Fréttablaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 77

Fréttablaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 77
KYNNING − AUGLÝSING Snjallsímaforrit29. SEPTEMBER 2012 LAUGARDAGUR Þú opnar forritið og síminn staðsetur þig. Þú ýtir síðan á lítið stækkunargler í hægra horninu og forritið leitar að næsta lausa bíl og skiptir engu hjá hvaða leigubílastöð hann er,“ útskýrir Jón Norðfjörð Kristjánsson sem hann- aði forritið ásamt félögum sínum hjá P84 development. „Við erum ekki í samkeppni við leigubíla- stöðvar. Markmiðið er einungis að auka aðgengi farþega að leigu- bílum og um leið viðskipti bílstjór- anna, en forritið tryggir líka að far- þegar fái bíl sem allra fyrst enda er það sá bíll sem er næstur, óháð leigubílastöð, sem fer á staðinn. Jón segir farþega ekkert þurfa að hringja. „Það er nóg að kikka ör- fáum sinnum og þú ert búinn að panta bíl. Þá er hægt að fylgjast með ferð bílsins á korti ef fólk vill.“ Jón segir sams konar forrit til erlendis en þau virki flest eins og símaskrá. „Þá finnur forritið næstu leigubílastöð við þig og gefur þér beint samband við leigubílsstjóra.“ Jón segir iTaxi sérstaklega hent- ugt fyrir útlendinga og ætti það að vera eitt af þeim smáforritum sem þeir hlaða niður við komuna til landsins. „Það er erfitt fyrir þá að hringja á leigubílastöð og panta bíl á Bræðraborgarstíg 24 svo dæmi sé nefnt. Þá er auðveldara að ýta á takka og láta símann staðsetja sig.“ Forritið fæst á App Store og Play Store. „Það er enn sem komið er frítt og eru komin 800 niðurhöl. Það er í notkun hjá tuttugu leigu- bílsstjórum um allt land en skil- virknin veltur vitanlega á því að sem flestir taki þátt,“ segir Jón. Hann segir kerfið virka sérstak- lega vel á Akureyri, Egilstöðum og Eskifirði þar sem þónokkrir leigu- bílsstjórar eru búnir að taka það í notkun. Jón segir stöðugt verið að gera uppfærslur á kerfinu eins og gengur með önnur smáforrit. „Nú þegar Apple breytti kortavef sínum þurftum við að endurhanna kerfið. Samkvæmt kortavef Apple eru sum hverfi ekki til. Okkar leið fram hjá því er sú að þegar farþegi kveikir á forritinu sækjum við upplýsingar á Google um hvar hann er staðsett- ur. Þannig komumst við fram hjá þessari villu hjá Apple.“ Pantaðu leigubíl án þess að hringja iTaxi er nýtt íslenskt snjallsímaforrit sem auðveldar fólki að panta leigubíl. 1 Í settings þarf að skrá inn símanúmer. Það þarf bara að gera einu sinni. 5 Bíllinn er pantaður með því að ýta á send Request.3 Þegar bíllinn er fundinn er ýtt á request. Gulur takki í hægra horni. 4Ef staðsetningin er ekki nákvæm er hægt að leiðrétta það með auðveld- um hætti með einum fingri. 2Þegar kveikt er á forritinu staðsetur síminn þann sem ætlar að panta bíl (blár depill). Með stækkunarglerinu finnur kerfið sjálfvirkt næsta lausa bíl. 7 Jón hannaði forritið ásamt félögum sínum hjá P84 development. MYND/VALLI 1 Fyrirtækin KDDI og Flower Robotics kynntu símann Polaris fyrir nokkrum árum. Síminn er með innbyggt eftirlitskerfi sem birtir sjálfkrafa nýjar upplýsingar um heilsu, viðskipti og veður. Þá er hægt að nota símann Polaris eins og fjarstýringu á önnur raftæki. 2 Nokia 888 er hugmyndafarsími hannaður af Tamer Nakisci. Hægt er að breyta formi símans, hafa hann beinan, boginn, í bylgjum, hjartalaga og notað hann sem arm- band. Ólíklegt er að hann fari í fram- leiðslu. 3 Þessi farsími kallast Matchbox Cell Phone en heitið vísar til þess að hann þykir einna helst líkjast eldspýtnastokki. Síminn er kannski ekki mikið augnayndi en er afar léttur og meðfærilegur. Með því að ýta á hnapp rennur lok af lyklaborði. 4 Farsímann Nokia SURV1 má hengja í belti og þykir henta vel fyrir ferðalanga. Síminn er höggþol- inn og með innbyggðu GPS-staðsetn- ingartæki, MP3-spilara og vasaljósi. 5 Eins og heiti Marlboro 508 far-símans gefur til kynna er út- litið sótt í Marlboro sígarettupakka. Síminn er með innbyggðu bluetooth, MP3/MP4, útvarpi og 1,3-megapixla myndavél. Rúsínan í pylsuendanum er hólf á hliðinni undir sígarettur. VISSIR ÞÚ ... ... að Motorola framleiddi fyrsta farsímann? ... að í Hong Kong eiga flestir jarðarbúa farsíma, en fæstir í Úkraínu? ... að yfir 100 milljón farsímum er fleygt á ári hverju? ... að Vesturlandabúar tala að meðaltali minnst hálftíma á dag í farsíma? ... að Nokia er stærsti farsíma- framleiðandi í heiminum? ... að konur nota farsíma meira en karlar? ... að fyrsta símtal úr farsíma átti sér stað vorið 1973? ... að tveir af hverjum þremur sem eiga farsíma nota ljós úr þeim sem vasaljós? ... að ungir Kóreubúar senda yfir 200 þúsund sms-skeyti á ári? ... að Japanar skipta árlega gamla farsímanum sínum út fyrir nýjan? ... að langflestir unglingar geta ritað sms blindandi á farsíma sína? Furðulegar hug- myndir um farsíma Farsímar hafa tekið örum framförum síðustu ár og hafa ýmsar skondnar hugmyndir litið dagsins ljós. Sumar hafa fengið grænt ljós. Aðrar ekki. 1 2 3 5 4 Qr-kóði fyrir- Android. Qr-kóði fyrir iPhone.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.