Fréttablaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 24
10. nóvember 2012 LAUGARDAGUR24 Ég hef þróast frá hægri til vinstri en ekki öfugt, eins og flestir hinir. Þ að var 18. janúar 1961 sem ég gekk í hreyfinguna. Síðan er liðin rúmlega hálf öld. Áður hafði ég að vísu verið í Framsóknar- flokknum í eitt ár og reyndar stutt Sjálfstæðisflokkinn þegar ég var tíu ára gamall. Ég hef því þróast frá hægri til vinstri en ekki öfugt, eins og flestir hinir.“ Svona lýsir Svavar Gestsson því hvernig hans pólitíski ferill hófst. Hann var kosinn á Alþingi fyrir Alþýðubanda- lagið árið 1978 og sat þar til ársins 1999, síðustu vikuna sem þingmaður Sam- fylkingarinnar. Svavar gegndi fjöl- mörgum trúnaðarstörfum fyrir Alþýðu- bandalagið og var formaður þess 1980 til 1987 og formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins og óháðra 1995 til 1999. Svavar hefur nú ritað ævisögu sína sem ber titilinn Hreint út sagt – sjálfs- ævisaga. Fréttblaðinu lék forvitni á að vita hver hefur verið drifkrafturinn í hans pólitíska starfi. „Það má segja að tvennt hafi tví- mælalaust rekið mig áfram í þessu stríði, þegar ég hugsa um það. Í fyrsta lagi andúðin á fátækt, þessari niðurlæg- ingu fátæktarinnar sem er svo svaka- legur kross fyrir þá sem þurfa að búa við slíkt. Sá sem hefur einu sinni á ævinni, ég tala nú ekki um tvisvar, lent í einhverju slíku, eða horft á sína nánustu eiga í verulegum fjárhagslegum erfiðleikum af einhverju tagi, hlýtur að hugsa út í það af hverju fólk verður fátækt. Er það af leti? Nei, það er af öðrum ástæðum. Það er samfélagsgerðin sem hefur þetta í för með sér, þessi tryllti dans í kringum gullkálfinn, að ein- hverjir detta út úr stífudansinum og það endar með því að þeir eiga hvorki til hnífs né skeiðar. Það er auðvalds- þjóðfélagið. Þetta er það sem í raun og veru er mótorinn innan í mér númer eitt í póli- tíkinni, að svo miklu leyti sem ég skipti máli, því auðvitað er ég hluti af hreyf- ingu. Að berjast gegn niðurlægingu fátæktarinnar.“ Svavar er lýðveldisbarn, fæddur níu dögum eftir stofnun lýðveldisins árið 1944. „Hitt atriðið í minni pólitík er svo sjálfstæði Íslands. Allt sem heitir það að halda utan um sjálfstæði þjóðarinnar skírskotar til mín með mjög auðveldum hætti.“ Maður er alltaf í pólitík Svavar var tvo vetrarparta í skóla hjá gamalli konu á Fellsströnd og drakk þjóðernisrómantíkina í sig. Faðir hans innprentaði honum síðan dreifbýlis- rómantík, en hann vildi flytja í sveit og byggja sér hús eins og Bjartur í Sumar- húsum. Svavar segir þessa taug mjög sterka í sér. Sjálfstæðisbarátta og andúð gegn fátækt myndi leiðarhnoðað í hans pólitíska starfi. „Þetta er það sem trekkir mig í gang og gerir það að verkum að ég var í þessu lengi og er auðvitað enn þá. Vegna þess að hvað er það að vera í pólitík? Er það að vera í pólitík bara það að vera í sveitar stjórn eða á Alþingi fyrir ein- hvern flokk? Nei, ekki að mínu mati. Maður er alltaf í pólitík. Sá sem verð- ur einu sinni svona pólitískt dýr út í hverja frumu eins og ég er, er það allt- af. Líka þegar þú ert sendiherra, vegna þess að þá ertu í Íslandsflokknum. Þá ertu að gera allt sem þú getur til að halda utan um hagsmuni og málstað Íslands í heiminum.“ Áhrifamikið Alþýðubandalag Svavar segir að Alþýðubandalagið hafi haft gríðarlega mikil áhrif. Flokkurinn hafi oft átt aðild að ríkisstjórnum og hafi enginn vinstriflokkur á Norðurlöndun- um haft jafn mikil áhrif á ríkisstjórnir og stjórnkerfi eins og Alþýðubandalagið. „Áhrif okkar birtast í félagsgerð þjóð- félagsins, í skólakerfinu. Öll grunnskóla- lög á Íslandi hafa til að mynda verið sett undir forystu vinstri menntamála- ráðherra; Brynjólfs Bjarnasonar, Magn- úsar Torfa Ólafssonar og mín. Þetta segir mikið um þær áherslur sem þessi hreyfing hafði og áhrif hennar voru gríðarmikil á öllum þessum áratugum. Af hverju voru þau svona mikil? Jú, það var af mörgum ástæðum en líka af því að flokkurinn var alltaf við hliðina á verkalýðshreyfingunni. Flokkurinn og verkalýðshreyfingin voru oft algjörlega eitt. Við vorum í pólitískum faðmlögum í gegnum tíðina og höfðum styrk hvort af öðru, pólitískan og faglegan, en auðvitað verður að viðurkennast að stundum var þetta mjög flókið hjónaband.“ Svavar tiltekur baráttuna við vísi- töluna því til stuðnings. Ekki hafi verið viðlit að taka olíuhækkanir út úr vísi- tölunni eða viðlagasjóðsgjald vegna Vestmanneyjagossins. Verðbólgan hafi spunnið kaupið upp. „Þetta nána samstarf við verkalýðs- hreyfinguna varð að nokkru leyti til þess að við gátum ekki alltaf gert það sem við vildum. Af þessum ástæð- um, meðal annars, bæði 1958 og 1974, hrökklast Alþýðubandlagið úr ríkisstjór- num og eftirlætur Sjálfstæðisflokknum sviðið. Þetta gat verið fjötur um fót í þeim „praktískum skítverkum“, sem það er stundum kallað að vinna vinnuna sína á hinum pólitíska vettvangi.“ Stéttaátök um auðævi þjóðar Svavar segir að línur hafi verið skýr- ari á þessum árum en í dag. Stétta- andstæður á milli launavinnu og auð- magns hafi verið ljósar. „Ég held að fólk átti sig ekki jafn vel á þeim andstæðum í dag, en þær eru samt til staðar. Þú sérð fyrirganginn í þeim sem eiga peninga, til dæmis í fiskveiði- stjórnunarmálunum. Það er einhver ofboðslegasta mynd stéttaátaka sem maður hefur séð mjög lengi á Íslandi. Það sem vantar er að tekið sé á móti þeim á stéttarlegum for- sendum. Það er bara talað um þetta eins og einhverja tæknilega útfærslu. Staðreyndin er sú að þetta eru átök Pólitískt dýr út í hverja frumu Svavar Gestsson var einn af aðalleikendunum á hinu pólitíska sviði um áratugi. Hann dró sig í hlé þegar miklar breytingar urðu á vinstri væng stjórnmála og tveir nýir flokkar urðu til. Hann segir Kolbeini Óttarssyni Proppé frá því að baráttan gegn niður- lægingu fátæktarinnar hafi alltaf knúið hann áfram. Svavar lítur yfir farinn veg í sjálfsævisögu sinni Hreint út sagt. Svavar var viðskiptaráðherra 1978 til 1979, félags-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1980 til 1983 og mennta- málaráðherra 1988 til 1991. Hvað finnst honum standa upp úr á sínum ferli? „Ég hugsa að ég setji efst félagsmálapakkann og nútímavæðingu velferðarkerfisins. Lög um málefni aldraðra voru sett í minni tíð, lög um málefni fatlaðra, lög um fæðingarorlof, lög um orlof og margt fleira. Lög um skyldutryggingu líferisréttinda þannig að allir ættu að vera í lífyerissjóði, þau urðu til í minni tíð. Þá má nefna lögin sem við settum í skólamálum. Leikskólinn varð hluti af menntakerfinu í minni tíð, þannig að ég er auðvitað mjög ánægður með það allt saman. Og framlög til menningarinnar jukust verulega. Umfram allt er ég stoltur af framlagi Alþýðubandalagsins til stjórnmálaþróunarinnar. Alþýðubandalagið kom á dagskrá nýjum málum, umhverfis- og kvenfrelsismálum svo ég nefni dæmi, en ekki í þeim mæli sem það hefði þurft að gera. Svo varð Alþýðubandalagið náttúrulega að lokum, hvað sem menn segja um átökin í flokknum, gerandinn í samfylkingarbaráttunni. Kom á samfylkingu með litlum staf sem síðar varð Samfylking með stórum staf.“ FÉLAGSMÁLIN STANDA UPP ÚR um auðævi þjóðarinnar á milli þeirra sem eiga ekkert að selja nema vinnu sína og hinna sem eiga peninga og verða að kaupa vinnuaflið, en eiga það náttúru- lega ekki, sem betur fer. Þessar andstæður eru þarna en sjást síður. Það er meðal annars vegna þess að vinstriflokkarnir eru ekki að skýra þessar andstæður fyrir þjóðinni. Það er náttúrulega líka vegna þess að ýmislegt annað hefur komið inn í pólitíkina sem var ekki eins öflugt þá, þegar ég var að byrja,“ segir Svavar og nefnir kven- frelsismál, umhverfismál og Evrópu- sambandið. Samvinna andstæðnanna Nú er vinsælt að segja vinstri/hægri skilgreiningu í pólitík vera dauða. Svavar segir svo ekki vera, en miðju- sæknir flokkar hafi oft viðhaft þessi rök. „Í raun og veru skiptir það kannski ekki öllu máli. Aðalatriðið er að þessar andstæður eru til, en það þýðir ekki að andstæðurnar geti ekki náð saman. Ég tel til dæmis að þjóðarsáttin 1990, þegar við náðum loks niður verðbólgunni, sé dæmi um það þegar andstæðurnar unnu saman við erfiðar aðstæður. Annað dæmi er Nýsköpunarstjórnin 1944, þar sameinuðust í ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokkurinn og Sósíalistaflokkurinn. Ég var oft þeirrar skoðunar á verð- bólguárunum að við hefðum þurft að ná saman um stjórn landsins um tíma, Alþýðubandalagið og Sjálfstæðis- flokkurinn, af því að það var afbrigði- legt ástand. Það þurfti að taka verð- bólguna niður og ná sátt meðal höfuð stéttanna í samfélaginu um að vinna sigur í því stríði. Eins fannst mér til dæmis hugmynd- in um þjóðarsátt í byrjun október 2008 skynsamleg. Að allir ynnu saman. Það þýðir ekki að menn gleymi and- stæðunum, heldur þýðir það kannski það að menn virða þær og átta sig á því að þær eru til og reyni ekki að fela þær. Vegna þess að það er ekki til neins og þær eru þarna. Og ekki bara á landsvísu, heldur á heimsvísu. Það er þannig.“ STJÓRNMÁLAMAÐURINN Svavar Gestsson segist alltaf vera í pólitík. Hann hefur nú ritað sjálfsævisögu sína þar sem hann lítur yfir farinn veg á vettvangi stjórnmálanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.