Bændablaðið - 15.11.2012, Qupperneq 54

Bændablaðið - 15.11.2012, Qupperneq 54
55Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 2012 Draghálsi 14 - 16 110 Reykjavík Sími 4 12 12 00 www.isleifur.is Fjölgun refa og fjárframlög til refaveiða er dæmi um það mikla skilningsleysi sem ríkir hjá u m h v e r f i s - ráðherra fyrir hönd Vinstri grænna þegar kemur að mál efnum lands byggðar og land- búnaðar. Það er staðreynd að ref hefur fjölgað gríðarlega á landinu með tilheyrandi neikvæðum áhrifum. Víða er orðið lítið mófugla líf og dýr bítum fjölgar, líkt og óveðrið í haust sýndi okkur. Þrátt fyrir stefnu ríkis stjórnarinnar virðist skilningur einstakra stjórnar liða vera að aukast á mikilvægi þess að efla refaveiðar og endur skipuleggja þær. Vilja friða ref Fátt bendir til annars en að ríkisstjórnin með umhverfisráðherra í stafni vilji friða refi. Í umræðum um refaveiðar á Alþingi nýlega sagði umhverfisráðherra að ekkert lægi fyrir um áhrif refaveiða á fuglalíf og dýrbitið fé og rannsaka þyrfti málið frekar. Í ljósi mikillar umræðu um fjölgun refa væri hins vegar búið að skipa sérstaka nefnd til að fara yfir hvort bregðast þyrfti við. Í fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram á fyrsta ári ríkisstjórnarinnar hafði umhverfisráðherra tekið út fjárveitingar til refaveiða. Fjárlaganefnd ákvað hins vegar að setja aftur inn fjárveitingu til refaveiða. Rökin voru m.a. að virðisaukaskattur af refaveiðum hefði, vegna mótframlags frá sveitarfélögum, verið hærri en fjárframlag ríkisins. Fjárlaganefnd beindi þeim tilmælum jafnframt til ríkis stjórnarinnar að endurskipuleggja refaveiðar á landsvísu og leggja fram tillögur við næstu fjárlagagerð. Ári síðar var umhverfisráðherra aftur búinn að strika þennan lið út úr fjárlögum og hafði þá fengið nægilega marga þingmenn í lið með sér. Skynsemin sigrar að lokum Eftir því sem fjallað er meira um málið og fréttum af dýrbitnu fé og fækkun fugla fjölgar hafa einstakir stjórnarliðar lýst vilja til að endurskoða ákvörðun umhverfisráðherra. Sem dæmi eru nokkrir stjórnar liðar meðflutningsmenn þingsályktunar- tillögu sem undirritaður hefur lagt fram og snýst um að endurskoða skipulag refaveiða. Í mjög mörgum umsögnum landsbyggðar sveitarfélaga um fjárlagafrumvarp 2013 er fjárlaganefnd hvött til þess að setja inn fjármagn til refaveiða. Formaður fjárlaganefndar lét hafa eftir sér nýverið á Alþingi að þetta mál væri til skoðunar í fjárlaganefnd og hans vilji stæði til að endurskoða málið við afgreiðslu fjárlaga 2013. Á meðan öfgarnar ráða för fjölgar refnum áfram, fugli fækkar og dýrbitið fé verður algengari sjón. Skynsemin mun sigra öfgarnar í þessu líkt og öðru, það er spurning hvort það gerist við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2013 eða með alþingiskosningum í apríl á næsta ári. Ásmundur Einar Daðason Alþingismaður Framsóknarflokksins Refaveiðar – Fleiri vilja breytingar Ásmundur Einar Daðason Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Dreift í 25 þúsund eintökum á 340 dreifingarstaði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.