Fréttablaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 57
Hugbúnaðarsérfræðingur
Upplýsingatæknimiðstöð Reykjavíkurborgar leitar
að öflugum sérfræðingi í fjölbreytt starf við
hugbúnaðarþróun og stýringu verkefna.
Starfssvið
• Þarfagreining og þróun hugbúnaðarlausna
og tækniumhverfis.
• Forritun og samþætting kerfa.
• Uppfærslur og skipulagning prófana.
• Innleiðing hugbúnaðarlausna.
• Samskipti við birgja.
• Samskipti við starfsmenn og stjórnendur
hjá borginni.
• Þátttaka í stefnumótun.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði.
• Þekking á bókhalds- og fjárhagskerfum æskileg.
• Reynsla af forritun, s.s. í Python.
• Þekking á gagnagrunnum og SQL.
• Þekking á vefþjónustum og gagnatenginum
• Reynsla af stýringu verkefna æskileg.
• Frumkvæði og metnaður til að sýna árangur í starfi
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
• Lipurð í mannlegum samskiptum.
Upplýsingatæknimiðstöð Reykjavíkurborgar, UTM fer
með forystuhlutverk í upplýsingatæknimálum borgar-
innar. UTM gegnir þjónustuhlutverki við viðskiptavini
sína sem eru svið og stofnanir Reykjavíkurborgar og er
ætlað að annast rekstur og þróun upplýsinga-
tæknibúnaðar borgarinnar.
Nánari upplýsingar um starfið veita
Hjörtur Grétarsson upplýsingatæknistjóri Reykjavíkur-
borgar (hjortur.gretarsson@reykjavik.is) og
María Guðfinnsdóttir þróunarstjóri upplýsingatækni-
miðstöðvar Reykjavíkurborgar
(maria.gudfinnsdottir@reykjavik.is) í síma 411 1900.
Umsóknarfrestur er til 25. nóvember 2012.
Sækja skal um starfið á vefsíðu Reykjavíkurborgar,
www.reykjavik.is, undir Auglýsingar, Störf í boði.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar
og viðkomandi stéttarfélags.
Starfsnámið er ætlað háskólanemum og þeim sem hafa nýlokið háskólanámi. Markmið starfsnámsins er að
gefa ungu fólki sem er að hefja starfsferil sinn færi á að kynnast verkefnum Íslandsstofu. Starfið er tímabundið
og ætlað þeim sem vilja afla sér reynslu í alþjóðlegri markaðssetningu.
HÆFNISKRÖFUR
Í BS/BA/MA námi í grein sem tengist málefnasviði Íslandsstofu (ferðamál, markaðssetning, alþjóðamál o.s.frv.)
Um er að ræða sex mánaða tímabil frá janúar - júní 2013 og hægt er að sníða vinnutíma eftir námi og þörfum.
Laun samkvæmt samkomulagi. Umsókn ásamt ferilskrá skal skila inn rafrænt á islandsstofa@islandsstofa.is.
Umsóknarfrestur er til og með 25. nóvember 2012. Upplýsingar veitir Líney Arnórsdóttir, verkefnisstjóri
í síma 511 4000, liney@islandsstofa.is
Stakfell óskar eftir að ráða í
eftirtalin störf:
Sölumaður - fasteignasala
Óskum eftir að ráða sölumann til starfa, um er að ræða
alhliða sölumennsku við fasteignasölu og þjónustu við
viðskiptavini okkar.
Við leitum að samviskusömum og áreiðanlegum aðila
sem er tilbúin að leggja
sig allan fram við að þjónusta viðskiptavini Stakfells.
Umsóknir sendist á stakfell@stakfell.is
Ritari til starfa
Óskum eftir að ráða ritara til starfa nú þegar, um er að
ræða almenn skrifstofustörf ásamt umhirðu á skrifstofu.
Starfsreynsla æskileg.
Umsóknir sendist á stakfell@stakfell.is
Ú Á Í ÓVILT Þ TAKA Þ TT AÐ M TA
SJÓ ?NVARP FRAMTÍÐARINNAR
www.skjarinn.is – 595 6000
Skjárinn á og rekur SkjáEinn, SkjáBíó, SkjáHeim, SkjáGolf og K 100.5
VERTU MEÐ Í FJÖRINU!
Nánari upplýsingar veitir Páll Vignir Jónsson, forstöðumaður
upplýsingatæknideildar Skjásins, í síma 840 9907.
Umsóknarfrestur er til og með 20. nóvember nk.
Umsóknir sendist á pall@skjarinn.is
SKJÁRINN ER LEIÐANDI Í MIÐLUN SJÓNVARPS
Á NETINU OG LEITAR AÐ VÖNUM FORRITARA
Í starfinu felst viðhald og rekstur á vef Skjásins, www.skjarinn.is, þátttaka í
mótun á vefumhverfi Skjásins og framtíðarstefnu í miðlun afþreyingar á netinu.
Í umhverfinu eru ólíkir þjónustuþættir, eins og Skjáfrelsi, SkjárGolf í
beinni á netinu, pantanakerfi, dagskrárupplýsingar, úthringikerfi o.fl.
Síðan er skrifuð í Django og keyrir á Apache í Linux umhverfi.
MENNTUN OG HÆFNISKRÖFUR:
Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu á Python, Django, Git og Linux.
Góð þekking á JS, CSS og HTML nauðsynleg.
Þekking á forritun fyrir snjallsíma og spjaldtölvur væri kostur.
Háskólamenntun er kostur en ekki skilyrði.
Áhugi og vilji til að læra nýja hluti er skilyrði.
Skjárinn býður skemmtilegt vinnuumhverfi með góðum starfsanda.
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
AÍ
•
12
33
26