Fréttablaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 6
10. nóvember 2012 LAUGARDAGUR6 SAMFÉLAGSMÁL Landsvirkjun hefur ráðið Rögnu Söru Jónsdóttur í starf forstöðumanns samfélags- ábyrgðar. Um er að ræða nýja stöðu hjá fyrirtækinu en Lands- virkjun er í hópi fyrstu fyrir- tækjanna hér á landi til að búa til stefnu um samfélagslega ábyrgð. „Þetta leggst rosalega vel í mig. Íslensk fyrirtæki hafa verið nokk- urn tíma að taka við sér þegar kemur að samfélagsábyrgð og það er flott hjá Landsvirkjun að taka af skarið í þessum málaflokki,“ segir Ragna Sara. Stefna Landsvirkjunar um samfélagslega ábyrgð var sam- þykkt innan fyrirtækisins í nóvember 2011. Í grunn- inn felst stefna fyrirtækisins í því að skapa arð, fara vel með auð lindir og umhverfi og stuðla að því að þekking og jákvæð áhrif af starfsemi fyrirtækisins skili sér til samfélagsins. Ragna Sara segir erlendar rannsóknir sýna að fyrirtæki geti vænst margs konar ávinnings sýni þau samfélagslega ábyrgð í störf- um sínum. „Nefna má aukna sátt um fyrirtækið og aðgerðir þess, lægri kostnað og aukna ánægju starfsmanna,“ segir Ragna Sara. Landsvirkjun tók á síðasta ári þátt í því að stofna Festu, miðstöð um samfélagslega ábyrgð. Eitt markmiða Festu er að stuðla að vitundarvakningu um samfélags- ábyrgð fyrirtækja en auk Lands- virkjunar voru Alcan á Íslandi, Síminn, Landsbankinn, Íslands- banki og Össur stofnfélagar. - mþl Ísþekjan á Norður-Íshafi á einni öld; spá um framtíðina VEISTU SVARIÐ? FRÉTTASKÝRING Hver eru hugsanleg áhrif umhverfis- breytinga í Norður-Íshafi? Spár sérfræðinga benda til að í hönd fari tímabil heimshlýnunar af mannavöldum, sem hafa mun gríðar leg áhrif á umhverfis skilyrði í Norðurhöfum. Þetta vekur áleitn- ar spurningar um þróun fiskveiða Íslendinga og tækifæri á haf- svæðum norður af landinu, sem Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, gerði til- raun til að svara á Sjávarútvegs- ráðstefnunni á fimmtudag. Úr litlum í stórtækar veiðar Opnun nýrra siglingaleiða yfir Norður-Íshaf, og tækifærin sem þeim fylgja, hefur verið töluvert í umræðunni undanfarin ár. Minna hefur verið rætt um hvað áhrif hlýnunin og minnkandi ísþekja hennar vegna koma til með að hafa á fiskistofna og veiðar. Jóhann sagði að gengju spár eftir að verulegu eða öllu leyti væri ljóst að víðáttumikið landgrunn, sem á engan sinn líka hér um slóðir, myndi opnast fyrir ýmsa nýtingu, ekki síst fiskveiða sem eiga sér enga hliðstæðu á svæðinu í dag og eru frekar takmarkaðar. Þvert á móti gætu opnast möguleikar fyrir stórtækar nútímaveiðar. „Þarna munu án efa skapast gríðarleg tækifæri fyrir Ísland og aðrar þjóð- ir á norðurhjara,“ sagði Jóhann. Hvaða dýralíf skapaðist þarna, væri háð hafstraumum, að sögn Jóhanns, og þeim lífkerfum sem sköpuðust, til dæmis hvort rauðáta eða aðrar öflugar tegundir nýttu sér aðstöðu og sköpuðu forsendur fyrir æðri lífverur, fisk og spendýr. Ávinningur En um hvaða stofna er um að ræða; hvaða stofnar munu nýta sér þessar breytingar? Jóhann sagði ljóst að það væru stofnar sem yxu hratt, væru kul þolnir og tækifæris sinnaðir við val á hrygningar svæðum og í fæðu- vali. Nefndi Jóhann nokkrar teg- undir sem líklegar væru til að hasla sér völl á þessum svæðum og nefndi norsk-íslensku síldina og Barentshafs þorsk. Ufsi og ískóð frá Kyrrahafi eru inni í þessari mynd ásamt loðnunni. „Þessir stofnar eru líklegir til að stækka. Það gæti því orðið um gríðarlegan ávinning að ræða í Íshafinu og jöðrum þess. Óvissan er mikil en það sem er áhugavert fyrir okkur Íslendinga er hvort okkar deilistofnar munu stækka og hvort við gætum gert kröfu um stærri hlutdeild í framhald- inu,“ sagði Jóhann, en stóru hags- munaaðilarnir í þessu samhengi eru Rússar, Bandaríkjamenn og Kanadamenn, auk Norðmanna og Grænlendinga. „Ég tel því mjög mikilvægt okkar hagsmunum að við reynum að stuðla að því að aðferðafræðin við uppskiptingu stofna sem eru að breyta útbreiðslu sinni verði styrkari, því um þetta munu verða mikil átök í framtíðinni,“ sagði Jóhann. Allt of lítið er vitað um orsaka- tengsl og samhengi í lífríkinu, ekki síst á heimskautasvæðunum. Jóhann sagði það því grundvallar- atriði að fylgjast með þróun- inni með öflugu rannsókna- og vöktunar starfi. „Við verðum að fylgjast grannt með þessum vist- fræðilegu átökum,“ sagði Jóhann. svavar@frettabladid.is Fiskimið falin undir ísnum Með hlýnun á norðurhveli hopar ísþekja Íshafsins hratt. Þar opnast aðgengi að hafsvæði sem gæti fóstrað stóra fiskstofna enda landgrunnið undir ísnum víðáttumikið. Ísland gæti í framtíðinni átt þar sóknarfæri. JÓHANN SIGURJÓNSSON Áhrif hlýnunar munu líka hafa víðtæk áhrif á heimamiðum okkar Íslendinga. Bæði felast í því tækifæri og hættur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 1980 2000 2012 2080? Rússland Grænland Ísland Alaska Kanada 1. Hvað heitir fjármálaráðherra Þýskalands? 2. Númer hvað í röðinni er yfirstandandi landsþing kínverska kommúnistaflokksins? 3. Hver var að senda frá sér geisla- diskinn Hylur? SVÖR 1. Wolfgang Schäuble. 2. númer 18. 3. Agnar Már Magnússon píanóleikari Norðvesturleið Norðurleið Ragna Sara Jónsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður samfélagsábyrgðar: Ábyrg fyrirtæki njóta ávinnings STJÓRNSÝSLA Haukur Ingibergs- son hefur ákveðið að láta af starfi sem forstjóri Þjóðskrár Íslands. Haukur hefur tilkynnt starfs- mönnum um ákvörðun sína og óskað eftir lausn frá störfum 1. maí næstkomandi við innanríkis- ráðherra. „Ég hef áhuga á að hafa meiri tíma til að sinna ýmsum hugðar efnum mínum áður en ég verð of gamall, einkum tón- listinni en einnig félags störfum. Ég held ég fái slíkt svigrúm sam- hliða því að vera í hlutastarfi hjá Þjóðskrá í að minnsta kosti eitt ár eftir að ég hætti sem for- stjóri,“ segir Haukur sem tók við forstjóra starfi Fasteigna mats ríkis ins, sem síðar varð Þjóðskrá, árið 2000. - mþl Lætur af störfum 1. maí: Haukur hættir hjá Þjóðskrá HAUKUR INGIBERGSSON DANMÖRK Nær fimmti hver Dani, eða 18 prósent, les aldrei bók. Þetta eru niðurstöður könnunar menningarmálaráðuneytisins í Danmörku. Árið 2004 var fjöldi þeirra sem aldrei las bók 10 pró- sent. Flestir þeirra sem þátt tóku í könnuninni segjast ekki hafa tíma til að lesa eða að þeir vilji heldur horfa á sjónvarp eða kvik- mynd. Athygli vekur að börnum og unglingum, undir 15 ára, sem lesa í bók í hverri viku hefur fjölgað verulega, að því er kemur fram á vef Kristilega Dagblaðs- ins. Hjá þessum hópi hefur þeim sem ekki lesa fækkað um tvo þriðju hluta. - ibs Lestur í Danmörku: Átján prósent lesa aldrei bók RAGNA SARA JÓNSDÓTTIR HEILBRIGÐISMÁL „Það dettur engum í hug að vera með áfengis- auglýsingu eða léttölsauglýsingu í skóla, skátaheimilinu eða á þeim stað þar sem æskulýðsstarf fer fram,“ segja Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum í bréfi til sveitarstjórna og biðja þær að beita sér gegn áfengisauglýsingum á íþróttasvæðum. „Ef menn eru ekki sammála hvort áfengisauglýsingar virki eða hvort landslög eigi að tryggja vernd barnanna ættu menn ekki samt að láta börnin njóta vafans?“ - gar Gegn áfengisauglýsingum: Vilja að börnin njóti vafans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.