Fréttablaðið - 10.11.2012, Page 86

Fréttablaðið - 10.11.2012, Page 86
10. nóvember 2012 LAUGARDAGUR54 BAKÞANKAR Brynhildar Björnsdóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. hreinsiefni, 6. klafi, 8. gogg, 9. pili, 11. í röð, 12. tárfelldu, 14. tipl, 16. ekki, 17. knæpa, 18. angan, 20. pfn., 21. útungun eggja. LÓÐRÉTT 1. bær, 3. utan, 4. ávaxtaré, 5. þakbrún, 7. líffæri, 10. fornafn, 13. kvenkyns hundur, 15. lítið, 16. trjátegund, 19. skóli. LAUSN LÁRÉTT: 2. sápu, 6. ok, 8. nef, 9. rim, 11. rs, 12. grétu, 14. trítl, 16. ei, 17. krá, 18. ilm, 20. ég, 21. klak. LÓÐRÉTT: 1. borg, 3. án, 4. perutré, 5. ufs, 7. kirtill, 10. mér, 13. tík, 15. lágt, 16. eik, 19. ma Pondus kynnir: Nokkur heldur merkileg furðuleg meiðsl í enskum fótbolta á árunum ´73-´74 Brauðfóturinn Auðunn Bergmann, Watford Sjálfsíkveikja Júlíus Waage, W.B.A Mjaðmasnúningur Vilhjálmur Þór, Birm- ingham Flugvél í hausinn Teitur tappi, Hartlepool Þessi er fyrir sjónvarpið, þessi er fyrir DVD-tækið, þessi er fyrir vídeóið, þessi er fyrir afruglarann og þessi er fyrir gervihnöttinn. Hver og ein stýrir sinni einingu og sumar geta stýrt fleiri en einni, en bara ef ýtt er á takk- ana í hárréttri röð. Hvað er það sem ruglar þig? Að ég skuli reyna að skilja þetta. VÁ...stórkostlegt! Ég ætla aÐ fá spegilinn. Ég er að hugsa um að vera í þessu pilsi í skólanum á morgun. En þá get ég ekki klifrað í klifur- grindinni. Gerðu það þá. Ekki gera það þá. En ég klifra aldrei í klifur- grindinni! Gerðu það þá! Ég veit ekki! AAARRGGH! Finnst þér alltaf svona erfitt að ákveða þig? Ég átti áhugavert spjall á dögunum við tvo menn sem voru mjög virkir í verka- lýðsbaráttu á áttunda áratugnum. Réttindi eins og sumarfrí voru þá ekki sjálfsögð heldur þurfti að berjast fyrir þeim, ásamt því að samningum væri fylgt og lög væru virt. „Fólk gerir sér ekki grein fyrir þessu í dag,“ sagði annar þeirra. „Það veit ekki hvað er á bak við réttinn til sumarleyfis og yfirvinnugreiðslu. Þetta er ekkert sjálf- sagt og við þurfum alltaf að vera á verði.“ Í vikunni spunnust, sem oftar á Íslandi um þetta leyti árs, heitar umræður um bækur. Ekki voru það þó bersöglar lýsingar í skáldsögu eða hneykslanlegar opin beranir í ævisögu sem kveiktu umræðurnar heldur sárasakleysislegar barnabækur, ein bleik og önnur blá, vandlega kyn- greindar í titlunum. Fjaðrafokinu ollu sambærilegar opnur í bókun- um þar sem strákarnir eru hvatt- ir til að kynna sér himingeiminn en stúlkunum kenndar mismun- andi aðferðir við skúringar. MARGIR litlir krakkar eru spenntir fyrir geimnum, algerlega óháð kyni. Og ekki eins margir litlir krakkar, en samt hef ég kynnst nokkrum, eru spenntir fyrir skúringum. Það er líka óháð kyni. Á jólunum syngjum við um að þekkja megi litla stráka á því að þeir sparki bolta og litlar stúlkur af því að þær vaggi brúðum, lík- legast til að æfa sig fyrir móðurhlutverkið. Þetta viðhorf hefur verið úrelt um nokkurt skeið, sem sést best á gengi kvennalands- liðsins í knattspyrnu og brennandi áhuga flestra feðra á að vagga börnum sínum. STUNDUM spyr fólk af hverju enn sé verið að rífast yfir jafnrétti kynjanna. Hvernig einhver nenni að brjálast þótt einhverjar stelpur velji sjálfar að ganga um fáklæddar með hamra og rörtangir á verkfæra sýningu. Af hverju það sé ekki nóg að kona sé nú forsætisráðherra lands- ins og stelpur spili fótbolta. Hvernig fólk nenni þessu. VIÐ erum svo heppin að búa í samfélagi þar sem umræða er leyfð. Umræða er ekki endilega fordæming, hún er ekki lög- gefandi, hún hefur ekki tilskipunarmátt. Umræða er og ætti að vera vettvangur fyrir ábendingar og uppástungur um leiðir til að bæta þjóðfélagið. Annað er hún ekki. Á meðan gefnar eru út bækur þar sem skúringar eru fyrir stelpur en himin- geimurinn er fyrir stráka þarf umræðan að halda áfram. Réttindi bæði karla og kvenna, stelpna og stráka til að standa jafnfætis óháð kyni eru ekki sjálfsögð og við þurfum að vera á verði. Af því að himin geimurinn er fyrir alla. Og allir ættu að læra að skúra. Nú skal segja
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.