Fréttablaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 2
10. nóvember 2012 LAUGARDAGUR2
DÓMSMÁL Leikkonan María Birta Bjarna-
dóttir hefur höfðað skaðabótamál á hendur
25 ára gamalli konu sem setti auglýs-
ingu í nafni Maríu inn á vefinn Einka-
mál. Hún krefst hálfrar milljónar
króna í bætur auk málskostnaðar.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins
snýst málið um auglýsingu sem konan, sem
María Birta þekkti, setti inn á stefnumóta-
vefinn Einkamál í september í fyrra. Aug-
lýsingin var í nafni Maríu og þar var boðin
afbrigðileg kynlífsþjónusta af ýmsu tagi.
Með fylgdi bæði mynd af Maríu og síma-
númer hennar.
Á einni klukkustund fékk María Birta
sautján símtöl frá mönnum sem vildu
þekkjast boðið. Morguninn eftir biðu
hennar svo fjögur SMS-skeyti. Alls skoð-
uðu yfir 300 manns auglýsinguna.
María Birta kærði málið til lögreglu,
sem rannsakaði það og tók skýrslu af stúlk-
unni, sem gekkst við því að hafa sett inn
auglýsinguna. Málið leiddi hins vegar ekki
til refsingar og því ákvað María Birta að höfða
einkamál.
Hún telur auglýsinguna ólöglega mein-
gerð gegn æru sinni og friði, enda hafi hún
upplifað mikið varnarleysi, misst nokkra
daga úr vinnu og orðið af tveimur flugnáms-
tímum vegna andlegs áfalls og þurft að
skipta um símanúmer, sem hafi tengst
atvinnurekstri hennar – en María rekur
verslunina Maníu.
María Birta, sem fór með eitt aðal-
hlutverkanna í kvikmyndinni Svartur á
leik, vildi ekki tjá sig um málið þegar
Fréttablaðið hafði samband við hana
og vísaði á lögmann sinn. Hún kvað
málið þó ekki vera viðkvæmt. Hjálm-
ar Blöndal, lögmaður Maríu, staðfesti
að málið hefði verið höfðað en vildi
að öðru leyti ekki tjá sig um það. Tekist
verður á um frávísunarkröfu í málinu í
lok mánaðar.
- sh
MARÍA BIRTA BJARNADÓTTIR
VIÐ HEIMILI REINFELDTS Lögreglan sá
ekkert sem benti til morðs.
NORDICPHOTOS/AFP
SVÍÞJÓÐ Einn af lífvörðum Fred-
riks Reinfeldts, forsætisráðherra
Svíþjóðar, lést af skotsárum á
heimili forsætisráðherrans í
Stokkhólmi í gær.
Skotið kom úr byssu hans sjálfs
og flest bendir til þess að hann
hafi svipt sig lífi. Enginn grunur
er um að hann hafi verið myrtur.
Annar lífvörður sem var að
koma úr hádegismat kom að
starfsfélaga sínum látnum.
Sonur Reinfeldts er sagður
hafa verið á heimilinu en lögregla
hafði í gær ekki séð ástæðu til að
yfirheyra neinn úr fjölskyldu for-
sætisráðherrans.
- gb
Lífvörður lést af skotsárum:
Svipti sig lífi í
húsi Reinfeldts
BANDARÍKIN Bradley Manning
hefur boðist til þess að játa að
hluta sekt í máli sínu, en neitar þó
eftir sem áður að hafa veitt óvin-
um Bandaríkjanna stuðning.
David E. Combs, lögmaður
Mannings, skýrði frá þessu á
bloggsíðu sinni. Heimili dómari
Manning að játa sekt að hluta
getur ákæruvaldið þó engu að
síður ákveðið að halda ákærum
fyrir þyngstu brotin til streitu.
Manning er sakaður um að hafa
lekið leyniskjölum frá Bandaríkja-
her til Wikileaks. Hann hefur setið
í hátt í þrjú ár í einangrunarfang-
elsi, en ekki er búist við að réttar-
höld hefjist fyrr en á næsta ári. - gb
Manning býður sátt:
Reiðubúinn að
játa að hluta
BRADLEY MANNING Sakaður um að
hafa lekið leyniskjölum til Wikileaks.
NORDICPHOTOS/AFP
130 sóttu um lækkun
Fiskistofa hefur móttekið alls 130
umsóknir um lækkun á sérstöku
veiðigjaldi. Að sögn starfsfólks
Fiskistofu mun allt verða gert til að
afgreiða þær svo að lækkunin komi til
framkvæmda á fyrsta gjalddaga, sem
er 1. desember. Enn er hægt að sækja
um lækkunina.
SJÁVARÚTVEGUR
Safnar fiski með hljóði
Dr. Björn Björnsson, fiskifræðingur á
Hafrannsóknastofnuninni, hlaut fyrstu
verðlaun í samkeppninni Framúr-
stefnuhugmynd Sjávarútvegsráð-
stefnunnar 2012. Hugmyndin byggir
á lágtíðnihljóðmerki til fiskveiða –
hljóði til að safna fiski saman.
NÝSKÖPUN
DANMÖRK Þegar múslímar fengu
meirihluta í níu manna stjórn
félags íbúa á svæðinu Egedals-
vænge á Norður-Sjálandi var
ákveðið að hafna tillögu um árleg
kaup á jólatré.
Samtímis var ákveðið að verja
60 þúsundum danskra króna til
sérstakrar trúarhátíðar múslima.
Danskir fjölmiðlar hafa að
undanförnu greint frá þessari
ákvörðun fimm manna meiri-
hlutans og nú hefur einkaaðili
gefið félaginu sjö þúsundir
danskra króna til kaupa á jólatré
sem stjórnin hefur þegið. - ibs
Húsfélag í Danmörku:
Meirihlutinn
vildi ekki jólatré
Leikkona höfðar skaðabótamál vegna falskrar auglýsingar á einkamal.is:
Margir vildu afbrigðilegt kynlíf
Valgerður, hugsarðu ekki
stundum út fyrir boxið?
„Jú, maður hugsar stundum í hring.“
Valgerður Guðsteinsdóttir er að gera það
gott í hnefaleikahringnum. Hún hlaut
gullverðlaun í sínum þyngdarflokki í
ACBC-mótinu í Stokkhólmi um síðustu
helgi.
SLYS „Ég hélt að ég væri nú það
þungur að ég tækist ekki á loft,
en maður tókst á loft og hentist
nokkra metra,“ segir Guðmundur
Skarphéðinsson á Siglufirði um
óhapp sem hann lenti í í óveðrinu
sem geisaði víða um land í gær.
Guðmundur, sem er stór og
mikill maður, fór úr axlarlið og
fékk nokkra skurði. „Það var nú
vel sloppið. Það var krap líka og
ég gat ekki fótað mig almenni-
lega þegar vindhviðan kom í
bakið á mér. Maður var kominn
á fleygiferð þegar maður lenti
úti í grjóturð og beint á kjaftinn
þar. Þetta kom svolítið óvænt í
bakið á manni.“ Aðspurður segir
hann allt í sómanum, hann þurfi
bara að jafna sig aðeins og taka
því rólega um helgina. Hann var
nýkominn af sjúkrahúsi þegar
Fréttablaðið ræddi við hann.
Vindur var 15 til 28 metrar á
sekúndu norðan- og vestanlands í
gær. Vindhviður náðu yfir fjöru-
tíu metra á sekúndu. Snjór fylgdi
veðrinu. Áfram verður vonsku-
veður víða um land í dag. Búast
má við að vindhviður fari yfir
fjörutíu metra á sekúndu fram-
an af deginum í dag. - þeb
Guðmundur Skarphéðinsson á Siglufirði lenti í óhappi í óveðrinu í gær:
Tókst á loft og hentist í grjóturð
FRÉTTASKÝRING
Hvað þarf að hafa í huga áður en
haldið er utan í verslunarferð?
„Við könnum þetta bara handa-
hófskennt,“ segir Kári Gunn-
laugsson, yfirtollvörður eftirlits-
deildar Tollstjóra um tollaeftirlit
í Leifsstöð. Nokkuð er um að fólk
átti sig ekki á hvaða reglur gilda
um hversu mikil verðmæti má
hafa með sér tollfrjálst til lands-
ins.
Fjöldi „stikkprufa“ ræðst þó
einnig af því hvaðan fólk er að
koma. Nú er til að mynda að renna
upp tími „verslunarferða“, hvort
heldur þær eru til borga í Banda-
ríkjunum eða Evrópu. „En það fer
enginn í innkaupaferð til Noregs,“
bætir Kári við. „Helst að þá þurfi
að líta eftir munntóbaki.“
Reglur tollsins er að finna á
vefnum Tollur.is. Þar kemur fram
að óheimilt sé að hafa með sér
tollfrjálsan varning fyrir meira
en 65 þúsund krónur. „En áfengi
er ekki reiknað inn í þessa tölu,“
segir Kári. Þá má virði einstakra
hluta ekki fara yfir 32.500 krónur.
Þegar tollverðir skoða farang-
ur fólks sem kemur til landsins
þá getur fólk þurft að sýna fram
á að dýr varningur, svo sem tölv-
ur og snjallsímar, sem það hefur
með sér hafi í raun verið keyptur
hér á landi og því búið að greiða
af honum toll. Öðrum kosti er
varan gerð upptæk og fólki gert
að greiða af henni.
„Við ráðleggjum öllum að hafa
með sér kvittanir fyrir dýrari
hlutum sem þeir hafa með sér.“
Kári segir tollverði líka hafa leið
til þess að sjá hvort iPhone-símar
og sambærilegar græjur hafi í
raun verið keyptar hér á landi.
Apple haldi utan um skráningar-
númer hverrar græju og hvar hún
hafi verið seld.
Því fylgir líka nokkur kostn-
aður að verða uppvís að smygli,
því þá þarf að borga af hlutnum
tvöfalt aðflutningsgjald og 15
prósenta álag ofan á þá upphæð.
„Ef gjöldin eru bara virðisauka-
skattur og hluturinn kostar 100
þúsund krónur, þá bætist við verð
hlutarins tvisvar sinnum 25.500
krónur og svo 15 prósenta álag á
þann 50 þúsund kall,“ segir Kári.
Kostnaðurinn við hlutinn væri þar
með kominn upp í 157.500 krónur.
„Svo er þetta náttúrlega vesen því
þetta er ekkert afgreitt á staðnum
og fólk missir hlutinn í einhverja
daga meðan þetta fer í gegn um
kerfið.“ olikr@frettabladid.is
Dýr innkaup eiga að
fara um rauða hliðið
Viðurlög eru nokkur við smygli á tollskyldum varningi um „græna“ hliðið í
Leifsstöð. Þá er varan gerð upptæk meðan unnið er úr málum. Vissara er að
hafa með sér kvittanir fyrir dýrum hlutum sem fólk tekur með sér úr landi.
65.000 krónur
Hámarksvirði varnings sem ferðafólk má
hafa með sér til landsins án þess að greiða
af því tolla og gjöld.
32.500 krónur
Hámarksvirði einstaks hlutar
sem fólk hefur með sér að utan.
18.500 krónur
Hámarksvirði matvöru sem
hafa má með sér til landsins,
þar með talið sælgæti og fæðu-
bótarefni.
Oft hefur fólk dýra hluti með sér á milli landa
Álag greiðist ofan
á tvöfalt aðflutn-
ingsgjald verði
fólk uppvíst að því að reyna
að smygla of dýrri vöru til
landsins.
15%
STJÓRNMÁL Niðurstöður úr próf-
kjörum Samfylkingarinnar og
Sjálfstæðisflokksins í Suðvestur-
kjördæmi verða ljósar í kvöld.
Samfylkingin er einnig með próf-
kjör í Norðausturkjördæmi.
Hjá Samfylkingunni berjast
Katrín Júlíusdóttir og Árni Páll
Árnason um fyrsta sæti í SV-kjör-
dæmi. Bjarni Benediktsson og
Ragnar Önundarson sækjast eftir
fyrsta sæti hjá Sjálfstæðisflokkn-
um. Í NA-kjördæmi vill Kristján
Möller 1. sætið og Sigmundur
Ernir Rúnarsson 1. til 3. - þeb
Spenna í Suðvesturkjördæmi:
Úrslit prófkjöra
verða ljós í dag
SPURNING DAGSINS
AÐEINS Í DAG!
kíktu inn á www.pfaff.is
Pfaff // Grensásvegi 13 // Sími 414 0400
SENNHEISER HEYRNARTÓL
HD-419
VERÐ ÁÐUR 9.700,- NÚ 5.800,-
Opið í dag, laugardag kl. 11-16.
40%
Ég hélt að ég væri
nú það þungur að ég
tækist ekki á loft, en maður
tókst á loft og hentist nokkra
metra. [...] Maður var kominn
á fleygiferð þegar maður
lenti úti í grjóturð og beint á
kjaftinn þar.
GUÐMUNDUR SKARPHÉÐINSSON
ÍBÚI Á SIGLUFIRÐI