Fréttablaðið - 29.09.2012, Page 16

Fréttablaðið - 29.09.2012, Page 16
16 29. september 2012 LAUGARDAGUR Á ljósmyndum sést að miðborg Reykjavíkur var hafnarborg lengst af á 20. öldinni. Þar áður hafnlaust sjávarpláss. Götur og sund teygja sig alveg að sjónum og húsin standa á hafnarbakk- anum. Landfyllingar, plássfrek hafnsækin starfsemi og hönnun Geirsgötu sem hraðbrautar rufu þessi tengsl borgar og hafnar. Breytt skipulag hafnarstarf- seminnar, aukinn áhugi borg- arbúa og ferðamanna á hafn- arsvæðinu og breytt viðhorf til borgarumhverfisins hafa á undanförnum árum myndað ný tengsl. Segja má að nú sé stöðug- ur straumur fólks niður að höfn- inni við verbúðirnar í Suðurbugt og að Hörpu yst á Austurbakka. Gamla hafnarsvæðið er að verða ný þungamiðja í borginni. Núna síðast var opnað þarna Hótel Marina í gamla Slippfélags- húsinu. Flestir eru sammála um að þar hafi tekist vel til. Þetta er endurnýting eins og hún ger- ist best. Útlit hússins hefur lítið breyst nema það er allt frísklegra og fallegra en það hefur lengi verið. Með nýju rammaskipulagi fyrir hafnarsvæðið, sem kynnt var í borgarstjórn í síðustu viku, er snúið frá þeirri stefnu, sem ríkti hér of lengi, að rífa allt sem fyrir er og byggja allt nýtt frá grunni. Rammaskipulagið tryggir að gömlu verbúðirnar við Suður- bugt halda sér, allar sem ein, og spilhúsin í Slippnum. Og Slippur- inn sjálfur verður fyrst um sinn áfram á sínum gamla stað. Stung- ið hefur verið upp á að stígurinn norðan hússins fái nafnið Spil- húsastígur. Er það ekki samþykkt hér og nú? Ný hafnarhverfi Nýja rammaskipulagið skiptir svæðinu milli Sjóminjasafns og Hörpu í fjögur hafnarhverfi sem kallast Vesturbugt, Suðurbugt, Miðbakki og Austurbakki. Skipu- lagið leggur áherslu á að hvert þessara hverfa hafi sinn karakt- er. Götur er hafðar fremur þröng- ar, eins í Grjótaþorpinu, og inn á milli húsanna eru hér og hvar lítil og nett torg. Húsin eru stölluð og höfð í klassískum reykvískum skala: 3 til 5 hæðir. Form þeirra minnir svolítið á gamla netagerð- arhúsið, Nýlendugötu 14, gegnt Hótel Marina. Það er 2 og 4 hæðir. Gert er ráð fyrir blandaðri byggð: Íbúðir, verslanir, hand- verkstæði, skrifstofur, hótel, slippur, ferðaþjónusta, söfn, kaffihús, gallerí, veitingastaðir, fiskmarkaður og jafnvel útisund- laug. Þarna verða greiðar leiðir fyrir fótgangandi vegfarendur og hjólandi. Bílastæði eru nær alfar- ið í bílakjöllurum og kveðið er á um að þau skuli vera að hámarki eitt á íbúð. Fyrirhuguð uppbygging er áfangabundin. Reiknað er með að vestasta svæðið, milli Slipps og Sjóminjasafns, það er að segja Vesturbugtin, byggist fyrst upp. Þar gætu risið allt að 250 íbúðir. Í fyrsta áfanga verður þó aðeins byggt að Slippnum, það er að segja í vestari hluta Vesturbugt- ar. Suðurbugt verður mikið til óbreytt. Þó er gert ráð fyrir að hægt sé að þétta það svæði örlítið með því að byggja hús á bílastæð- inu milli Hafnarbúða og austasta hluta verbúðarinnar. Það er í takt við nýja tíma að byggja hús fyrir fólk á afgangslóðum sem hafa verið nýtt sem bílastæði. Reiknað er með að ekki komi til uppbyggingar á Miðbakka fyrr en eftir að Vesturbugtin hefur byggst upp, eða er að minnsta kosti komin vel af stað. Þá hafa borgarbúar reynslu af þeirri teg- und byggðar og geta betur dæmt um hvort þeir vilja halda áfram á sömu braut. Vegna áforma erlendra aðila að byggja hótel samkvæmt gildandi deiliskipulagi á austasta svæð- inu, Austurbakka, var ákveðið að taka það svæði út fyrir sviga. Þar verður til að byrja með áfram gildandi deiliskipulag. Ekkert snobbhill Eitt mikilvægasta verkefnið í þeirri vinnu sem nú tekur við er að finna leiðir sem tryggja að nýju hafnarhverfin einkennist af félagslegum fjölbreytileika. Þetta mega ekki verða hverfi þar sem eingöngu sterkefnað fólk hefur efni á að búa. Markaðurinn, sem krefst auðvitað hámarksarðs af sölu lóða og íbúða, má ekki ráð ferðinni einn. Samkvæmt nýsam- þykktri húsnæðisstefnu eiga leiguíbúðir að vera að lágmarki 20% íbúða í nýjum hverfum. Ég tel að það hlutfall eigi að vera hærra í Vesturbugt. Rammaskipulaginu er ætlað að tengja aftur saman borg og höfn. Til að það takist er lykilatriði að Geirsgötu verði breytt úr frá- hrindandi hraðbraut í aðlaðandi borgargötu með rólegri umferð. Sú umbreyting ein og sér er mik- ilvægur liður í því að byggja upp borg fyrir fólk frekar en bíla. Hún er mikilvæg yfirlýsing um nýja stefnu í skipulagsmálum borgarinnar. Uppbygging nýju hafnarsvæð- anna samkvæmt þessu skipulagi sem hér hefur verið lýst fellur vel að markmiðum endurskoð- aðs aðalskipulags borgarinnar til ársins 2030. Þar er gegndarlausri útþenslu borgarinnar snúið við. Borgin á ekki lengur að byggjast út á við heldur inn á við. Gamalt hafnarsvæði. Nýtt skipulag Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, ritar greinarkorn í horni Fréttablaðsins 26.9.2012. Þar er hann að svara utanrík- isráðherra og andmæla þeirri fásinnu Össurar að honum hafi nokkurn tíma dottið í hug að evran gæti verið dugandi gjald- miðill fyrir Ísland. Ekki ætla ég mér að taka afstöðu til deilna þeirra félaga. Hana verða þeir að takast á um tveir. Það var hins vegar ein setning sem ég staldraði við hjá Birni, og sýnir hvað kappið um að sverta evruna er oftast meira en forsjálnin. Hann segir: „Við hag- fræðilegt mat á gildi evrunnar stöndum við betur að vígi nú en 2007. Evran hefur fallið á próf- inu …“ Fyrri hluti þessara fullyrðinga er réttur. Eftir ítarlega úttekt Seðlabankans á kostum okkar í gjaldmiðilsmálum liggur fyrir vel unnin og alvarleg skýrsla sem vegur og metur af yfirveg- un, hvaða bögglar fylgja hverju skammrifi. Niðurstaðan er að aðeins tveir raunhæfir kostir séu til staðar. IKR eða Evran. Hvor- ugur kosturinn er vandræðalaus. Endingarkostir þeirra og afleidd- ur fjármálalegur stöðugleiki er ekki sá sami. Látum þetta gott heita um þennan hlut af orðræðu Björns. Hin fullyrðingin er alröng. Evran hefur ekki fallið á próf- inu. Gengi hennar gagnvart Bandaríkjadollar, sem og flestum öðrum gjaldmiðlum, er svipað og þó ívið hærra en það var þegar henni var ýtt á flot á sínum tíma. Hins vegar hafa ríkisstjórnir fjölmargra evrulanda (og reynd- ar Íslands líka) frá þessum tíma og fram að hruni fallið illilega á prófinu. Það er óráðsía, eyðslu- sækni og agaleysi ríkisstjórna og þjóðþinga sem búið hefur til skuldavanda ríkja, sem skekur hinn vestræna heim, auk óhóf- legrar áhættusækni stórbanka. Evran sem slík hefur staðist þessa prófraun. Hún heldur gildi sínu. Nú er það svo að jafnvel mest skuldsettu ríkin vilja með engu móti hverfa frá evrunni. Vilja flestu fórna til þess að fá að vera með. Af hverju skyldi það vera? Mér sýnist hornið hans Björns ekki auðveldari dvalar- staður en sá sem hann vísaði Össuri í. Björn þyrfti að læra að greina rétt frá staðreyndum, þó þær falli ekki að hugmyndafræði hans. Það gæti hins vegar orðið honum erfitt. Evru-horn Björns Skipulagsmál Hjálmar Sveinsson formaður stýrihóps um hafnarskipulagið Gjaldmiðlar Þröstur Ólafsson hagfræðingur Námskeið fyrir þjónustuaðila handslökkvitækja, reykköfunartækja og loftgæðamælinga 15. og 16. október 2012 Námskeiðið verður haldið 15. og 16. október 2012 á Smiðjuvegi 13a Kópavogi. Námskeiðsgjald er kr. 24.000 Umsóknir um þátttöku sendist fyrir 8. október 2012 á netfangið eyðublaði sem hægt er að nálgast á þjónustuaðila handslökkvitækja, reykköfunartækja 75/2000 um brunavarnir. Skilyrði til að öðlast starfsleyfi er að þeir starfsmenn sem annast viðhald og skoðun þessa búðaðar hafi lokið námi Efnistök námskeiðsins byggja á reglugerð nr. 1067/2011 um þjónustuaðila brunavarna. Námskeiðið er ætlað þeim sem uppfylla kröfur um sérákvæði Námskeiðinu lýkur með skriflegu prófi. Skráning í „Græna Korts Happdrættið“ 2014 hefst 2. Október 2012. Þeir aðilar sem vilja taka þátt í happdrættinu verða að skrá sig inni á sérstakri heimasíðu á vegum Bandaríska Ríkisins. Vefslóðin fyrir skráningu í Græna Korts Happdrættið 2014 er www.dvlottery.state.gov og verður skráning opin frá 2. Október 2012 til kl. 16:00, að íslenskum tíma, 3. nóvember 2012. Vinsamlegast athugið að þetta er eina heimasíðan á vegum Bandaríska Ríkisins sem ætluð er til skráningar í Græna Korts Happdrættið. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á heimasíðu Bandaríska Sendiráðsins: http://iceland.usembassy.gov
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.