Bændablaðið - 15.11.2012, Qupperneq 52

Bændablaðið - 15.11.2012, Qupperneq 52
53Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 2012 Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 29. nóvember Bækur Sögufélag Ísfirðinga hefur gefið út bókina Flogið til Ísafjarðar eftir Jón Pál Halldórsson. Þarna er á ferðinni afar áhugavert rit sem lýsir hinum stórstígu framförum í samgöngumálum Ísfirðinga og reyndar Íslendinga allra á öldinni sem leið með tilkomu farþegaflugsins. Rakin er í stórum dráttum saga flugsins hér á landi eftir stofnun Flugfélags Íslands 1919 og flugsamgangna út frá Reykjavík og ekki síst hvað varðar sjúkraflug. Flugfélag Ísalnds stundaði einmitt farþegaflug til Ísafjarðar, fyrst á flugbátum og síðar á öðrum flugvélum eftir opnun flugvallarins á Ísafirði árið 1963. Félagið hóf reglubundið farþega- og póstflug til Ísafjarðar árið 1928 og var fyrsta ferðin undir stjórn Alexanders Jóhannessonar á Súlunni hinn 4. júní það ár. Var lent á Pollinum og var Alexander og félögum fagnað mjög af Ísfirðingum, sem skáluðu við þá í kampavíni. Þess má til gamans geta að höfundur bókarinnar var afgreiðslumaður Flugfélags Íslands á Ísafirði þegar félagið opnaði afgreiðslu á staðnum árið 1949. Flugfélag Íslands og um tíma Flugfélag Akureyrar voru þó ekki ein um hituna í flugmálum hér á landi nema til 1944 þegar flugfélagið Loftleiðir var stofnað. Þann 6. apríl 1944 hófu Alfreð Elíasson og Kristinn Olsen fyrsta farþegaflug Loftleiða til Ísafjarðar á Stinson-flugvél á flotholtum og tók flugið fram og til baka milli Reykjavíkur og Ísafjarðar nærri þrjár klukkustundir. Í framhaldinu var einnig flogið á Grumman- flugbátum Loftleiða. Jón sagði athyglisvert að skoða þessa flugsögu í ljósi þess hvað hún væri í raun stutt. „Þetta byrjaði í raun ekki af krafti fyrr en um 1950 svo þetta eru ekki nema um 60 ár.“ Þessi bók Jóns Páls er full af fróðleik og er skemmtileg samantekt heimilda úr sögu flugsamgangna á Íslandi. Höfundur hefur áður skrifað bækur um ísfirskt atvinnulíf á fyrstu áratugum lýðveldistímabilsins sem innihalda afar merkilegar heimildir frá þeim tíma. Þær heita Frá línuveiðum til togveiða, Fiskvinnsla í sextíu ár og Kaupmaður á hverju horni. Eru allar þessar bækur athyglisvert framtak sem áhugafólk um atvinnu sögu og mannlíf á Ísafirði ætti ekki að láta framhjá sér fara. Reyndar sagði Jón Páll í samtali við blaðamann að bókin Frá línuveiðum til togveiða væri algjörlega uppseld. Það er því enn meiri ástæða fyrir fólk til að drífa sig að nálgast nýju bókina og hinar tvær áður en þær seljast upp. „Þetta eru orðnar þúsund blaðsíður í það heila og nú er ég hættur,“ segir Jón Páll Halldórsson. „Ég gerist gamall eins og Marteinn vinur minn Davíðsson sagði.“ /HKr. Flogið til Ísafjarðar Junkkari sturtuvagnar Til afgreiðslu af lager 10 tonna sturtuvagn á kr. 1.190.000,- án vsk. ( kr. 1.493.450,- m/vsk.) 13 tonn asturtuvagn á kr. 1.490.000,- án vsk. (kr. 1.869.950,- m/vsk.) Aukabúnaður: Upphækkanir á skjólborð. Dalvegur 6-8 201 Kópavogur Sími 535 3500 www.kraftvelar.is kraftvelar@kraftvelar.is S K E S S U H O R N 2 01 2 Úr hugarheimi er safn hugleiðinga Bjarna E. Guðleifssonar, náttúrufræðings á Möðruvöllum. Hugleiðingarnar eru um margvís leg efni, svo sem tímann, frelsið, m e ð a l m e n n s k u n a , fegurð, erfðir, menn- ingu og girðingar. Sumar þeirra eru alvarlegar, aðrar í léttari kantinum, og vafalítið finnur margur þarna eitt- hvað við sitt hæfi. Ritið er jafnframt afmælisrit Bjarna, en hann varð sjötugur í sumar. Úr hugarheimi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.