Fréttablaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 20
10. nóvember 2012 LAUGARDAGUR Dagana 8. og 10. október síð-astliðinn fjallaði Kastljós RÚV um málefni geðsjúkra fanga. Umfjöllunin var einhliða og heild- stæð mynd af afstöðu Geðsviðs Landspítala í þessu mikilvæga máli kom ekki fram. Rætt var við undirritaðan, sem auk þess að leiða Geðsvið hefur langa reynslu af réttargeðlækningum í Bretlandi. Hins vegar var aðeins lítið brot af viðtalinu sýnt, auk þess sem rangt var eftir undirrituðum haft. Land- spítali gerði athugasemd við frétta- flutning Kastljóss strax eftir þætt- ina og óskaði þess að fá tækifæri til að skýra betur sín sjónarmið. Þar sem slíkt tækifæri hefur ekki fengist þá er Geðsvið Landspítala tilneytt að halda fram sínum sjón- armiðum á öðrum vettvangi. Afstaða Geðsviðs í dag til geðsjúkra fanga Það hefur alla tíð verið stefna Geð- sviðs að sakhæfir fangar afpláni ekki refsingu á Landspítala. Fang- ar hafa hins vegar alltaf fengið þar bráðameðferð. Geðsviðið neitaði fram yfir síðustu aldamót að vista ósakhæfa fanga og ekki er hægt að draga fjöður yfir það að afleiðing- arnar voru slæmar. Það var hins vegar hin hliðin á þeirri mannúðar- stefnu sem rekin hafði verið alla tíð á Kleppi, þar sem reynt var að kom- ast hjá nauðung í lengstu lög. Skoð- un yfirlækna var að spítalinn væri ekki í stakk búinn að sinna ósak- hæfum föngum. Það var á ábyrgð heilbrigðisyfirvalda að bregðast við þessu og var það gert þegar Réttar- geðdeildin að Sogni var opnuð 1992, ráðstöfun sem var óheppileg en mætti brýnni þörf á sínum tíma. Nú eru hins vegar önnur viðhorf á Geðsviði Landspítala. Barátta Landspítala fyrir því að loka Sogni og opna réttargeðdeild að Kleppi er skýrt merki þeirra breyttu við- horfa sem byggjast jafnt á fag- legum rökum og mannúðarrökum. Afstaða Geðsviðs Landspítala er sú að; 1) Geðsvið Landspítala sinnir þeim sem dæmdir eru ósakhæf- ir og fara á réttargeðdeild. 2) Geðsvið Landspítala metur fanga í bráðatilfellum og eru þeir lagðir inn til meðferðar ef þarf. 3) Öryggisgeðdeild (deild 15) sinnir sjálfræðissviptum, alvar- lega geðsjúkum með fíknivanda og ofbeldishættu. Deildin hefur nýst vel til að draga úr líkum á frekari afbrotum hjá þessum mikið veika hópi. 4) Ákveðinn lítill hópur fanga sem hefur áður gengið í gegn- um öryggisgeðdeildina (oftast), flakkar á milli geðdeilda og fangelsa og er í raun sífellt ein- hvers staðar í kerfinu. Þetta er sá hópur sem flóknast hefur reynst að finna lausn fyrir. Þörf er fyrir sérstakt búsetuúrræði Varðandi síðastnefnda hópinn (hóp 4) þá er það skoðun Geðsviðs Land- spítala að þessir sakhæfu einstak- lingar (sem margir hverjir eiga takmarkaða von um bata) eigi ekki að afplána sína dóma á sjúkrahúsi. Hefðbundið fangelsi er ekki heppi- legur staður fyrir þá en sjúkrahús er það enn síður. Í því sambandi er rétt að líta til dóms Hæsta réttar (659/2008) í máli einstaklings sem hafði verið 16 ár á Sogni. Þar var dæmt svo að þar sem hann væri ekki til lækninga, þá ætti hann rétt á búsetuúrræði með við eigandi öryggisgæslu, spítali eða önnur stofnun væri ekki réttur staður fyrir hann. Í raun þarf að huga að „viðeigandi stofnun“ sbr. 16. grein almennra hegningarlaga (19/1940), en sú stofnun er hvorki fangelsi né sjúkrahús. Lausnin gæti að mati Landspítala verið sérstakt búsetu- úrræði/stofnun með við eigandi öryggisgæslu en til vara geðdeild innan fangelsis, nú þegar nýtt fang- elsi rís vonandi. Sakhæfir fangar eiga ekki erindi á réttargeðdeild Lögmaður í þætti Kastljóss taldi að sakhæfir fangar væru best komnir á réttargeðdeildinni að Kleppi. Sú hugmynd byggir á vanþekkingu. Fyrsta verk Landspítala þegar það tók yfir rekstur Sogns á sínum tíma var að stöðva flutning sakhæfra fanga úr fangelsi á Sogn. Ástæðan er sú að þeir einstaklingar sem eru svo veikir að vera dæmdir ósak- hæfir og enda á réttargeðdeild eru mjög viðkvæmir vegna veik- inda og stundum fötlunar. Reynsl- an frá Sogni sýndi að fangar sem komu frá Litla-Hrauni voru betur „starfhæfir“ og kúguðu stundum ósakhæfa sjúklinga með langvinna geðrofssjúkdóma og jafnvel starfs- fólk Sogns. Afleiðingin varð harka- legri og verri deild fyrir þá ósak- hæfu. Þetta er löngu þekkt og t.d. tók Broadmoor–réttargeðspítalinn í Englandi fyrir innlagnir sakhæfra úr fangelsum strax árið 1886, eftir uppþot og morð innan spítalans. Niðurlag Það er mjög miður hversu einhliða og ósanngjörn umfjöllun Kastljóss nú nýlega um málefni geðsjúkra fanga var. Umræða um þennan flókna og viðkvæma málaflokk er mikilvæg og afar þörf – en hefur margar hliðar. Mikilvægt er að sjónarmið þeirra fagaðila sem mesta reynslu hafa af meðferð geðsjúkra afbrotamanna heyrist (þótt þau eigi auðvitað ekki að vera einu sjónarmiðin sem fram koma). Geðsvið Landspítala og Fangelsis- málastofnun þurfa að vinna saman að þessum málaflokki og jók fund- ur þessara aðila sem haldinn var nú nýlega skilning beggja aðila á sjón- armiðum hins. Er stefnt að nánara samstarfi í framtíðinni. Lengri útgáfa greinarinnar er á www.visir.is. Fangar með geðsjúkdóma – sjónarmið sem ekki heyrðust! Heilbrigðismál Páll Matthíasson geðlæknir og framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala Fyrir einhverja lukku og hendingu eiga Íslendingar ótrúlega gott og glæsilegt safn sögulegra húsa á þrjá vegu við Ingólfstorg í höfuðborg sinni, Reykjavík. Þau eru í fjölskyldu með öðrum húsum neðst við Vesturgötu og í sunnanverðu Aðalstræti en hefur ekki verið sýnd sams konar ræktarsemi og þeim og njóta sín því ekki. Loks- ins hyggjast þó borgaryfirvöld í Reykjavík kannast við tilverurétt hinna verðmætu og virðulegu húsa við Ingólfstorg en hafa tekið alranga stefnu. Innan um hin öldnu hús skulu reistar nýbygg- ingar, miklu hærri og efnislega gjörólíkar. Hér er valin sú ófæra leið málamiðlunar að láta gamalt standa en leyfa þó nýtt og fram- andi á sama stað, ofan í og upp að gömlu húsunum þannig að þau fá ekki notið sín. Við skorum á borgarstjóra að koma í veg fyrir þessar nýbyggingar og leyfa gömlu húsunum við Ingólfstorg að standa með reisn á sama hátt og gömlu húsin við Vesturgötu og Aðalstræti. Þá munu gestir og gangandi dásama húsin og borgin hljóta lof. Við minnum á nýleg sjónarmið spænskra arki- tekta um að miðbær Reykjavíkur sé menningararfur á heimsvísu. En borgaryfirvöld eru líka á villigötum að því leyti að þau hafa í hyggju að skerða helsta torg borgarinnar, Ingólfstorg, að miklum mun. Á drjúgum hluta þess, hinum sólríkasta, skal reist nýtt hús, svonefnt Menningarhús, sem skyggir á þá sögulegu byggð sem fyrir er. Núverandi Ingólfs- torg má auðveldlega lagfæra og gera vistlegt augnayndi, ekki síst með því að fá húsunum sem þar eru gamalt og glæsilegt horf. Þá vekur furðu hvernig borg- aryfirvöld hyggjast fallast á að þrengt verði að Alþingi Íslend- inga í Kirkjustræti. Þar skal verða aðalaðkoma að stóru og miklu hóteli sem hið viðkvæma svæði ber engan veginn. Alþingi er sett skör neðar en hótelið í virðingarstiga. Borgaryfirvöld munu líta svo á að þeim sé nauðugur einn kostur að þóknast eiganda húsa og lóða milli Ingólfstorgs og Kirkju- strætis, leyfa honum að gjör- nýta rétt sem hann telur sig eiga samkvæmt deiliskipulagi. Við minnum á að það kveður ekki á um rétt til að sameina lóðir né að afhenda spildur sem borgin á þarna sjálf og fylla þær með byggingum. Deiliskipulagið er annars löngu úrelt og stríðir með öllu gegn almennum viðhorfum. Við það ber borgar yfirvöldum að miða og leita allra leiða til samninga til þess að koma í veg fyrir óhappa- verk eða ella mæta lóðahafa fyrir dómstólum og láta reyna á rétt hans. Það stríðir gegn rétt- lætiskennd og siðferðisvitund að einstaklingur í gróðahuga skuli geta náð kverkataki á yfirvöld- um vegna úrelts skipulags, leyf- ist þannig að reisa byggingar með auknu skuggavarpi í óþökk svo margra og komist jafn- vel upp með að rífa hinn sögu- fræga Nasasal sem hefur reynst svo mikilvægur fyrir félags- og tónlistarlíf borgar búa. Borgar- yfirvöld mega ekki sætta sig við þetta og hljóta að losa sig undan slíku taki með tiltækum ráðum. Við skorum á borgarstjóra að leita samstarfs við Alþingi um að finna lausn á málinu með því m.a. að tryggja lóðahafa góða lóð undir hótel á öðrum stað og fá hann ofan af byggingar áformum sem mæta mikilli andúð og and- stöðu. Björn B. Björnsson, Edda Jónas dóttir, Eiríkur G. Guðmunds son, Guðríður Adda Ragnars dóttir, Halla Boga- dóttir, Helgi Þorláksson, Páll Óskar Hjálmtýsson, Ragn- heiður Þorláks dóttir, Rúnar Sigurðs son, Samúel Samúels- son, Sigrún Björnsdóttir og Þóra Andrés dóttir Áskorun til borgarstjóra frá BIN hópnum Geðsvið Land- spítala og Fang- elsismálastofnun þurfa að vinna saman að þessum málaflokki og jók fundur þessara aðila sem haldinn var nú nýlega skilning beggja aðila á sjónar- miðum hins. Nánari upplýsingar og skráning: sími 525 4444 og endurmenntun.is Að takast á við ógnandi hegðun skjólstæðinga eða viðskiptavina Depression, advanced case work Enterprise Information Technology: Strategies for Complex System Implementations Expanding your sales in export markets Gjörhygli - Mindfulness Hugmynda- og aðferðafræði gæða- og straumlínustjórnunar IFRS – alþjóðlegir reikningsskilastaðlar Dóttur- og hlutdeildarfélög, samrekstur, samstæðu- og sérgreind reikningsskil IFRS – alþjóðlegir reikningsskilastaðlar Starfsþáttayfirlit, tengdir aðilar og gengisbreytingar IFRS – alþjóðlegir reikningsskilastaðlar Tekjuskattur, fjárfestingar í hluta- og skuldabréfum, skuldir Ísland og Evrópa: Samband á tímamótum - einnig í fjarfundi Íslenski þroskalistinn Kvíðasjúkdómar – Þú getur líka! Macbeth í Þjóðleikhúsinu Mýs og menn í Borgarleikhúsinu Smábarnalistinn: Staðlaður þroskalisti handa ungbörnum Súkkulaði … himneskt um jólin Viðbrögð stjórnenda og samfylgd í kjölfar áfalla í starfsmannahópum Virðisrýrnunarpróf fastafjármuna og óefnislegra eigna Þunglyndi – Þú getur líka! Öflugt sjálfstraust Safnaðu þekkingu – námskeið í nóvember og desember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.