Fréttablaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 80
10. nóvember 2012 LAUGARDAGUR48
Þau börn sem aðhyllast spennandi
bækur geta hlakkað til að lesa nýút-
komna bók Iðunnar Steinsdóttur rithöf-
undar Varið ykkur á Valahelli. Sagan
kom út fyrir 30 árum undir heitinu
Knáir krakkar. „Ég byrjaði rithöfund-
arferilinn á þessari sögu,“ segir Iðunn
brosandi og rekur í stuttu máli aðdrag-
anda þess að hún fór út á þá braut.
„Þegar ég var barn og unglingur hafði
ég mjög gaman af að skrifa ritgerðir
og sögur. Svo datt það alveg niður en
árið 1979 fór ég í réttindanám í Kenn-
araskólanum, að hluta til í bréfaskóla
þannig að ég sendi inn verkefni. Þá upp-
götvaði ég hvað ég átti auðvelt með að
skrifa svo ég ákvað að prófa að skrifa
bók í anda Blyton fyrir krakka á aldr-
inum sex til tíu ára. Nú þegar sagan var
orðin þrjátíu ára þurfti ég að umskrifa
hana því tungumálið hefur mikið breyst
með tímanum. Atburðarásin í sögunni
er alveg sú sama en ég stytti hana dálít-
ið, skipti bókmálinu út fyrir daglegt
mál og bjó til nýjan titil.“
Úr smiðju Iðunnar eru komnar hvorki
meira né minna en 32 barnabækur, 23
námsbækur, sem sumar eru unnar með
öðrum, og tvær bækur fyrir fullorðna,
Haustgríma og Víst er ég fullorðin.
Leikritið Síldin kemur og síldin fer, sem
hún samdi með systur sinni Kristínu,
sló rækilega í gegn. Iðunn er líka höf-
undur vinsælla dægurlagatexta eins og
Bíddu pabbi, Jón er kominn heim, Ég fer
í fríið og Átján rauðar rósir, auk ótal
annarra. Hún á hefti sem heitir Verka-
menn á grasi – kveðskapur í 60 ár – og
geymir 100 texta sem hún hefur ort,
flesta eftir pöntunum. Nafnið á ritinu á
sína sögu. „Þegar ég var um fimm ára
ákváðum við Heimir bróðir, sem var
þremur árum eldri, og frændi okkar,
sem var þremur árum eldri en hann,
að yrkja vísur og fara með hvert fyrir
annað. Bróðir minn var með kisuvísu en
ég var svo meðvituð um stéttabaráttu
og hóf mína á setningunni: „Verkamenn
á grasi“. Strákarnir láku niður úr hlátri
svo ég komst ekkert lengra. En þetta
var mín fyrsta tilraun til að yrkja og
mér fannst tilvalið að nefna heftið eftir
henni. Nú er ég komin yfir í sálmana
svo þetta er dálítið breitt svið en þegar
ég fæ lag til að yrkja við þá gengur það
yfirleitt vel.“
Iðunn ólst upp á Seyðisfirði, fór 15
ára í landsprófsdeild á Akureyri og
MA í framhaldinu. „Ég var fimm vetur
fyrir norðan en heima á sumrin, vann
í kaupfélaginu, á símstöðinni og í síld
og saltfiski. Flutti svo suður 1960 og
byrjaði snemma að búa eins og títt var
þá. 1966 fórum við hjónin með börnin
þrjú til Húsavíkur, vorum þar í sex ár, í
Mývatnssveit í fjögur ár og komum svo
hingað suður.“
Eiginmaður Iðunnar var Björn Frið-
finnsson ráðuneytisstjóri. Hann lést úr
krabbameini í júlí í sumar. „Björn var
72 ára eins og ég, við vorum búin að
vera par í 54 ár, þannig að það er mikið
sem fer,“ segir Iðunn. „Hann var búinn
að vera mikið veikur í ár svo andlátið
kom ekki á óvart en þegar krabbamein-
ið uppgötvaðist var það mjög óvænt, það
fór svo leynt. Við áttum gullbrúðkaup í
vor, þá gat hann komið heim af spítalan-
um og við höfðum kaffi fyrir fjölskyld-
una.“ gun@frettabladid.is
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
timamot@frettabladid.is
IÐUNN STEINSDÓTTIR: ENDURSKRIFAÐI ÞRJÁTÍU ÁRA ÆVINTÝRABÓK
TUNGUMÁLIÐ HEFUR MIKIÐ
BREYST MEÐ TÍMANUM
RITHÖFUNDUR OG SKÁLD „Nú er ég komin yfir í sálmana svo þetta er dálítið breitt svið en þegar ég fæ lag til að yrkja við gengur það yfirleitt vel.“
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Merkisatburðir
1913 Járnbrautarlest er notuð til fólksflutninga á Íslandi í
fyrsta sinn er verktakar nota flutningalest til að flytja blaða-
menn og farþega frá Reykjavíkurhöfn að Öskjuhlíð.
1928 Vígð er brú yfir Hvítá í Borgarfirði hjá Ferjukoti, mikið
mannvirki.
1949 Þjórsárbrú er
vígð, 109 metra löng.
1967 Siglufjörður
kemst í vegasamband
allt árið við opnun
Strákaganga sem eru
800 metra löng.
1984 Raforkukerfi
Íslands er hringtengt
þegar Suðurlína er
tekin í notkun.
Söguhetjur bókarinnar Varið
ykkur á Valahelli eru þrír
tíu ára krakkar sem fara í
útilegu og lenda í dularfullum
aðstæðum: -Við skulum
koma inn í hellinn og kalla.
Það getur verið að hann sé
að villast hérna nálægt og
hafi bara ekki hitt á réttu
göngin.
Þau fara inn í hellinn, kalla
og hrópa en fá ekkert svar.
-Við verðum að fara
lengra, segir Lóa mjórri röddu.
-Það borgar sig ekki. Ekki er betra að
við förum öll að týnast hér.
-Eigum við að hringja heim eftir
hjálp? Ef margir koma strax og leita
með sterkum ljósum
þá hlýtur hann að
finnast, segir Lóa.
-Já, ef þeir taka líka
horn eða lúðra með
sér þá rennur hann ef
til vill á hljóðið.
-Hringdu í hvelli.
Hrói tekur símann
upp en nær engu sam-
bandi.
Þau hlaupa fram að
opi og Hrói skríður upp
og slær inn númerið
heima hjá sér. - Æi, shit, hann er raf-
magnslaus. Réttu mér þinn, segir hann.
Lóa stingur hendinni í vasa en þar er
enginn sími.
ÚR BÓKINNI
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og
útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
INGU SIGURJÓNSDÓTTUR
Víðimel 72.
Garðar Guðmundsson Guðrún Helgadóttir
Sigrún Kristín Guðmundsdóttir Torfi Ólafsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við
andlát og jarðarför okkar ástkæru,
MARGRÉTAR TINNU G. PETERSSON
Birkilundi 2, Akureyri.
Selma Aradóttir Jóhann Freyr Jónsson
Martin Petersson
Saga Marie Petersson
Guðmann Ólfjörð Guðmannsson
Helga Magnúsdóttir Þorleifur Stefánsson
Stefán Grétar Þorleifsson
Ari B Hilmarsson
Margrét Kristinsdóttir Gunnar Sólnes
og aðrir aðstandendur.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Alúð - virðing - traust
Áratuga reynsla
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
Elskuleg móðir og amma,
MÁLFRÍÐUR (FRÍÐA) JÓNSDÓTTIR
húsmóðir,
Sólheimum 8, Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
26. október. Innilegar þakkir til starfsfólks
á deild A7 sem annaðist hana af alúð og
umhyggju til hinstu stundar. Málfríður verður
jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 15. nóvember kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á styrktarreikning Blindrafélagsins.
Blessuð sé minning þín.
Margrét Ólöf Héðinsdóttir
Alexander Kristófer Gústafsson
og aðrir aðstandendur.
Hjartans þakkir til allra sem auðsýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og
útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
ÁLFHEIÐAR BJÖRNSDÓTTUR
áður til heimilis að Hörgatúni 11,
Garðabæ.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
hjúkrunarheimilisins á Vífilsstöðum fyrir alúð og einstaka
umönnun. Guð blessi ykkur öll.
Jóhanna S. Sigmundsdóttir Eiríkur Hjaltason
Birna J. Sigmundsdóttir
Kolbrún S. Sigmundsdóttir Jón Torfason
Kristján P. Sigmundsson María E. Ingvadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
24 tíma vakt
Sími 551 3485
Davíð H. Ósvaldsson S: 896 8284 Óli Pétur Friðþjófsson S: 892 8947
ÞEKKING–REYNSLA–ALÚÐ
ÚTFA
RARÞJÓNUSTA
SVANFRÍÐUR JÓNASDÓTTIR bæjarstjóri á afmæli í dag.
„Þegar allra veðra er von er maður þakklátur fyrir
góðu dagana.“
61