Fréttablaðið - 29.09.2012, Page 2

Fréttablaðið - 29.09.2012, Page 2
29. september 2012 LAUGARDAGUR2 SAMKEPPNI Haustið í allri sinni lita- dýrð og fegurð er þema ljósmynda- samkeppni sem Fréttablaðið efnir til meðal lesanda sinna. Þeir eru hvatt- ir til að senda sem fjölbreytilegastar myndir af viðfangsefnum sem tengj- ast haustinu með einum eða öðrum hætti. Besta myndin verður birt á forsíðu Fréttablaðsins og aðrar verðlauna- myndir inni í blaðinu. Þá fær mynda- smiður bestu myndarinnar 22 tommu Led sjónvarpstæki frá Philips sem gefið er af Heimilistækjum í verðlaun en í önnur og þriðju verðlaun eru leik- húsmiðar fyrir tvo í Borgarleikhúsið. Skilafrestur fyrir myndirnar er miðvikudagurinn 3. október klukkan 12 og þær skal senda á netfangið ljos- myndakeppni@frettabladid.is. Fréttablaðið efnir til haustmyndasamkeppni: Forsíðumynd og sjónvarpstæki frá Heimilistækjum í verðlaun REKIÐ HEIM ÚR RÉTTUNUM Þessi mynd Hjalta Árnasonar bar sigur úr býtum í haustljósmyndakeppni Fréttablaðsins í fyrra. Atli, er áherslan hjá ykkur á innri eða ytri fegurð? „Ja, eins og einhver sagði: Fegurðin er ekki í andliti falin.“ Nýjasta stórsveit landsins hefur hlotið nafnið „Fallegir menn“. Meðal með- lima eru nokkrir helstu tónlistarmenn þjóðarinnar, þar á meðal Atli Bollason. LANDBÚNAÐUR Steingrímur J. Sig- fússon atvinnuvegaráðherra og Oddný G. Harðardóttir fjármála- ráðherra skrifuðu í gær ásamt fulltrúum bænda undir breytingu á búvörusamningum. Þá var einnig skrifað undir nýjan búnaðarlaga- samning. Gildandi búvörusamningar um starfsskilyrði framleiðenda garð- yrkjuafurða, mjólkurframleiðslu og sauðfjárræktar voru framlengdir um tvö ár og gilda nú til ársins 2017. Litlar breytingar verða á fram- lögum ríkisins vegna samninganna aðrar en þær sem rekja má til verð- lagsbreytinga. Samningarnir kalla því ekki á aukin útgjöld ríkissjóðs miðað við framkomið fjárlagafrum- varp. Samkvæmt samningunum verður framlag ríkisins til garðyrkjunnar 283 milljónir á ári næstu þrjú ár á verðlagi ársins í ár. Þá verður fram- lag til mjólkurframleiðslu 6.041 milljón króna og framlag til sauð- fjárræktar 4.477 milljónir. Litlar sem engar breytingar voru gerðar á efni búvörusamninganna. Þó var fyrirvari settur inn í samn- ingana um hugsanlegar breyting- ar sem kunni að leiða af niðurstöð- um samningaviðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. En ljóst er að aðild myndi hafa í för með sér talsverðar breytingar á umhverfi búvöruframleiðslu hér á landi. Í nýja búnaðarlagasamningnum eru framlög ríkisins hins vegar aukin nokkuð frá því sem var. Einkum eru framlög til jarðrækt- ar og eflingar kornræktar aukin. Þannig hækka heildargreiðslur ríkisins samkvæmt samningum úr 425 milljónum í ár í 558,5 milljóna króna á næsta ári. - mþl Litlar breytingar voru gerðar á búvörusamningum við tveggja ára framlengingu þeirra: Búvörusamningar framlengdir um tvö ár SAMNINGARNIR HANDSALAÐIR Þeir Sveinn Sæland, formaður Sambands garðyrkjubænda, og Haraldur Benedikts- son, formaður Bændasamtakanna, tóku í hendur ráðherra á Hótel Sögu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM REYKJAVÍKURBORG Samhliða kaup- um Reykjavíkurborgar á Umferð- armiðstöðinni samþykkti borgar- ráð að kaupa Keilugranda 1 af sömu eigendum; Mynni ehf. og Landsbankanum. Með kaupunum er borgin sögð fá fullt vald yfir deiliskipulagsvinnu vegna lóðar- innar sem hafi verið í óvissu. Á Keilugranda stendur nú skemma með stuttum leigusamningum. Eigendur Umferðarmiðstöðvar- innar settu það sem skilyrði fyrir sölunni að borgin keypti einnig á Keilugranda. Fyrir Keilugrand- ann vill borgin greiða 60 milljón- ir króna og láta einnig í skiptum einbýlishús á Einimel 19, íbúð í Búðagerði 9 og hæð á Suðurlands- braut 32. - gar Kauptilboð á Keilugranda: Nýtt skipulag eftir uppkaup STJÓRNMÁL Hugur Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri- grænna, stendur til þess að endurnýja núverandi ríkis- stjórnarsam- starf eftir kosn- ingar verði sá möguleiki fyrir hendi. Væntan- leg formanns- skipti í Sam- fylkingunni breyta þar engu um. „Ég mun gera það sem í mínu valdi stendur til að tryggja að hér verði áfram vinstrisinnuð, félags- lega sinnuð og umhverfisverndar- sinnuð ríkisstjórn,“ segir Stein- grímur og heldur áfram: „Ég neita því hins vegar ekki að ég mun sakna Jóhönnu Sigurðardótt- ur enda höfum við átt einstaklega gott og traust samstarf.“ - mþl SPURNING DAGSINS AÐEINS Í DAG! LOFTLJÓS 50W VERÐ ÁÐUR 11.950,- NÚ 8.000,- kíktu inn á www.pfaff.is Pfaff // Grensásvegi 13 // Sími 414 0400 Opið í dag, laugardag kl. 11-16. 33% STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Formaður Vinstri-grænna: Mun sakna Jóhönnu úr stjórnmálunum LÖGREGLUMÁL Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið Kristján Hinrik Þórsson til bana í Bandaríkjunum í byrjun mán- aðarsins viðurkenndi fyrir vini sínum skömmu eftir atburðinn að hafa skotið Hinrik. Hinn grunaði í málinu heitir Jermaine Jackson en hann hafði undir höndum skammbyssu af sömu gerð og notuð var í skot- árásinni þegar lögregla handsam- aði hann. Í gögnum lögreglu kemur fram að eitt af vitnum lögreglunnar sé vinur Jacksons. Sá segir að hann hafi viðurkennt fyrir sér í nokkru uppnámi að hafa skotið Hinrik en áður hefur komið fram að Jackson og Hinrik þekktust. - aó Íslendingur myrtur í Tulsa: Viðurkenndi að hafa skotið Kristján Hinrik SKIPULAGSMÁL Tvenn hjón sem eiga sumarbústaði í Vorsabæ í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sendu inn harðorð mótmæli vegna umbeð- innar breytingar á aðalskipulagi svo hægt verði að setja upp tvær yfir sjötíu metra háar vindmyllur í landi Vorsabæjar. Hjónin segja að með spöðunum verði myllurnar 72 til 76 metra há mannvirki sem muni sjást víða að og setja mikinn svip á umhverfið. „Til samanburðar má geta þess að turn Hallgrímskirkju í Reykjavík er 74,5 metrar á hæð! Tveir Hall- grímskirkjuturnar geta ekki átt rétt á sér innan um sveitabæi og sumarhús,“ segja hjónin. Þau eru Hreiðar Sigtryggsson og Salóme A. Þórisdóttir og hjónin Árni Stef- án Jónsson og Helga Ingibergs- dóttir. Hjónin keyptu hvor sína spilduna úr Vorsabæ og reistu þar sumarhús árið 2009. „Við kaup okkar á spildunni voru engin áform um breytingar á land- notkun á öðrum hluta jarðarinnar. Landeigandi hefur heldur ekki orðað fyrirhugaðar breytingar við okkur né upplýst á nokkurn hátt um þá starfsemi sem fyrirhuguð er á svæðinu,“ segir í athugasemd- um hjónanna sem óttast hávaða- mengun. „Vitað er að hávaði fylgir rekstri vindmylla. Slíkt hlýtur að koma í veg fyrir að vindmyllur rísi innan um sveitabýli og sumar- hús og er veruleg skerðing á þeirri náttúruupplifun sem sóst er eftir í frístundabyggð.“ Þá gagnrýna þau að grenndar- kynning hafi ekki farið fram. „Við mótmælum því alfarið að reistar verði vindmyllur í nágrenni sum- arhúsa okkar og lands, sem koma til með að rýra verðgildi þeirra til muna sökum sjón- og hávaðameng- unar. Við áskiljum okkur allan rétt til bóta ef af verður.“ Kristófer A. Tómasson, sveit- arstjóri Skeiða- og Gnúpverja- hrepps, undirstrikar að málið sé enn í ferli og muni fara í kynningu að nýju og íbúar og hagsmunaðil- ar geta gert athugasemdir. Reyndar virðast nágrann- ar í Vorsabæ ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að fá vindmyllur í túnfótinn. Steingrímur Bjarni Erl- ingsson, sem sótti um áðurnefnda breytingu á aðalskipulagi, segir hópinn sem stendur að málinu nú frekar horfa til annarra verkefna. Þar á meðal sé hellaköfun í Fjalla- byggð og kláfur fyrir ferðamenn upp á Múlakoll á Ólafsfirði. „Við héldum að rafmagnið væri dýrara. Það var ekki alveg búið að hugsa þetta allt,“ upplýsir Stein- grímur. „Þetta var bara eitthvað sniðugt dót á netinu en er dýrt og erfitt að fjármagna. Við erum eig- inlega farnir að hugsa meira um að fara bara í köfunina.“ gar@frettabladid.is Risamyllur í Vorsabæ virðast loftkastalar Yfir sjötíu metra háar vindmyllur sem einkaðaðilar vilja reisa í Vorsabæ mæta andstöðu nágranna. Geta ekki átt rétt á sér innan um sveitabæi og sumarhús segir í einni athugasemdinni. Ekki hugsað til enda viðurkennir umsækjandinn. VINDMYLLUR Sumahúsaeigendur hafa áhyggjur af sjón- og hljóðmengun frá fyrir- huguðum vindmyllum í Vorsabæ. MYND/SAMSETT STJÓRNMÁL Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingkona og fyrr- verandi varaformaður Sjálfstæð- isflokksins, hyggst ekki gefa kost á sér til áfram- haldandi setu á Alþingi. Þorgerður Katrín hefur setið á þingi frá árinu 1999 og er reynslumesta þingkona flokks síns. Hún var menntamála- ráðherra frá 2003 til 2009 og varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins frá 2005 til 2010. Í tilkynningu sem Þorgerður Katrín sendi fjölmiðlum segir að henni sé efst í huga þakklæti til þeirrar breiðfylkingar sjálfstæðis- manna sem hún hefur starfað með á árum sínum í stjórnmálum. - mþl Mannabreytingar á Alþingi: Þorgerður hættir á þingi ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR Það var ekki alveg búið að hugsa þetta allt.“ STEINGRÍMUR BJARNI ERLINGSSON ATHAFNAMAÐUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.