Fréttablaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 104
10. nóvember 2012 LAUGARDAGUR72
Domino‘s-deild karla
Stjarnan - ÍR 89-69 (42-38)
Stjarnan: Justin Shouse 26/8 fráköst/13
stoðsendingar, Brian Mills 21/13 fráköst/3
varin skot, Marvin Valdimarsson 17/7 fráköst/6
stoðsendingar/3 varin skot, Dagur Kár Jónsson
8, Jovan Zdravevski 8, Fannar Freyr Helgason 6/9
fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 3.
ÍR: Eric James Palm 19, Nemanja Sovic 17/11
fráköst, Isaac Deshon Miles 8, Sveinbjörn Claessen
7/5 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 7,
Hjalti Friðriksson 6/10 fráköst, Ellert Arnarson 5.
KR - Njarðvík 87-70 (41-44)
KR: Brynjar Þór Björnsson 22/11 fráköst, Helgi
Már Magnússon 15, Martin Hermannsson 12/5
stoðsendingar, Finnur Atli Magnusson 12/8
fráköst, Danero Thomas 10, Keagan Bell 9,
Kristófer Acox 5/7 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 2.
Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 17, Marcus Van
16/7 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 13, Nigel
Moore 12/8 fráköst, Ágúst Orrason 6, Ólafur Helgi
Jónsson 2, Friðrik Stefánsson 2, Maciej Baginski 2.
STAÐAN
Snæfell 6 5 1 622-534 10
Stjarnan 6 5 1 566-511 10
Grindavík 6 4 2 587 -546 8
Skallagrímur 5 3 2 428-403 6
Keflavík 6 3 3 508- 503 6
KR 5 3 2 415-419 6
Fjölnir 6 3 3 497-513 6
Þór Þ. 5 3 2 459-420 6
ÍR 6 2 4 496-539 4
KFÍ 6 2 4 496-587 4
Njarðvík 6 1 5 497-550 2
Tindastóll 5 0 5 387-433 0
EHF-bikarkeppni kvenna
Valur - HC Zalau 24-23 (11-13)
Mörk Vals (skot): Þorgerður Anna Atladóttir 6
(15), Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 5/4 (13/5),
Dagný Skúladóttir 4 (5), Ragnhildur Rósa Guðm.
3 (6), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3/1 (6/1),
Karólína Bærhenz Lárudóttir 2 (3), Rebekka Rut
Skúladóttir 1 (1),
Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 24/3
(47/8, 51%),
Markahæstar hjá HC Zalau (skot): Crina Pintea
7 (9), Ibolya Szucs 6 (12), Aurica Bese 4 (10),
Roxana Rob 3/3 (7/3), Lorena Pera 2/2 (5/4)
Varin skot: Adina Muresan 11/1 (23/4, 48%),
Andreea Muresan 6 (18/2, 33%).
ÚRSLIT
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
2
2
0
2
siminn.is · 8004000@siminn.is
Vertu með símkerfið
í öruggum höndum
hjá Símanum
Fyrirtæki
FÓTBOLTI Íslenska kvennalands-
liðið í fótbolta lenti í riðli með
tveimur góðkunningjum þegar
dregið var í gær í riðla í úrslita-
keppni Evrópu mótsins í Svíþjóð.
Ísland er með Þýskalandi og Nor-
egi í riðli annað stórmótið í röð,
en þessar þrjár þjóðir voru líka
saman í riðli á EM 2009. Íslensku
stelpurnar voru í riðli með Nor-
egi í undankeppninni fyrir EM
2013 og mæta Norðmönnum
líka í fyrsta leik sínum í úrslita-
keppninni. Þjóðirnar mætast í
Kalmar 11. júlí.
Ísland mætir síðan Þýskalandi
í Växjö 14. júlí í öðrum leik sínum
í keppninni og lokaleikur liðsins
verður einnig í Växjö, þegar liðið
spilar við Holland 17. júlí.
„Mér finnst allir riðlarnir vera
svipað sterkir. Ég veit ekki hvort
það hefði verið betra að vera í ein-
hverjum öðrum riðli,“ sagði Sig-
urður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari
landsliðsins.
„Þetta er rosalega spennandi
verkefni, við hlökkum bara til
og ég held að við eigum fullt af
möguleikum í þessum riðli,“ sagði
Sigurður Ragnar um riðilinn.
„Þýskaland verður náttúrulega
mjög erfitt því það er hörkulið
sem vinnur þessa keppni yfirleitt.
Við eigum samt einhverja mögu-
leika á móti Þjóðverjum og það er
gaman að fá að mæta svona sterku
liði,“ sagði Sigurður Ragnar um
Evrópumeistara Þjóðverja, sem
hafa farið heim með gull á síðustu
fimm Evrópumótum.
„Við eigum fína möguleika á
móti bæði Hollandi og Noregi.
Við erum búin að spila við þessar
þjóðir undanfarin ár og það hafa
verið jafnir leikir. Við erum lið
sem getur unnið þessi lið á góðum
degi,“ sagði Sigurður Ragnar.
Íslenska liðið er nú að fara að
keppa á sínu öðru stórmóti, en
liðið tapaði öllum þremur leikjum
sínum á EM í Finnlandi 2009.
„Mér líður aðeins öðruvísi að
fara inn í þetta mót en síðast. Þá
var allt nýtt og við lærðum heil-
mikið á þeirri keppni. Núna finnst
okkur liðið okkar sterkara en áður
og við eigum mun meiri mögu-
leika í þessum riðli heldur en síð-
ast,“ sagði Sigurður Ragnar, sem
fer nú í það að skipuleggja síðustu
mánuðina fyrir mótið.
„Nú fer undirbúningurinn á
fullt, við finnum okkur vináttu-
leiki og skipuleggjum næsta
landsliðsár. Ég ætla að kalla
saman stóran hóp milli jóla og
nýárs með leikmönnum sem ég
tel að eigi góða möguleika á því
að komast í lokakeppnishópinn,“
sagði Sigurður Ragnar, sem vill
spila fullt af vináttuleikjum fram
að mótinu í júlí.
„Við vitum að við tökum þátt í
Algarve-bikarnum og það verða
fjórir leikir í mars. Við erum að
skoða að spila heima í Kórnum í
febrúar en það er ekki orðið ljóst
á móti hverjum. Í júní eru þrjár
dagsetningar þar sem er mögu-
leiki á því að spila leiki og vonandi
getum við spilað á þeim öllum,“
sagði Sigurður Ragnar.
ooj@frettabladid.is
Mun meiri möguleikar
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lenti í riðli með Þýskalandi, Noregi og
Hollandi í úrslitakeppni EM í Svíþjóð næsta sumar en dregið var í gær.
EM-SÆTIÐ Í HÖFN Stelpurnar fagna hér sigri á Úkraínu í umspilinu. NORDICPHOTOS/GETTY
HANDBOLTI Valur vann frækinn
sigur á rúmenska liðinu HC Zalau
í EHF-bikarnum í gær 24-23.
Eftir erfiðan fyrri hálfleik var
Valur mun betra liðið í seinni
hálfleik og hefði getað unnið
stærri sigur.
„Við vorum kannski tauga-
spenntar í byrjun. Þær byrjuðu af
krafti en svo náðum við að safna
okkur saman og standa í lapp-
irnar og berjast á móti,“ sagði
Guðný Jenný Ásmundsdóttir,
markvörður Vals, sem varði mjög
vel í leiknum.
„Þetta gekk mjög vel eftir að
við náðum taki á 6-0 vörninni.
Auðvitað er maður svekktur að
missa þetta niður en við erum
samt að gera góða hluti og við
getum gert betur,“ sagði Guðný.
„Það verður annar hörkuleikur á
morgun. Þær eru ekki hættar og
við erum ekki hættar. Við viljum
áfram. Ef við spilum þessa góðu
vörn og náum markvörslunni og
þessari greddu í að skora mörk og
ætla í gegn erum við með hörku-
möguleika á að vinna á morgun
líka,“ sagði Guðný að lokum. - gmi
EHF-bikarinn í handbolta:
Valssigur í gær
HRAFNHILDUR SKÚLADÓTTIR Valskonur
eru taplausar í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON