Bændablaðið - 15.11.2012, Qupperneq 12

Bændablaðið - 15.11.2012, Qupperneq 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 201212 Fréttir Vefsíða Fálkaseturs Íslands formlega opnuð: Aukið framboð á náttúru- tengdri afþreyingu Vefsíða Fálkaseturs Íslands var opnuð formlega á dögunum með athöfn í Gljúfurstofu, sem er gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs í Ásbyrgi, en fálkasetrið sjálft var stofnað á sama stað í mars á síðastliðnu ári. Á vefsíðunni er margvíslegar upplýsingar að finna, fróðleiksmolar um fálkann og rjúpuna og rannsóknir á þessum tveimur fuglum. Þá er fjallað um verndun fálka auk þess sem upplýsingar eru um Theodór Gunnlaugssonar í Bjarmalandi, en Fálkasetrið er tileinkað minningu hans. Viljum auka þekkingu og virðingu fyrir fálkanum Hjörleifur Finnsson, for maður stjórnar Fálkaseturs Íslands og þjóðgarðsvörður Vatnajökuls þjóðgarðs á Norðursvæði, segir að Fálkasetrið hafi sett sér metnaðarfull markmið til framtíðar, en stefnt sé að því að setrið verði helsti miðlari vísindalegrar þekkingar og vöktunar á fálka- og rjúpnastofninum til almennings hér á landi „Við höfum einnig hug á að auka þekkingu og virðingu almennings á fálkanum, lifnaðarháttum hans, vistfræði og tengslum hans við aðrar fuglategundir,“ segir Hjörleifur og bætir við að eins sé ætlunin að halda uppi lifandi starfsemi þar sem tengsl vísindalegrar þekkingar og menningar séu í hávegum höfð. „Við höfum einnig sett okkur það markmið að skapa atvinnu í kringum þetta og hafa jákvæð áhrif á samfélagið,“ segir hann. Fálkasetrið var formlega stofnað í Ásbyrgi í byrjun mars í fyrra og byggir það á fjórum meginþáttum að sögn Hjörleifs. Fyrir það fyrsta á að nýta einstakar aðstæður í Ásbyrgi og Jökulsárgljúfrum til að fræða almenning um íslenska fálkann, lifnaðarhætti hans og tengsl við aðrar tegundir og þá sérstaklega rjúpuna. „Með stofnun setursins aukum við einnig framboð á náttúrutengdri afþreyingu og komum til móts við vaxandi áhuga almennings á fuglaskoðun,“ segir Hjörleifur, en samtökin Fuglastígur á Norð- austurlandi tóku ásamt fleirum þátt í undirbúningi að stofnun Fálkasetursins. Setrinu er einnig ætlað að stuðla að verndun íslenska fálkastofnsins með aukinni fræðslu og miðlun vísindalegrar þekkingar á tegundinni. Kjöraðstæður í Jökulsárgljúfrum til að fræða um fálka Hjörleifur segir að í Gljúfurstofu, gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs í Ásbyrgi, sé aðstaða til að koma upp fræðslu um fálkann og tengja hana við aðra fræðslu sem þjóðgarðurinn veiti. Þá nefnir hann að unnt sé að nýta kjöraðstæður Jökulsárgljúfra til að fræða gesti um fálka og sýna hann í náttúrulegu umhverfi, en slíkt sé gert með öflugum sjónaukum, undir eftirliti sérfræðinga, án þess að trufla fuglana. Fuglaskoðarar og fuglaáhugamenn hafa í auknum mæli sóst eftir að sjá fálkann í náttúrulegu umhverfi og segir Hjörleifur aðstæður hvergi betri til slíks en í Jökulsárgljúfrum. „Eitt af markmiðum Fálkaseturs- ins er einmitt að hagnýta náttúrulega sérstöðu Norðausturlands varðandi þessar fuglategundir, fálkann og rjúpuna, og lengja þar með dvöl ferðamanna á svæðinu, en það kemur samfélaginu hér um slóðir öllu til góða. Við vonumst til þess að með tilkomu Fálkasetursins muni ferðamönnum í Norður-Þingeyjarsýslu fjölga, sem aftur hefur jákvæð áhrif á ferðaþjónustu á svæðinu,“ segir Hjörleifur. Næstu skref Fálkasetur Íslands er alfarið rekið af styrkjum og því háð velvilja stofnana, fyrirtækja og almennings. Að sögn Hjörleifs komu fjölmargir að uppsetningu vefsíðunnar, gáfu myndir og vinnu. Stærst var þó framlag Vina Vatnajökuls, hollvinasamtaka Vatnajökulsþjóðgarðs, sem styrktu samtökin til vefsíðugerðarinnar með 1.400.000 króna framlagi. „Vil ég nota tækifærið og þakka þeim öllum,“ segir hann. Um næstu skref í starfi fálka- setursins segir Hjörleifur: „Við munum halda áfram að byggja upp það fræðslustarf sem þegar er hafið, fara í göngur um fálkaslóðir og betrumbæta heimasíðuna. En næsta stóra verkefni er uppsetning sýningar í vannýttu rými Gljúfrastofu og erum við þegar byrjuð að sækja um styrki til þess.“ Styrkjaumhverfi á Íslandi segir hann þó ekkert allsnægtaborð „og því verðum við að líta á uppbyggingu Fálkasetursins sem langtímaverkefni meðan Alladín kemur ekki með lampann sinn“. Theodór frá Bjarmalandi Fálkasetrið er sem fyrr segir tileinkað minningu Theodórs Gunnlaugssonar frá Bjarmalandi í Öxarfirði, en hann var náttúruskoðari, veiðimaður og rithöfundur. Um hann má lesa á vefsíðu Fálkaseturs. Theodór fæddist á heiðarbýlinu Hafurstöðum í Öxarfirði hinn 27. mars 1901, en Hafurstaðir eru í næsta nágrenni við Jökulsárgljúfur. Theodór var mikið náttúrubarn og beindist áhugi hans einkum að öllu því sem tengdist náttúrunni og verndun hennar. Frá gljúfrum Jökulsár aflaði hann sér ómældrar þekkingar á náttúru landsins, en enginn þekkti svæðið meðfram Jökulsá eins vel og hann. Hann fylgdist glöggt með atferli dýra og voru fálkinn og rjúpan honum afar hugleikin. Einnig þekkti hann vel til refa, en hann stundaði refaveiðar um árabil. Theodór var sískrifandi og var honum mikið í mun að miðla af þekkingu sinni um náttúruna. Eftir hann liggja þrjár bækur, fjöldi greina sem birtar voru í ýmsum tímaritum, óbirt efni og sendibréf. „Til gamans má geta þess að Theodór skrifaðist á við yfir 800 einstaklinga í yfir 3.000 bréfum og að hann tók afrit af því sem hann sendi frá sér. Þarna liggur því sannkallaður fjársjóður fyrir verkefnalausa sagnfræðinga,“ segir Hjörleifur. /MÞÞ Útilegukindur úr Eyjafjarðardölum með mestan fallþunga haustsins hjá SAH – Fullorðin ær vóg 50,4 kg og tveir lambhrútar hennar voru 33 og 29,4 kg Bændur í Eyjafirði fóru í leiðangur á dögunum til að handsama útilegukindur sem hafst hafa við í nokkur ár inni í Eyjafjarðardölum. Höfðu þeir níu kindur upp úr krafsinu, þar af þrjá rígfullorðna hrúta og einnig fullorðnar ær með lömbum. Leiðangursmenn voru þrír, þeir Birgir Arason bóndi í Gullbrekku í Eyjafjarðarsveit, Hákon Bjarki Harðarson á Svertingsstöðum og Jónas Vigfússon, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar, sem fylgir greinilega vel eftir hlutverki sínu hvað varðar fjallskilamál í sinni sveit. Ekki þurfti því þyrlu með vopnuðum mannskap til að ná þessu fé eins og villifénu í Tálkna fyrir nokkrum árum. Allt féð var ómarkað Allar kindurnar sem þeir náðu voru ómarkaðar, bæði þær fullorðnu og lömbin. Það bendir til þess að féð hafi verið búið að hafast þarna við í þó nokkur ár. Afurðamesta féð hjá SAH Var féð sent til förgunar eins og reglur kveða á um varðandi ómarkað fé. Þar á meðal var tvílembd ær, sem samkvæmt Birgi Arasyni í Gullbrekku í Eyjafjarðarsveit reyndist skila mestum afurðum haustsins í sláturhúsi SAH afurða á Blönduósi. Skrokkurinn af ánni sjálfri vóg 50,4 kg en tvílembingshrútarnir undan henni skiluðu annars vegar 33,0 kg skrokk sem flokkaðist í U5 og hins vegar 29,4 kg skrokk sem flokkaðist í U4. Til samanburðar hefur Bænda- blaðið birt fréttir á liðnum vikum af sérlega vænu fé víða af landinu. Þar má nefna tvö lömb frá Fossi í Arnarfirði, annað vóg 30,4 kg og hitt 30,6 kg. Þá var einnig sagt frá Ými, konungi lambanna í Stykkishólmi, sem vóg 74 kg þegar hann kom af fjalli í haust. Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn við Ísafjarðardjúp, upplýsti blaðið svo um tvo lambhrúta sem hvor um sig vógu 72 kg við komuna af fjalli og reyndust svo hafa 29 og 29,6 kg fallþunga í sláturhúsinu á Blönduósi í haust. Þá var meðalfallþungi á lömbum frá Indriða bónda á Skjaldfönn 20,8 kg. /GEH/HKr. Útilegufé í Eyjafjarðardölum. Kindin fremst á myndinni er ekki dauð eins og halda mætti, heldur þverskallaðist hún bara við að verða rekin heim og lagðist fyrir þarna. Fjær sést Jónas Vigfússon, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar, með sannkallað þungaviktarfé fyrir neðan sig. Þessar kindur voru líklega að komast í návígi við menn í fyrsta skipti á ævinni og hafa því lítinn áhuga haft á að láta reka sig eins og einhverjar ómerkilegar rollur í rétt. Myndir / Hákon Bjarki Harðarson draga sig mótþróalaust til byggða. Birgir Arason að leita að útilegufé í Hraunárdal. Ef myndin prentast vel má sjá þrjár kindur ofarlega í gilinu. Fálki gefur ungum að éta. Mynd / Daníel Bergman
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.