Fréttablaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 84
10. nóvember 2012 LAUGARDAGUR52 Ertu Akureyringur? „Já, grjót- harður þorpari af þingeyskum ættum.“ Hvað ertu gamall? „16 ára.“ Í hvaða skóla ertu? „Ég er menntskælingur í Menntaskól- anum á Akureyri, MA.“ Hvað finnst þér um snjó? „Hann er skemmtilegur þegar hann er gott byggingarefni.“ Hefurðu oft búið til snjóhús? „Ég reyni á hverjum vetri. Pabbi var alltaf með mér í gamla daga að gera snjóhús, stundum með grænlenska lag- inu. Geri minna af því heldur en þegar ég var polli en ákvað að gera þetta núna fyrir litlu frænkur mínar.“ Varstu einn við bygginguna? „Já, það tók mig fimm klukku- tíma.“ Voru krakkarnir í nágrenninu spenntir? „Nei, þeir vissu ekk- ert af þessu fyrr en ég setti myndband á netið.“ Hversu lengi entist snjó húsið? „Það var byrjað að bráðna morguninn eftir og þegar ég kom heim úr skólanum var lítið sem ekkert eftir.“ Hvað þarf helst að hafa í huga við gerð snjóhúsa? „Í byrj- un þarf að hafa í huga hvern- ig húsið á að líta út í lokin og hvernig snjórinn er, maður getur til dæmis ekki gert snjó- hús úr púðursnjó.“ Hvað er skemmtilegast við að búa til snjóhús? „Bara að njóta útiveru og búa eitthvað til. Ég er allt of mikið í tölvuleiknum FIFA 13!“ Kanntu margar aðferðir við snjóhúsagerð? „Já, en ég geri bara það sem mér dettur í hug í hvert skipti. Þetta nýjasta er með þeim stærstu sem ég hef gert, kannski svona sex fer- metrar.“ Hefurðu haldið veislu í snjó- húsi? „Nei, bara drukkið kakó með fjölskyldunni.“ En sofið? „Nei.“ Hefurðu einhvern tíma átt snjóhús lengi? „Já, stundum hefur það staðið lengi, jafnvel í margar vikur með smá við- gerðum.“ Hafa skemmdarvargar eyði- lagt snjóhús fyrir þér? „Bless- uð vertu, það skiptir engu máli, maður byggir bara nýtt.“ - gun krakkar@frettabladid.is 52 Það var byrjað að bráðna morguninn eftir og þegar ég kom heim úr skólanum var lítið sem ekkert eftir. Teikningar og texti Bragi Halldórsson 17 Það var löng ganga niður fjallshlíðina og þegar þau voru loksins komin niður var skollið á svartamyrkur svo þau sáu varla handa sinna skil. Þau liðu því áfram síðasta spölinn eins og skuggar. En sérðu þú hvaða skuggi af þessum þremur er sá rétti? Aðeins einn er réttur en eitthvað vantar á hina tvo. GÆLUDÝRAVEFUR RÚV Á gæludýravef útvarpsins hafa krakkar sent inn myndir og sögur af dýrunum sínum; köttum, hundum, nagdýrum, fuglum og fiskum og þar eru líka ráð- leggingar um ýmislegt sem varðar þessa vini. Slóðin er http://servefir.ruv.is/dyr/index2 JÓLABLAÐ FRÉTTABLAÐSINS KEMUR ÚT 27. NÓVEMBER Meðal efnis í blaðinu: Jólaljósin, kökur, sætindi, skraut, föndur, matur, borðhald, jólasiðir og venjur. Atli Bergmann atlib@365.is 512 5457 Benedikt Freyr Jónsson benni@365.is 512 5411 Elsa Jensdóttir elsaj@365.is 512 5427 Jónína María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Bókið auglýsingar tímanlega: Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is 512 5432 ALLT OF MIKIÐ Í FIFA 13 Akureyringurinn Númi Kárason er þrautþjálfaður í snjóhúsagerð. Um síðustu helgi bjó hann til eitt stærsta hús sem hann hefur gert og lýsti það upp með kertum. MEÐ FRÆNKUNUM Númi situr undir Sigyn, Alís er í miðjunni og Ronja lengst til hægri. Í ÚTIDYRUM „Mér finnst skemmtilegt að njóta útiveru og búa eitthvað til.“ 1. Á hverju byrjar óveðrið alltaf? 2. Hvaða spurningu getur þú ekki svarað játandi? 3. Hvernig varð Jónas þegar hann datt í fyrsta skipti í poll? 4. Hvað er það sem er hræddara við einn skógarþröst en þúsund manns? 5. Hvenær gengur tannlækninum verst? 6. Hvaða hundar bíta aldrei? 7. Hvað er það sem hefur ræturnar upp og toppinn niður, vex á veturna en ekki á sumrin? 8. Hvað er það sem þú tekur daglega utan um en talar þó aldrei við? 9. Hvað er sameiginlegt með kónguló og fiskimanni? Svör 1. Á bókstafnum ó 2. Sefur þú? 3. Blautur 4. Ánamaðkur 5. Þegar hann sér ekki kjaft 6. Rauðir hundar 7. Grýlukerti 8. Hurðarhúnninn 9. Þau veiða bæði í net. Í hvaða skóla ertu: Kópavogs- skóla. Í hvaða stjörnumerki ertu: Ljóni. Áttu happatölu? Já, 12. Helstu áhugamál/hvað gerirðu í frístundum þínum? Ég les, leik við vini mína, horfi á myndir og er í tölvuleikjum. Eftirlætissjónvarpsþáttur: Ævintýri Merlíns. Besti matur? Sushi og núðlur. Eftirlætisdrykkur? Sprite. Hvaða námsgrein er í upp- áhaldi? Smíði og íslenska. Áttu gæludýr? Já, ég á fiska og kött, kötturinn heitir Felix. Hvaða dagur eru í uppáhaldi hjá þér? Laugardagur því þá þarf ég ekki að vakna snemma og get sofið út. Hver er eftirlætistónlistar- maðurinn? Ég á engan sérstakan, ég hlusta á margt. Uppáhaldslitur? Grænn. Hvað gerðirðu í sumar? Ég fór til Danmerkur. Skemmtilegasta bók sem þú hefur lesið? Aþenubækurnar eftir Margréti Örnólfs. Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðin stór? Lögfræðingur, klarinettuleikari eða bókasafns- fræðingur. Erna Guðrún Halldórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.