Fréttablaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 18
18 10. nóvember 2012 LAUGARDAGUR Á fundi bæjarstjórnar Hafnar-fjarðar 24. október sl. var samþykktur mikilvægur við- auki við upphaflegt samkomulag Hafnarfjarðarbæjar og Lands- nets hf. um röðun framkvæmda við Suðvesturlínur og tryggingu Hafnarfjarðarbæjar fyrir því að raflínur nálægt íbúabyggð á Völlum og við Hamranes verði fjarlægðar eins fljótt og auðið er. Í viðaukanum kemur fram að framkvæmdir við niðurrif lín- anna muni hefjast eigi síðar en 2016 og að þeim verði lokið eigi síðar en 2020. Jafnframt er árétt- aður sá sameiginlegi skilningur aðila að hefjist framkvæmdir við fyrsta áfanga nýs álvers í Helgu- vík eða annars orkufreks iðn- aðar á svæðinu, þá verði þegar hafinn undirbúningur að fyrr- greindum framkvæmdum og lín- urnar fjarlægðar. Athygli vakti að bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins greiddu viðaukanum ekki atkvæði sitt en komu hins vegar með virkum hætti að gerð upphaflega samkomulagsins. Samkomulags sem þó var með þeim hætti að samningsaðilinn, Landsnet hf., gat leyft sér að ráð- ast ekki í þær framkvæmdir sem þar var verið að semja um. Forsaga málsins Í ágúst 2009 gerðu Lands- net hf. og Hafnarfjörður með sér samkomulag um uppbygg- ingu flutningskerfis raforku. Með samkomulaginu var tryggt að samhliða uppbyggingu Suðvestur línu yrði ráðist í færslu þess hluta flutningskerfisins sem í dag liggur í jaðri íbúabyggðar- innar í Hafnarfirði. Það hefur því ávallt legið fyrir að forsenda niðurrifs Hamraneslínu væri að farið yrði í uppbyggingu nýrrar Suðvesturlínu. Í því samhengi er vert að hafa í huga að niðurrif Hamraneslínu er ekki ein af forsendum upp- byggingar nýrrar Suðvestur- línu. Krafan um þá framkvæmd er alfarið krafa Hafnarfjarðar- bæjar og sett fram vegna aug- ljósra og brýnna hagsmuna sveitar félagsins og íbúa þess. Mikilvæg tímamörk Á þeim tíma sem samkomulagið var gert lá ekki annað fyrir en að þá þegar yrði hafist handa við framkvæmdina og var þá gert ráð fyrir að línurnar yrðu farnar árið 2011. Tafir hafa hins vegar orðið á framkvæmdum í Helguvík og töluverð óvissa verið uppi um framtíð þess verkefnis. Það er meginástæða þeirra tafa sem orðið hafa á framkvæmdum Landsnets við Suðvesturlínu og þar með niðurrifi Hamraneslínu. Um það hefur Hafnarfjarðarbær ekkert haft að segja, enda kvað fyrra samkomulag ekki á um nein tímamörk framkvæmda. Það gerir fyrrgreindur viðauki aftur á móti og í því liggur mikil- vægi hans. Fjarvera Sjálfstæðisflokksins Ekki síst þess vegna er athyglis- vert að bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfirði eru ekki reiðubúnir að taka þátt í að tryggja hagsmuni bæjarins í þessum efnum. Með framgöngu sinni og afstöðuleysi í þessu máli sýnir Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði fram á að hann er enn og aftur ekki reiðubúinn að axla fulla ábyrgð og standa vörð um heildarhagsmuni Hafnar- fjarðar. Með viðaukanum við Lands- net tryggði meirihluti Vinstri grænna og Samfylkingar bind- andi samkomulag um hvenær í síðasta lagi umræddar fram- kvæmdir við niðurrif línumann- virkjanna muni hefjast og hve- nær þeim skuli lokið. Þannig eru hagsmunir sveitarfélagsins tryggðir með skýrari hætti en áður hefur verið. Eftir tilraun- ir til að fá málinu frestað völdu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að sitja hjá við afgreiðslu samkomu- lagsins, þessu mikilvæga hags- munamáli bæjarbúa í Hafnar- firði. Helsta ástæða þess að félags-leg staða umgengnisforeldra hefur ekki verið gerð að kosninga- máli hingað til er sú að umgengnis- foreldrar hafa aldrei verið skráðir sem foreldrar í bókum hins opin- bera. Ef tölfræðin væri til um þjóð- félagshópinn, líkt og um aðra þjóð- félagshópa, væri almennt álitið að réttindabarátta umgengnisforeldra væri ein mikilvægasta mannrétt- indabarátta á Íslandi í dag. Þótt Hagstofa Íslands telji það mikilvægt að telja sérhvert verp- andi hænsni, svín og búgripi á ári hverju telur stofnunin það sér ofviða að telja fjölda umgengnis- foreldra og réttlætir hún vinnu- brögðin með að benda á götótt regluverk Evrópusambandsins sem hún segist fara eftir í einu og öllu. Hef ég því sagt í kerskni og alvöru að umgengnisforeldrar séu þannig færðir skör neðar en búgripir í íslenskri hagskýrslugerð. Það er þó ekki fyllilega maklegt af hag- stofunni að skýla sér á bak við van- hæfni evrópska skrifræðisins, því Svíar hafa um langt árabil haldið til haga nákvæmri tölfræði um þjóðfélagshóp umgengnisforeldra. Þetta gera þeir með því að færa öll fjölskylduvensl til bókar í þar- lendri þjóðskrá, en hér á landi eru lögheimilisforeldrar einungis auð- kenndir með svokölluðu fjölskyldu- númeri, með þeim afleiðingum að umgengnisforeldrar eru færðir til bókar sem barnlausir einstakling- ar. Þannig hafa íslensk stjórnvöld og stofnanir undanskilið þjóðfélags- hóp umgengnisforeldra frá öllum lífskjarakönnunum og rannsókn- um frá upphafi vega, jafnvel þótt öllum megi vera ljóst að þeir búa við langlökustu lífskjörin í landinu. Í fræðiriti Háskóla Íslands frá árinu 2011, Fjölskyldu gerðir á Íslandi, kemur fram að ríkið greiðir um 40.000-60.000 kr. til handa lögheimilisforeldrum með hverju skilnaðarbarni. Flestar þær greiðslur sem hér um ræðir eru undanþegnar frá skatti, en við bætist meðlag, sem getur orðið tvö- falt ef heildartekjur umgengnis- foreldra fara yfir 525.000 kr. Upphæð meðlags er 24.230 kr. og eru skattarnir af því greiddir af umgengnisforeldrinu. Saman taldar greiðslur ríkisins og umgengnis- foreldra til handa lögheimilis- foreldrum geta því verið á bilinu 64.000-108.000 kr. á mánuði og fer breytileikinn eftir tekjum skilnaðar foreldra og búsetuformi lögheimilisforeldris. Umgengnisforeldrið missir hins vegar næstum allar bætur við skilnað, bæði barnabætur og húsaleigubætur, og skerðast vaxta- bætur miðað við að umgengnis- foreldrið sé barnslaus einstæð- ingur og að meðlagsgreiðslur til handa lögheimilisforeldrinu sé hluti af hans ráðstöfunartekjum. Við má bæta að Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur nærri því ótak- markaðar heimildir til að ganga að eigum og útborguðum tekjum með- lagsgreiðenda ef kemur til van- skila. Þrátt fyrir að heildarlaun endur- spegli á engan hátt ráðstöfunar- tekjur umgengnisforeldra skerðast allar bætur í samræmi við heildar- laun og hækka t.a.m. afborganir Lánasjóðs íslenskra námsmanna í samræmi við þau. Auk þessa synj- ar félagsþjónusta sveitarfélaganna beiðni umgengnis foreldra um fjár- hagsaðstoð, jafnvel þótt Innheimtu- stofnun sé búin að draga nær öll útborguð laun af meðlagsskuldar- anum, og réttlætir hún framgöngu sína með að benda á heildarlaun meðlagsgreiðandans, jafnvel þótt útborguð laun séu nær engin. Stjórnvöld eru meðvituð um vandann en kusu hins vegar við upphaf kosningavetrarins að bregðast við honum með því að hækka ríflega barnabætur til handa lögheimilisforeldrum á grundvelli þeirra röngu forsendna að þeir skapi þann þjóðfélags- hóp sem sárast eigi um að binda. Til að bæta gráu ofan á svart er ástæða til að óttast að stjórnvöld ætli á kosninga vetri að hlunnfara umgengnis foreldra enn og aftur í fyrirhuguðum breytingum á lögum er varða nýjar barnatryggingar og húsnæðis bætur. Þótt ástæða sé til að árétta mikil- vægi þess að stjórnvöld styðji þétt við bakið á lögheimilisforeldrum, þá gefur það augaleið að framganga þeirra í garð umgengnis foreldra er svívirðileg og henni verður að linna. Stjórnvöld þurfa þegar í stað að beita sér fyrir nauðsynleg- um lagabreytingum til að öll fjöl- skylduvensl verði skráð í Þjóðskrá, líkt og gert er í Svíþjóð. Með þeim hætti er hægt að halda tölfræðileg- um upplýsingum til haga um þjóð- félagshópinn og leiðrétta aðkomu umgengnisforeldra að bótakerfinu. Leiðrétt aðkoma umgengnis- foreldra að bótakerfinu ætti að vera brýnasta kosningamál vetrar- ins á sviði velferðar og mannrétt- inda, og ættu stjórnmálaöflin í landinu að gera sér grein fyrir því að umgengnisforeldrar telja um 14.000 fullgild atkvæði í alþingis- kosningum. Höfundur er fyrrverandi ritari stjórnar hagsmunasamtaka heimil- anna, stjórnarformaður Samtaka meðlagsgreiðenda, starfar sem stuðningsfulltrúi með B.A.-próf í guðfræði og gefur kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík. Þótt Hagstofa Íslands telji það mikilvægt að telja sérhvert verpandi hænsni, svín og búgripi á ári hverju telur stofnunin það sér ofviða að telja fjölda umgengnisforeldra. Með framgöngu sinni og afstöðuleysi í þessu máli sýnir Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði fram á að hann er enn og aftur ekki reiðubúinn að axla fulla ábyrgð... Niðurrif Hamraneslína tryggt Örbirgð umgengnis- foreldra er pólitískur vandi Orkumál Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði Samfélagsmál Gunnar Kristinn Þórðarson stuðningsfulltrúi AF NETINU Fyrir flokkinn sinn „Hvað get ég gert fyrir Sjálfstæðisflokkinn?“ spyr einn sextán frambjóðenda í prófkjörsblaði flokksins í Kópavogi. Já, hvað getur þú gert fyrir Flokkinn og hvað getur þjóðin gert fyrir Flokkinn sinn? Ég hef dónalegar hugmyndir um það, en læt þær kyrrar liggja í bili. En hvað getur Flokkurinn gert fyrir þjóðina, það er allt önnur Ella. Hann getur vísað fjárglæframönnum sínum af þingi og forðast fleiri glæframenni. Hann getur gert upp fortíðina og leitað aftur til uppruna síns. Getur hætt upphlaupum og málþófi um tæknileg atriði á þingi. En til of mikils er mælzt, að hann taki þjóðina fram yfir Flokkinn. http://www.jonas.is/ Jónas Kristjánsson Krúsaðu frítt í eitt ár *Upphæð inneignarkortsins er 260.000 kr. sem samsvarar 1.000 lítrum á núverandi verði. **Meðalakstur miðað við fólksbíl (bensín), árið 2011, samkvæmt Umferðarstofu. 1.000 LÍTRAR INNIFALDIR* Cruze LTZ bsk. 4d | Verð aðeins 3.190 þús. Aðein s örfáir bílar eftir! Þegar þú kaupir Chevrolet Cruze færðu 1.000 lítra* inneignarkort bensíni. Miðað við um 12.200 þú akir frítt í eitt ár. Chevrolet Cruze er áberandi glæsilegur og hlaðinn staðalbúnaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.