Fréttablaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 110

Fréttablaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 110
10. nóvember 2012 LAUGARDAGUR78 PERSÓNAN „Ég get fullyrt að á næsta ári verð- ur uppgangur í útgáfu á íslensk- um erótískum bókmenntum,“ segir Egill Örn Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Forlagsins, þegar hann er inntur eftir því hvort íslenskir höfundur séu að stökkva á erótísku bókmenntabylgjuna líkt og kollegar þeirra úti í heimi. Í kjölfar mikilla vinsælda bókar- innar Fimmtíu gráir skuggar eftir bandaríska höfundinn E.L. James hefur orðið mikil fjölgun í útgáfu á skáldsögum sem falla í flokkinn erótískar bókmenntir. Egill Örn segir íslenska höfunda ekki ætla að láta sitt eftir liggja. „Ég get ekki neitað því að hér hafa komið margar hugmyndir og drög að handritum í þessu veru, sem sagt erótísk handrit og hug- myndir,“ segir Egill og staðfest- ir að þetta sé afleiðing vinsælda- skáldsagnanna um Christian Grey. „Þessi handrit og hugmyndir sem eru að berast okkur koma frá nýjum höfundum, höfundum sem hafa gefið út áður og svo höfund- um sem vilja skrifa og koma fram undir dulnefni.“ Guðrún Vi lmundardóttir, útgáfustjóri hjá Bjarti, segir þau þar ekki verða vör við fjölgun á innsendum erótískum handritum. „Ég vil samt meina að rithöfund- urinn Bergsveinn Birgisson hafi verið leiðandi í þessum flokki með bókinni Svar við bréfi Helgu, sem kom út 2010. Í síðustu viku seld- ist Svar við bréfi Helgu til dæmis betur en Fimmtíu gráir skuggar í Noregi. Bækur E.L James röðuðu sér svo í sætin fyrir neðan Berg- svein, en þessar bækur komu út á svipuðum tíma þar í landi. Svo var það danskur gagnrýnandi sem benti á að þeir sem vildu alvöru erótík ættu að snúa sér að Svar við bréfi Helgu fremur en Fimm- tíu gráum skuggum.“ alfrun@frettabladid.is EGILL ÖRN JÓHANNSSON: HEFUR BORIST BÆÐI HANDRIT OG HUGMYNDIR Erótísk íslensk bókajól 2013 FINNUR FYRIR UPPSVEIFLU Í ERÓTÍK Egill Örn Jóhannsson segir Forlaginu hafa borist fjöldinn allur af erótískum handritum og hugmyndum frá þekktum sem og nýjum rithöfundum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ■ Í apríl 2012 var höfundurinn, E.L. James, útnefnd sem ein af 100 áhrifamestu einstaklingum í heimi af Time. ■ Bókin hefur selst í yfir 60 milljónum eintaka úti um allan heim. ■ 37 lönd tryggt sér útgáfuréttinn. ■ Fimmtíu gráir skuggar sló met Harry Potter-bókanna þegar kiljan seldist upp á mettíma. ■ Framleiðslufyrirtækið Universal Pictures í samvinnu við Focus Features tryggðu sér kvikmyndarétt- inn. Handritið er í höndunum á Bret Easton Ellis sem skrifaði handritið að American Psycho en Hollywood- sjarmörinn Ryan Gosling er orð- aður við annað aðalhlutverkanna, auðjöfurinn Christian Grey. VINSÆLDIR FIMMTÍU GRÁRRA SKUGGA Á HEIMSVÍSU „Þetta er orðið spurning hvort hann fer yfir fimmtán eða öllu heldur hvort hann nær tuttugu þúsundum. Það stefnir í það,“ segir Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu, um nýjustu plötu Ásgeirs Trausta, Dýrð í dauðaþögn. Platan hefur selst í um sjö þúsund ein- tökum síðan hún kom út í byrjun október og er því löngu komin yfir gullsölu, sem er fimm þúsund eintök. „Og það er langt til jóla enn,“ segir Eiður, hæstánægður með söluna. Fari svo að Ásgeir Trausti nái tutt- ugu þúsund eintaka múrnum verður hann farinn að nálgast Haglél Mugisons óðfluga en sú plata seldist í um þrjátíu þúsundum í fyrra. Auk þess að eiga vinsælustu plötu landsins á Ásgeir Trausti vinsælasta lagið samkvæmt Lagalistanum, titillagið Dýrð í dauðaþögn. Hann er því án efa heitasti tón- listarmaður landsins um þessar mundir. Kappinn hefur verið mjög áberandi síðan þessi fyrsta plata hans kom út. Hann hefur spilað víða og er meðal annars bókaður í Háskólabíó 14. desember ásamt Moses Hightower og á hátíðina Hátt í Höllinni 19. desember. Spilamennska hans á Airwaves-hátíðinni vakti einnig athygli og fengu tónleikar hans í Hörpunni fullt hús, fimm stjörnur, hjá gagnrýnanda Fréttablaðsins. Í janúar heldur Ásgeir Trausti svo til Hollands, þar sem hann spilar á bransahátíðinni Euro- sonic. - fb Ásgeir Trausti stefnir í tuttugu þúsund VINSÆLL Ásgeir Trausti gæti selt plötu sína í tuttugu þúsund eintökum að mati Eiðs Arnarssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Ég er mjög spenntur að prufa þetta,“ segir Helgi Björnsson. Þrjátíu ára aldurstakmark verður á ball Helga og Reiðmanna vindanna í Hlégarði í Mosfellsbæ í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn á löngum ferli sem hann syngur á slíku balli. „Ég hef ekki gert þetta áður en ég hef fengið fyrirspurnir um þetta hér og þar,“ segir Helgi, sem hefur oft séð „þrjátíu plús“ uppákomur auglýstar í Berlín. „Ég er spenntur að vita hvernig allt saman fer. Það er spurning hvernig sá sem er 29 ára fer að sem langar á ballið en kemst ekki inn. Þetta er nýr veruleiki að til dæmis þriggja barna móðir eða faðir kemst ekki á ball vegna ungs aldurs.“ Aðspurður segist Helgi ekki vita hvers vegna aldurs takmarkið er svona hátt. „Ef ég dreg mínar ályktanir þá gengur hægar fyrir okkur að eldast í dag en fyrir einhverjum árum. Maður átti kannski að vera kominn í ruggustólinn á mínum aldri. Í dag vilja allir sprikla eins og unglingar. Kannski vill fólk um fertugt eða fimmtugt ekki skemmta sér með þeim sem eru átján ára eða tvítugir. Það vill kannski ekki hitta börnin eða barnabörnin á ballinu.“ Þetta verður annað opna ball Helga og Reiðmanna vindanna á árinu. Það fyrra var á Landsmóti hesta- manna í sumar. - fb Yngri en 30 ára ekki velkomnir SPENNTUR Helgi Björnsson segist vera mjög spenntur að spila fyrir þrjátíu ára og eldri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Valgerður Guðsteinsdóttir Aldur: 27 ára. Starf: Vinn hjá Securitas. Foreldrar: Steinþór V. Guðmundsson tollendurskoð- andi og Fanney Jónasdóttir svæfingarhjúkr- unarfræðingur. Fjölskylda: Gift Halldóri Má Jónssyni. Búseta: Reykjavík. Stjörnumerki: Ljón. Valgerður hlaut gullverðlaun í ACBC-hnefaleikamótinu sem fram fór í Gautaborg um síðustu helgi. Hárgreiðslur, förðun og sushi í dag kl. 14 Theodóra Mjöll kennir greiðslur úr Hárinu Lækjargata 2a 101 R. sími 5115001 opið 9 - 22 alla daga Hárið 3.990 kr. Förðunarhandbókin 2.990 kr. Einfaldara sushi 2.990 kr. KEEPING UP WITH THE KARDASHIANS E! ENTERTAINMENT ER Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á STOD2.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.