Bændablaðið - 15.11.2012, Qupperneq 7

Bændablaðið - 15.11.2012, Qupperneq 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 2012 7 Hinn 8. október var hin árlega hrútasýning Fjárræktarfélags Öngulsstaðahrepps haldin í fjárhúsunum á Svertingsstöðum. Að venju var keppt í flokki lambhrúta og flokki veturgamalla hrúta. Nokkuð góð mæting var af hrútum og tölverður fjöldi sauðfjáráhugamanna mættu á svæðið til að fylgjast með herlegheitunum. Dómarar voru sem fyrr þeir félagar Sigurður Þór Guðmunds- son, ráðunautur hjá Búgarði ráðgjafarþjónustu á Norðausturlandi, og Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi á Grýtubakka og formaður Lands- sambands sauðfjár bænda. Stubbur fremsti veturgamli hrúturinn Úrslitin voru þau að í flokki veturgamalla hrúta var Stubbur 11-626 frá Svertingsstöðum 2 efstur. Stubbur er undan Hlekk frá Árbæ en Stubbur er fæddur á Heydalsá hjá Guðjóni bónda þar á bæ. Annar var Örvar 11-022 frá Svertingsstöðum 1 undan Boga 04-814 og þriðji var Röskur 11-622 frá Svertingsstöðum 2 undan Boga 04-814. Það má því segja að Bogi sé að skila góðum árangri í ræktunarstarfinu, sé tekið mið af þessum dómum. Lambhrútur undan Sigurfara frá Smáhömrum efstur Í flokki lambhrúta var efstur lamb nr. 1 frá Svertingsstöðum 2 undan Sigurfara 09-860 frá Smáhömrum. Annar var lamb nr. 139 frá Svertings stöðum 2 undan Ljúf 08-859 frá Árbæ og þriðji var lamb nr. 31 frá Svertingsstöðum 2 sem er í eigu Einars Gíslasonar á Brúnum. Sá lambhrútur er undan Svala 10-862 frá Melum. ó að sláturtíð sé að baki ber svo við að naumt er um „nýmeti“ í þessum þætti. Illviðri genginna daga hefur ekki fært mér neitt í símann og svo er Pétur Ingvi Pétursson erlendis og tímir ekki að senda mér vísur. Því verður kafað í koffort fyrri ára. Jón K. Jóhannesson vökumaður á Nýja Kleppi orti næstu þrjár vísur til samverkakonu: Ef ég horfi á hana, ég finn þá mér stendur ekki á sama um hana einkum sé ég kenndur. Hvað hún er æst og kossaheit, hvergi fann ég slíka. Ég hef reynt þær austur í sveit og fyrir vestan líka. Ég bið Guð að gæt‘ennar gjálífis við pyttlu. Þær verða sumar vanfærar af voðalega litlu. Stundum hafa vísnagátur hreyft við lesendum. Birti hér eina eftir Einar Guttormsson: Á ýmsum leiðum borgast best, á bæi nokkra er það fest, í skiptum manna hrósið hlaut, handarstyrks og vana naut. Sigurður Breiðfjörð orti næstu tvær vísur eftir því sem heimildir herma, en meira hefur hann þó lagt í seinni vísuna, sem er hringhend sléttubandavísa: Ég fór inn í Innstabæ, og upp á loft hjá konum. Þar ég stundum felur fæ fyrir stórviðronum. Lætur hlýna manni mær, mætur sýnist friður. Nætur dvína þannig þær þrætur týnast niður. Guðrún Þórðardóttir frá Vals- hamri orti næstu vísu. Svipað hefur mörgum bóndanum verið farið við leitir nýliðinna daga: Þegar ég er mædd og móð mínum yfir kindum, oft til hægðar yrki ég ljóð ein á fjallatindum. Guðmundur Jónsson skósmiður á Selfossi orti næstu þrjár vísur um þeirrar tíðar tískudrósir: Nælonsokka niftin fríð, nætur þokkagyðja, á lofnarbrokki, ljúf og þýð, lætur í rokk sig styðja. Flott ef klæðist faldagná, fínan smekk svo næri, oftast pilsin eru þá uppi á miðju læri. Ofar færist faldurinn á frökenunum glöðum. Óðum styttist áfanginn upp að Helgastöðum. Næstu tvær snilldarvísur eru eftir Guðrúnu K. Benónýsdóttur búsetta á Hvammstanga: Oft ég sveina fer á fund, frá því greina sögur. Veitir einatt unaðsstund ástin hrein og fögur. Sífellt mætir sorgin mér, samt ei græt né kvarta, henni sæti ætlað er innst við rætur hjarta. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com Líf og starf MÆLT AF MUNNI FRAM Þ Hrútasýning Fjárræktarfélags Öngulsstaðahrepps: Svertingsstaðahrútarnir röðuðu sér í öll efstu sætin í báðum flokkum Nýstárlegar sultur og prjónagraff Árleg sultukeppni sem fór fram á Safnahelginni 2.-4. nóvember í Bjarkarhóli í Reykholti fór vel fram. Dómarar voru Hallgrímur Magnússon læknir, Ragnhildur Þórarinsdóttir, garðyrkjumeistari á Flúðum, og Sölvi Hilmarsson, matreiðslumeistari á Sólheimum. Verðlaun fyrir bestu sultuna fékk Sigurlaug Jónsdóttir fyrir hollustusultuna Sigurjón Sæland og fyrir nýstárlegustu sultuna fékk Bergþór G. Úlfarsson verðlaun. Sulta Sigurlaugar var úr berjum úr garð- inum; sólberjum, hindberjum, jarðar- berjum og rifsberjum. Sigurjóns sulta var gerð úr aðalbláberjum og Bergþórs var úr stikkilsberjum og rósanýpum úr garðinum. Einnig voru veitt verðlaun fyrir þátttöku í prjónagraffverkefninu sem byrjaði í mars síðastliðnum þegar prjónað var utan um ljósastaurana í Reykholti. Verðlaun fyrir frumlegasta graffið fékk Sigurlaug Jónsdóttir en hún prjónaði utan um ljósastaurana sitt hvoru megin við húsið þeirra Hallgríms á Bjarkarbraut karl og konu sem tákna þau hjónin, hann með hlustunarpípuna og hún með prjónana. Sú langafkastamesta var Inga Ósk Jóhannsdóttir í Kistuholti en hún prjónaði og heklaði utan um hvorki meira né minna 72 staura. /ehg Sigurvegararnir í sultu- og prjóna- graffkeppninni. Sitjandi, frá vinstri, eru Hallgrímur, Ragnhildur og Sölvi en aftan við þau eru Bergþór, Sigur- laug, Inga Ósk og Sigurjón. Efstu veturgömlu hrútarnir; lengst til vinstri er Stubbur sem Hörður Guðmundsson heldur í, þá kemur Örvar sem Gunnar Haraldsson heldur í og loks Röskur og Ingvi Guðmundsson. Til hliðar má sjá húskarlinn á Höfða og Guðmund á Fagrabæ. Efstu lambhrútar; frá vinstri Hörður Guðmundsson með lamb nr. 1, Hákon B Harðarson með lamb nr. 139 og Einar Gíslason með lamb nr. 31. Á milli Harðar og Hákonar má sjá Svein á Vatnsenda. Kátt var á hjalla í fjárhúsunum þetta kvöld.Mikið var þuklað og fólk fylgdist spennt með. Sveinn á Vatnsenda og Þröstur á Gilsbakka fara yfir málin. Hermann í Klauf útskýrir fyrir Sigfúsi á Ytra-Hóli og Ingólfi á Uppsölum hvað verið sé að mæla með ómsjánni. Mikil ásókn hefur verið í að koma hrossum til slátrunar hjá SS á Selfossi að undanförnu og langur biðlisti. „Það er rétt að það eru æði mörg hross á biðlista eins og er, þrátt fyrir að við höfum undan- farnar vikur og mánuði slegið öll okkar fyrri met í slátrun hrossa,“ sagði Guðmundur Svavarsson, framleiðslustjóri á skrifstofu SS á Hvolsvelli. „Við munum bæta enn frekar í hrossaslátrun nú þegar sauðfjár- slátrun er afstaðin og ég á ekki von á að biðlistinn endist okkur mikið fram yfir áramót. Mest eftirspurn er eftir kjöti af feitum og stórum hrossum, en við erum með viðskiptavini í Sviss, Rússlandi og Japan, auk innanlands- markaðsins. SS greiðir bændum (HRIA-flokkur) 145 kr./kg staðgreitt á föstudegi eftir innleggsviku.“ /MHH Hundruð hrossa bíða slátrunar hjá SS á Selfossi: Búið að slá öll fyrri met í hrossaslátrun – mest eftirspurn eftir kjöti af feitum og stórum hrossum segir framleiðslustjóri hjá SS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.