Fréttablaðið - 29.09.2012, Síða 75

Fréttablaðið - 29.09.2012, Síða 75
KYNNING − AUGLÝSING Snjallsímaforrit29. SEPTEMBER 2012 LAUGARDAGUR Arion banki hefur sett í loft-ið nýtt snjallsímaforrit sem veitir viðskiptavinum að- gang að fjárhagslegum upplýsing- um sínum á eins fljótlegan og auð- veldan hátt og mögulegt er. „Við unnum út frá hugmyndinni „einn smellur“, það er að segja að notand- inn getur nálgast yfirlit yfir allt sem skiptir máli með einum smelli,“ segir Vilhjálmur Alvar Halldórs- son, forstöðumaður netviðskipta Arion banka. „Viðskiptavinir hafa verið að kalla eftir þessari þjónustu og svo virðist þróunin vera í þessa átt. Við hugsuðum lengi hvort við ættum að láta það nægja að vera með net- bankann í símanum (m.arion.is) sem virkar fyrir alla farsíma sem komast á netið en eftir að við dutt- um niður á hugmyndina um „einn smell“ þá ákváðum við að taka appið í notkun. Miðað við viðtök- urnar og notkunina þá teljum við að þetta sé komið til að vera. Þetta rímar líka vel við það sem er að ger- ast annars staðar í heiminum hvað varðar snjallsíma og fjármála- upplýsingar en þar hefur orðið sprenging líkt og við erum að sjá hjá okkur. Svo er þetta nú líka ein- faldasta leiðin í bankann og það er í sjálfu sér næg ástæða til þess að fara út í svona.“ Margir kostir við appið Vilhjálmur segir kostina við Arion banka appið vera nokkra. „Til að byrja með er appið auðvelt í upp- setningu og notkun. Með appið við hönd eru viðskiptavinir einnig betur upplýstir um stöðuna hverju sinni og geta til dæmis séð stöðuna á reikningnum á einungis nokkr- um sekúndum og þannig ákveð- ið hvort þeir eigi að kaupa ákveðna vöru eða ekki. Viðskiptavinir fá einnig tilkynningu í gegnum appið þegar einhver greiðir inn á reikning þeirra og þannig vita þeir strax af því þegar til dæmis launin eru lögð inn eða önnur greiðsla sem beðið er eftir. Þótt þetta hljómi kannski ekki mjög merkilega þá finnst flestum gaman að sjá þegar eitthvað kemur inn á reikninginn. Við höfum líka fengið mjög jákvæð viðbrögð við þessu sem er skemmtilegt.“ Munur á netbanka og appi Fyrir mörgum virðist ekki vera mikill munur á netbanka í síman- um og nýja appinu. „Netbankinn í símanum er aðgengilegur í öllum þeim símum sem eru með netað- gang. Arion banka-appið er sér- hannað fyrir Android- og iPhone- síma. Í netbankanum þarf maður að skrá sig inn í hvert skipti með notendanafni, lykilorði og auð- kennisnúmeri sem þýðir að það þarf alltaf að tilkynna hver við- komandi er í hvert sinn sem farið er í netbankann. Með appinu er þessi auðkenning aðeins í upphafi þegar appið er sett upp á símanum. Þá myndast tenging á milli farsím- ans og bankans og auðkenning í hvert skipti óþörf,“ segir Lee Roy Tipton, þróunarstjóri netviðskipta Arion banka. Appið er öruggt Að sögn Lee Roy hefur mikil áhersla verið lögð á öryggismál enda um viðkvæmar upplýsing- ar að ræða. „Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til að verja gögnin og hafa bæði inn- lendir og erlendir sérfræðingar í öryggismálum gert úttekt á app- inu. Við höfum einnig tryggt að ef einhver óprúttinn einstakling- ur kemst yfir símtækið og nær að ráða margþætta dulkóðunina, þá er mjög takmarkað það sem hann getur gert við þau gögn. Í netbank- anum er hægt að afskrá símtækið þannig að næst þegar appið hefur samband við bankann þurrkum við út af símanum öll gögn er við- koma appinu. Rétt eins og þegar tilkynnt er um stolið kreditkort þá er það tekið úr sambandi.“ Sprenging í snjallsímavæðingu Vilhjálmur segir viðtökurnar við Arion banka-appinu hafa verið framar vonum. „Viðtökurnar hafa komið okkur skemmtilega á óvart. Viðskiptavinir hafa verið mjög duglegir að hafa samband og gefa okkur jákvæð ummæli og hug- myndir að næstu skrefum. Það hefur orðið sprenging í snjallsíma- væðingu á Íslandi og í raun í heim- inum öllum og það er því ljóst að þarna var þörf á markaðnum og tímasetningin góð. Hegðun við- skiptavina er einnig að breytast sem er mjög áhugavert. Nú þegar sjáum við mikla aukningu á kvöld- in og um helgar þar sem fólk notar símann sinn í ríkara mæli til að nálgast fjármálaupplýsingar sínar. Margir hafa haft á orði við okkur að þeim þyki þetta það eðlilegt að þeir furða sig á því að enginn hafi gert þetta fyrr.“ Fjárhagsstaðan alltaf á hreinu Nýtt snjallsímaforrit frá Arion banka er nú aðgengilegt. Arion banka-appið gerir viðskiptavinum bankans kleift að fylgjast með fjármálum sínum í símanum með einum smelli og án innskráningar. Viðtökurnar hafa verið góðar og viðskiptavinir verið duglegir að gefa jákvæð ummæli og hugmyndir að næstu skrefum. Lee Roy Tipton, þróunarstjóri netviðskipta, og Vilhjálmur Alvar Halldórsson, forstöðumaður netviðskipta, eru ánægðir með nýtt snjallsímaforrit sem veitir viðskiptavinum Arion banka aðgang að fjárhagslegum upplýsingum sínum. MYND/GVA 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.