Fréttablaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 42
KYNNING − AUGLÝSINGHeimili & hönnun LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 20122
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 | Umsjónarmenn auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson, benediktj@365.is, s. 512-
5411 | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
Hönnunarfyrirtækið Bility hefur sent frá sér kertastjaka og kertaklemm-
ur sem varpa frá sér hlýlegu munstri á vegg. Kertastjakarnir, sem hönn-
uðurinn Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir kallar kristalla vetrarins, heita
Mjöll, Drífa og Snær og vísa í íslensk nöfn á snjó. Kertaklemmunum er
smellt á sprittkerti og fást í átta mismunandi gerðum, þrjú vetrarljós og
fimm vættir.
„Munstrin eru öll úr Sjónabókinni, sem kom út árið 2009, en hún hefur
að geyma munstur sem voru notuð í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hann-
yrða áður fyrr og hafa margir hönnuðir sótt innblástur í hana.“ Vörurnar
fást í flestum hönnunarverslunum.
Vættir og kristallar á vegg
ÞAÐ ER SANNARLEGA HÆGT AÐ SPARA MEÐ SPARPERUM
Margir eru eflaust að býsnast yfir því að vera neyddir í að skipta út gömlu góðu glóperunum fyrir
nýjar svokallaðar sparperur. Orðið sparperur segir okkur í raun allt sem segja þarf um hvers vegna
þessi breyting á sér stað. Sparperur nota um 80 prósentum minna rafmagn. Ef farið er inn á vef
Orkuseturs, www.orkusetur.is, er fljótlegt að reikna út kostnaðarlækkunina sem þessu fylgir. Tökum
dæmi um heimili með 25 ljósaperur. Þar af eru 15 stykki fjörutíu vatta perur og 10 stykki sextíu vatta
perur. Að meðaltali er kveikt á hverri peru í 25 tíma á viku. Kostnaðurinn við lýsinguna miðað við
gömlu glóperurnar er 18.720 krónur á ári en 4.914 miðað við sparperur. Mismunurinn, 13.806 krónur,
er hreinn og klár sparnaður. Sparperur endast líka lengur, eða um það bil 15.000 klukkustundir, en
venjulegar ljósaperur endast einungis í um 1.000 klukkustundir. Fjárfesta þarf því í um 15 glóperum
til að fá fram sama endingartíma og ein sparpera veitir.
Við köllum kertastjakann Árstíðir því við viljum ekki einskorða hann við eina
hátíð á ári,“ segir Árný Þórarins-
dóttir, önnur tveggja arkitekta
sem mynda hönnunarteymið
Stáss en þær Helga G. Vilmundar-
dóttir hafa sent frá sér nýja jóla-
vöru síðustu fjögur ár.
„Okkur fannst það áskorun
að búa eitthvað til sem ekki væri
eingöngu tengt jólunum en yfir-
bragði stjakans má breyta eftir
því hvað við á. Kertastjakinn
er búinn til úr álgrind og ofan í
hann miðjan fellur handrennd
beykiskál. Með því að setja til
dæmis rauð epli, jólakúlur eða
köngla í skálina má nota hann
sem aðventukrans en með því að
setja eitthvað allt annað í skálina,
sælgæti eða popp, er stemmingin
orðin önnur.“
Kertastjakinn er framleidd-
ur hér á landi og segjast Árný og
Helga reyna í lengstu lög að nýta
innlend framleiðsluf yrirtæki.
„Við erum mjög stoltar af því að
geta framleitt hér heima. Skálina
rennir yndislegur smiður fyrir
okkur en hann hefur unnið með
okkur áður og rennt litlar tréskál-
ar sem falla ofan í FOLD-hilluna.
FOLD-hillan er einmitt líka úr áli
og hugmyndin að kertastjakan-
um er af sama meiði. Í báðum til-
fellum vinnum við með ál og við
og látum þessi ólíku efni mæt-
ast, harðan málm og mjúka nátt-
úruna. Álið er mjög skemmti-
legt efni og framleitt hér á landi
en hefur þó ekki verið mikið nýtt
í hönnunarvöru fram að þessu.
Það er þó að aukast,“ segir Árný.
Þær Árný og Helga eru einnig
farnar að undirbúa nýjar vörur
fyrir HönnunarMars sem hald-
inn verður í vor og hafa því í nógu
að snúast. „Við erum að undirbúa
HönnunarMarsinn með fram því
sem við tökum að okkur arki-
tektaverkefni. Fólk gleymir því
gjarnan að við erum báðar arki-
tektar og heldur að við framleið-
um bara jólaskraut,“ segir Árný
hlæjandi.
Kertastjakinn Árstíðir er fá-
anlegur í svörtu og hvítu í Neta-
gerðinni, þar sem Stáss er með
vinnustofu. Þá má einnig forvitn-
ast um Stáss á Facebook
Glæný vara frá stelpunum í Stássi
Arkitektarnir Helga G. Vilmundardóttir og Árný Þórarinsdóttir hafa undanfarin fjögur ár sent frá sér nýja jólavöru fyrir hver jól
undir merkinu Stáss. Í ár frumsýndu þær nýjan kertastjaka á sýningu Handverks og hönnunar sem haldin var í Ráðhúsi Reykjavíkur
um síðustu helgi. Í þetta skiptið á varan þó ekki bara erindi upp úr skúffunum á jólum.
Rauð kerti og epli skapa jólalega stemm-
ingu.
Stjakinn er kallaður Árstíðir en auðvelt er
að breyta yfirbragði hans eftir tilefni.
Handrennd skál úr beiki fellur ofan í miðjann stjakann.Arkitektarnir Helga G. Vilmundardóttir og Árný Þórarinsdóttir hanna undir merkinu Stáss.
JÓLABLAÐ
FRÉTTABLAÐSINS
KEMUR ÚT 27. NÓVEMBER
Meðal efnis
í blaðinu:
Jólaljósin, kökur, sætindi, skraut, föndur,
matur, borðhald, jólasiðir og venjur.
Atli Bergmann
atlib@365.is
512 5457
Benedikt Freyr Jónsson
benni@365.is
512 5411
Elsa Jensdóttir
elsaj@365.is
512 5427
Jónína María
Hafsteinsdóttir
jmh@365.is
512 5473
Bókið auglýsingar tímanlega:
Sverrir Birgir Sverrisson
sverrirbs@365.is
512 5432