Fréttablaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 88
10. nóvember 2012 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Boxarinn eftir Úlfar Þor- móðsson er hin hliðin á sögunni sem hann sagði okkur í Farandskuggum í fyrra. Þar var áherslan á sögu móður hans en nú er það faðirinn sem kastljósið beinist að. Hvað kom til að hann ákvað að skrifa sögu foreldra sinna og samskipta sinna við þau? „Ég ætlaði mér svo sem ekki að skrifa bókina um móður mína nema fyrir sjálfan mig. Svo missti ég hana út úr höndunum og menn vildu endilega gefa hana út. Mér fannst það svo sem alveg í lagi. Þegar hún var komin út fannst mér aðeins halla á kallinn og hugsaði með mér: Hví þá ekki að hafa hann með í þessari leit?“ Þessi saga hefur samt greini- lega hvílt á þér lengi. „Já, já, hún hefur gert það því það liggja alltaf undir sögurnar sem maður heyr- ir utan að sér án þess að fá neinn botn í. Foreldrar mínir voru auð- vitað af þeirri kynslóð sem ekki talaði um sína daga. Fólk bara gerði það ekki. Ekki mitt fólk að minnsta kosti. Ég hugsaði oft um það á meðan ég var að skrifa þess- ar bækur báðar að það væri and- skoti hart að vita þetta ekki, að þau skyldu ekki hafa sagt mér frá sjálfum sér. En svo spyr maður sjálfan sig: Ætli ég hefði sagt mínum börnum svona hluti? Ég er ekkert svo viss um það. Þetta eru hlutir sem maður vill halda fyrir sig. Kannski vegna þess að maður óttast afleiðingarnar. Ekki fyrir sjálfan sig endilega heldur smitið til annarra.“ Margur maður Í Farandskuggum kemur fram mikill sársauki sem tengist föður þínum en í Boxaranum virðist þú búinn að ná sáttum við hann. „Kannski hafa Farandskuggar fært mér talsverða sátt. Ég get alveg viðurkennt að ég hafði ekki horft á þessa sögu í samfellu fyrr en ég fór að skrifa hana. Við þær skriftir nálgaðist ég föður minn úr annarri átt. Það er kannski skýr- ingin.“ Faðir þinn hét Þormóður Guð- laugsson, hvaða maður var hann? „Hann var náttúrulega fyrst og fremst barn síns tíma. Fæddur 1918 og gengur í gegnum allar þær þjóðfélagsbreytingar sem verða fram til okkar daga. Marg- ur maður inn sem er opinn fyrir umhverfi sínu og hefur jafnvel framfarahug á það til að geisa dálítið og hann var þess lags maður. Það má segja að hann hafi verið samtala þessara miklu umbrotatíma: Bjartsýnn, ákafur, mistækur og hvatvís.“ Og djarftækur til kvenna? „Já, ég held það sé óhætt að segja það. En svo maður passi nú upp á jafn- réttið þá held ég að konur hafi líka verið djarftækar til hans. Þetta er sjaldan bara á eina bókina.“ Boxarinn einkennist af mikilli hlýju í garð föðurins og fallegum minningum á milli feðga, öfugt við Farandskugga. Hvað breytt- ist? „Ég sá að hann var í raun- inni góður og hjartahlýr maður, þrátt fyrir ýmsa bresti. Hann var mér góður og hann var systk- inum mínum góður en hann var eiginlega af þeirri tegund sem er miklu betri en hún sýnir sig vera. Tegund manna sem mega ekki sýna mikil hjartahlýindi út á við. Það þykir ekki töff. En hann var margur maður, eins og flestir kannski, spurningin er bara hve- nær maður lætur hvern af sér ná yfir höndinni.“ Grjón eða rúsínur? Þú ert mikið að fjalla um minnið og hvernig það vinnur. „Já. Það er þannig með margar af þeim myndum sem ég á af foreldrum mínum og hverju einu öðru að þegar maður kallar þær fram í fyrsta sinn þá eru þær ekki sömu minningarnar og þegar maður kallar þær fram í þrítugasta og fyrsta sinn. Maður fær nýja sýn á þær nærri því í hvert eitt sinn sem maður rifjar þær upp. Ýmist skerpast þær eða færast til, það koma hljóð inn í og ýmislegt sem maður hefur heyrt frá öðrum. Og allt í einu veit maður ekkert hvort þetta var svona eða hinsegin. Er þetta alfarið mín minning eða er þetta mín minning plús allt annað sem ég hef heyrt plús þjóð sagan og kjaftagangurinn? Úr þessu verður oft mikil flétta og maður veit ekki endilega fyrir víst hvað er rétt. Maður er líka duglegur við það býsna lengi að ritskoða minningar sínar en svo kemur að því að maður bara dregur tjald- ið fyrir, þurrkar allt út og byrj- ar upp á nýtt. Í mörgum tilvikum tekst þannig að ná fram minning- unni sem er minning manns sjálfs, ein og tær, en það tekst ekki nærri alltaf. Stundum verður maður bara að gefast upp og segja eins og ég segi í Boxaranum: Hér tekur þjóð- sagan við. Þá er þetta orðinn það mikill vellingur að maður veit ekki hvað eru grjón og hvað eru rúsín- ur.“ Hugmyndir ekki einkamál Það hefur einmitt verið áberandi undanfarið að höfundar eru að velta fyrir sér minninu í bókum sínum. Kanntu skýringu á því? „Ég hef oft rekið mig á það að sama hugmyndin virðist hrapa í höfuðið á höfundum á svipuðum tíma. Ég á til dæmis fulla skúffu af gögn- um um ákveðið mál sem ég var að vinna í kringum 1990 með það fyrir augum að skrifa um það sögu. Ég var kominn töluvert áleiðis og átti eiginlega bara eftir að stinga af og byrja að skrifa þegar út kom bók um nákvæmlega sama efni. Ég fékk líka einu sinni þá hugmynd að fara með ljósmyndara með mér eftir norðurströnd Afríku og skrifa ferðasöguna. Rétt áður en ég ætl- aði að fara að leggja í hann fékk ég fyrir tilviljun í hendurnar bók sem gefin var út í Ameríku og fjallaði um sams konar ferðalag. Þannig að ég get allavega haldið því fram með nokkrum rétti að hugmyndir séu ekkert einkamál.” Þú ert í bókinni líka að skoða fjölskylduna og kannski erfðir. Ertu einhverju nær um það hver þú ert eftir skrifin? „Já, já, ég er það. Allavega er ég sáttari við það hver ég er. Ég held líka að mínir afkom- endur viti þá nánar hverjir þeir eru þegar þeir þurfa á því að halda. Ég er orðinn alveg fullkomlega sáttur við það sem að mér stendur. Hvort ég er svo sáttur við eigin fram- göngu er allt önnur saga.“ fridrikab@frettabladid.is MINNINGIN PLÚS ÞJÓÐSAGAN PLÚS KJAFTAGANGURINN SKOÐAR MINNIÐ Í Boxaranum segir Úlfar sögu föður síns og samskipta þeirra feðga. Hann segir skrifin á Farandskuggum hafa fengið sig til að nálgast föðurinn úr annarri átt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM„AÐGENGILEG, FRÆÐANDI OG GLÆSILEG BÓK“ BRÓSI HÁRGREIÐSLUMEISTARI „Þessi bók er best geymda fegurðar- leyndarmálið mitt. … Spennandi leyndarmál leynast á hverri síðu.“ Tobba Marinós DY N AM O R EY KJ AV ÍK Í dag, laugardaginn 10. nóvember, kl. 14 mun Íris kynna bók sína fyrir framan Eymundsson í Kringlunni. Íris mun sýna nokkrar greiðslur úr bókinni, veita góð ráð og bjóða heppnum áhorf- endum spennandi greiðslu. Margur maðurinn sem er opinn fyrir umhverfi sínu og hefur jafnvel framfarahug á það til að geisa dálítið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.