Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.09.2012, Qupperneq 53

Fréttablaðið - 28.09.2012, Qupperneq 53
FÖSTUDAGUR 28. september 2012 29 Vegglistaverkið Ræktaðu garðinn þinn var afhjúpað við Seljaveg 32 í gær, en þar eru vinnustofur Sambands íslenskra myndlistar- manna til húsa. Verkið er eftir þau Söru Riel og Davíð Örn Hall- dórsson og var unnið fyrir Sam- band íslenskra myndlistarmanna með stuðningi menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborg- ar. Sara og Davíð unnu verkið í nánu samstarfi. Ekki var stuðst við nákvæmar vinnuteikningar heldur var hugmyndin rædd í grófum dráttum en framvindan látin ráðast við gerð verksins og má því því segja að verkið hafi vaxið líkt og gróðuróreiða og listamennirnir þannig ræktað garðinn í sínum skilningi. Sara og Davíð Örn hafa verið ötul í sýningarhaldi bæði hér- lendis sem erlendis. Davíð er málari sem notar gjarnan sýning- arrýmið sem striga. Sara vinnur með ýmsa miðla og hefur einbeitt sér að veggverkum undanfarin misseri. Vegglistaverk afhjúpað á Seljavegi HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 28. september ➜ Sýningar 16.00 Sigurborg Jóhannsdóttir opnar sýningu sína BLÁR á Skörinni, Aðal- stræti 10. Á sýningunni eru myndir unnar á tré með blandaðri tækni. ➜ Hátíðir 14.00 Reykjavík International Film Festival er fullu fjöri í Reykjavík. Dagskrá má nálgast á heimasíðunni http://riff. is/schedule. ➜ Tónlist 16.00 Uni og Jón Tryggvi spila á Súfist- anum Hafnarfirði. Leikin verða lög af nýrri plötu þeirra í bland við gamalt efni. 21.00 Hljómsveitin Tilbury fagnar haustinu með tónleikum á Café Rosen- berg. Dúettinn Orfia mun lhita upp. Miðaverð er kr. 1.500. 23.00 Ingvar Valgeirsson skemmtir á Ob-La-Dí-Ob-La-Da Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Haldinn verður opinn fundur um átökin í Sýrlandi í stofu 101 í Odda. Dr. Joseph Maïla, yfirmaður stefnumót- unar í franska utanríkisráðuneytinu heldur erindi. Fundurinn fer fram á ensku. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is LISTIN VEX Sara og Davíð Örn létu fram- vindu verksins ráðast á meðan það var í vinnslu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sýning þýsku listakonunnar Ulrike Ottinger var opnuð í and- dyri Norræna hússins í gær en hún er hluti af sérviðburðum RIFF. Ottinger vinnur jöfnum höndum með ólíka miðla, til dæmis ljós- myndir, innsetningar og kvik- myndagerð. Ottinger hefur ferðast um allan heiminn og ljósmyndar það sem fyrir augu ber og setur í framand- legt en jafnframt kunnuglegt sam- hengi, þar sem mörk hins skáldaða og raunverulega verða oft óljós. Mynd hennar, UNTER SCHNEE, verður sýnd á RIFF í Norræna húsinu 3. október og tekur Ottinger þátt í umræðum að lokinni sýningu. Sýningin í Nor- ræna húsinu stendur til 7. október. - bs List á mær- um landa og miðla ULRIKA OTTINGER NÝ KILJA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.