður lófi, handarbak upp (frum- tónn eða tóníka, sýnir festu). Re — opinn lófi, fingur hallast upp á við (annar fortónn eða dóminant, hvarflandi, leitar annaðhvort til do eða mi). Mi — opinn lófi láréttur (svífandi hvíldarstaða mitt á milli do og sol). Fa — lokaður lófi með útréttum vísifingri, sem bendir nið- ur á við (udirfortónn eða súbdómin- ant, leitar niður til mi). Sol ¦— op- inn lófi lóðréttur, þumalfingur upp (fortónn eða dómínant, einarðleg- ur, leitar til do fyrir ofan eða neð- an). La — opinn lófi, fingur hall- ast niður á við (leitar til sol eða do). Si — lokaður lófi með útréttum vísi- fingri, sem bendir upp á við (leið- sögutónn, sem leitar til do). ¦— Þessi handmerki gefa einkar vel í skyn þýðingu bvers tóns. Kemur þessi stefnuhneigð tónanna berlega í ljós
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.