Fréttablaðið - 28.09.2012, Side 53

Fréttablaðið - 28.09.2012, Side 53
FÖSTUDAGUR 28. september 2012 29 Vegglistaverkið Ræktaðu garðinn þinn var afhjúpað við Seljaveg 32 í gær, en þar eru vinnustofur Sambands íslenskra myndlistar- manna til húsa. Verkið er eftir þau Söru Riel og Davíð Örn Hall- dórsson og var unnið fyrir Sam- band íslenskra myndlistarmanna með stuðningi menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborg- ar. Sara og Davíð unnu verkið í nánu samstarfi. Ekki var stuðst við nákvæmar vinnuteikningar heldur var hugmyndin rædd í grófum dráttum en framvindan látin ráðast við gerð verksins og má því því segja að verkið hafi vaxið líkt og gróðuróreiða og listamennirnir þannig ræktað garðinn í sínum skilningi. Sara og Davíð Örn hafa verið ötul í sýningarhaldi bæði hér- lendis sem erlendis. Davíð er málari sem notar gjarnan sýning- arrýmið sem striga. Sara vinnur með ýmsa miðla og hefur einbeitt sér að veggverkum undanfarin misseri. Vegglistaverk afhjúpað á Seljavegi HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 28. september ➜ Sýningar 16.00 Sigurborg Jóhannsdóttir opnar sýningu sína BLÁR á Skörinni, Aðal- stræti 10. Á sýningunni eru myndir unnar á tré með blandaðri tækni. ➜ Hátíðir 14.00 Reykjavík International Film Festival er fullu fjöri í Reykjavík. Dagskrá má nálgast á heimasíðunni http://riff. is/schedule. ➜ Tónlist 16.00 Uni og Jón Tryggvi spila á Súfist- anum Hafnarfirði. Leikin verða lög af nýrri plötu þeirra í bland við gamalt efni. 21.00 Hljómsveitin Tilbury fagnar haustinu með tónleikum á Café Rosen- berg. Dúettinn Orfia mun lhita upp. Miðaverð er kr. 1.500. 23.00 Ingvar Valgeirsson skemmtir á Ob-La-Dí-Ob-La-Da Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Haldinn verður opinn fundur um átökin í Sýrlandi í stofu 101 í Odda. Dr. Joseph Maïla, yfirmaður stefnumót- unar í franska utanríkisráðuneytinu heldur erindi. Fundurinn fer fram á ensku. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is LISTIN VEX Sara og Davíð Örn létu fram- vindu verksins ráðast á meðan það var í vinnslu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sýning þýsku listakonunnar Ulrike Ottinger var opnuð í and- dyri Norræna hússins í gær en hún er hluti af sérviðburðum RIFF. Ottinger vinnur jöfnum höndum með ólíka miðla, til dæmis ljós- myndir, innsetningar og kvik- myndagerð. Ottinger hefur ferðast um allan heiminn og ljósmyndar það sem fyrir augu ber og setur í framand- legt en jafnframt kunnuglegt sam- hengi, þar sem mörk hins skáldaða og raunverulega verða oft óljós. Mynd hennar, UNTER SCHNEE, verður sýnd á RIFF í Norræna húsinu 3. október og tekur Ottinger þátt í umræðum að lokinni sýningu. Sýningin í Nor- ræna húsinu stendur til 7. október. - bs List á mær- um landa og miðla ULRIKA OTTINGER NÝ KILJA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.